Askan sem lokað getur flugvöllum.

p1011426.jpg

Ég ók austur að Rangá í kvöld og rétt fyrir sólarlag sviptist skýjahula, sem verið hefur yfir Eyjafjallajökli, af jöklinum sem varð alheiður.

Þá sást hvernig gosmökkurinn stendur upp úr gígnum og er ljósgrár upp í um ca 12-16 þúsund feta hæð, en þar aðskilst frá honum dökkur öskumökkur sem leggur til suðurs, - til hægri á myndinni.

Sá mökkur er óþverrinn sem spáð er að leggist til vesturs í fyrramálið og og á morgun og loki flugvöllunum í Keflavík og jafnvel Reykjavík.  p1011428.jpg

Af og til koma svartir strókar upp úr gígnum og blanda þeir ösku inn í gufumökkinn. 

Á efri myndinni má greina svartan hluta hans neðst til vinstri í mekkinum og í myndinni þar fyrir neðan er hann farinn að belgja sig út.

 

 


mbl.is Flogið á Akureyri og Egilsstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Konan mín ók með börnin okkar tvö til Reykjavíkur, seinnipartinn í dag.

Ég beið eftir þeim í "borginni sem mig ól", eins og Megas orðaði það í textanum hér um árið.

Þau vilja ólm aka sömu leið til baka.

Ég syng; "Ek ég um á Lettanum, og læt mér líða vel".

Ég var að kaupa nýjan bíl fyrir leigubílaaksturinn á Reyðarfirði, Chevrolet Tosca.

Mér líst ágætlega á gripinn. Ég keypti hann óséðann.... þ.e. ég keypti hann án þess að hafa séð hann nema á mynd. Ég fékk ágæta tilfinningu fyrir bílnum í gegnum myndirnar og aðrar upplýsingar sem fáanlegar eru á netinu. Og vitandi það að þetta væri "nánast" Opel Vectra, skemmdi ekkert fyrir í mínum huga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 02:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óséðan keypti leigarann Letta,
og leist nú bara vel á allt þetta,
úr öskunni kom í eldinn á Vectra,
og undir húddinu Carmen Electra.

Þorsteinn Briem, 23.4.2010 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband