Markvissar og áfallalausar aðgerðir!

Nú geta Íslendingar lært af reynslunni úr Heimaeyjargosinu. Þá reyndu menn að bjarga því sem sannanlega var hægt að bjarga á meðan á gosinu stóð, hægja á hraunrennslinu og rýma hús.

Þegar vísindamenn tilkynntu formlega að gosinu væri lokið fór endurreisnarstarfið í gang af fullum krafti, en ekki fyrr. 

Í þetta sinn verður erfiðara að tilkynna um goslok. Vísindamenn vita að jökullinn hefur áður gosið með hléum og að Katla getur fylgt í kjölfarið. 

Endurreisnarstarf af sömu gerð og í Heimaey, getur ekki orðið öruggt, markvisst og áfallalaust nema vitað sé að gosahrinunni sé lokið og að Katla sé ekki að koma í kjölfarið. 

Það væri til lítils að vera komin á veg með kostnaðarsamt starf af því tagi ef annað eldgos eyðileggur það svo að það er unnið fyrir gýg og fjármunum og fyrirhöfn eytt til ónýtis. 

Það gæti dregist í allt að eitt til tvö ár að vísindamenn gætu gefið út tilkynningu um goslok og grænt ljós. 

Þjóðin var stórhuga varðandi gosið í Vestmannaeyjum og bætti Eyjamönnum tjónið. 

Nú þarf að sýna sama stórhug og það á að vera hægt, þrátt fyrir kreppuna, einfaldlega með því að efla Viðlagasjóð svo að hægt verði að bæta Eyfellingum allt tekjutap að fullu þangað til séð er fyrir endann á hamförum Eyjafjallajökuls og Kötlu. 

Þá þarf þjóðin öll að hjálpast að við það að hefja markvisst og öruggt endurreisnarstarf líkt og gert var í Eyjum. 


mbl.is „Fólk er farið að sjá sólina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bændur sem verða fyrir búsifjum gætu fengið td jarðir útrásarvíkinga...

Óskar Þorkelsson, 22.4.2010 kl. 08:26

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er sammála því að öll íslenska þjóðin verður að standa saman í þessum slag við náttúruna og gera það um leið og rétti tíminn er til þess. Ég held það sé 100% öruggt. Hins vegar væri fróðlegt að vita hvar okkar afdankaðir stjórnmálamenn geyma þennan viðlagasjóð - er hann kannski bara í formi erlendra skuldabréfa?

Ps. flottar myndir og útskýringar á gosinu hjá þér Ómar!

Sumarliði Einar Daðason, 22.4.2010 kl. 10:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eyfellingar fá bætur úr Viðlagatryggingu Íslands og Bjargráðasjóði og tjón þeirra er nú smámunir miðað við tjónið sem varð vegna gossins í Vestmannaeyjum árið 1973, sem var um 30 milljarðar króna á núvirði, 60 prómill af vergri landsframleiðslu, og var bætt bæði af Íslendingum og útlendingum.

Tjón vegna náttúruhamfara hérlendis


"Af 1.345 íbúðarhúsum [í Vestmannaeyjum] grófust nær 400 hús undir ösku og hraun en önnur 400 skemmdust að meira eða minna leyti."

"Viðlagatrygging bætir tjón af völdum flóða og eldgosa. Bændur sem orðið hafa fyrir tjóni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og flóðanna í Markarfljóti og Svaðbælisá geta því leitað til Viðlagatryggingar."

Viðlagatrygging Íslands bætir tjón vegna flóða og eldgosa


Viðlagatrygging bætir hins vegar ekki tjón á túnum eða ræktuðu landi, að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands.

"Viðlagatrygging fylgir brunatryggingu húseigna sem er lögbundin skyldutrygging eins og viðlagatrygging."

Bjargráðasjóður
bætir hins vegar tiltekin tjón af völdum náttúruhamfara, til dæmis "á girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði og heyi sem notað er við landbúnaðarframleiðslu".

Viðlagatrygging Íslands - Hvaða tjón er bætt?


Bjargráðasjóður - Hvaða tjón er bætt?


Lög um Bjargráðasjóð nr. 49/2009


Og að sjálfsögðu fer eftir mörgum þáttum, til dæmis vindáttum, hversu mikil áhrif næsta Kötlugos hefur hérlendis og í öðrum Evrópulöndum.

Tíminn - Áskorun um að bæta tjón vegna Kötlugossins árið 1918


Kötlugos - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 22.4.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband