"Einu sinni, einu sinni enn..."

Ofangreind orð urðu að tákni fyrir eitt lagið, sem við Íslendingar sendum í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu og hlaut lítinn hljómgrunn í keppninni, því miður. 

Þau virðast nú vera orðin að áhrínsorðum um samgöngubætur á Vestfjörðum sem hafa verið á röngum stað í forgangsröðun hér á landi í áratugi sem og forgangsröðun um framkvæmdir innan fjórðungsins.

Í kjölfar þeirra mistaka, sem gerð voru fyrir 40 árum þegar ákveðið var að tenging Vesfjarða suður og norður yrði um Steingrímsfjarðarheiði en ekki suður um Breiðafjörð, hafa afleiðingarnar lýst sér í því að Vestfirðir eru eini landshlutinn sem ekki hefur alþjóðflugvöll eða flugvöll sem hægt er að nota á nóttu sem degi. 

Ofan á það bætist að ófært skuli á veturna milli sunnaverðra og vestanverðra Vestfjarða og að fólkið vestra skuli þurfa að hlíta því að vera algerlega lokað frá öðrum landshlutum á landi og í lofti dögum saman á veturna þegar illa viðrar. 

21. öldin er ekki enn runnin upp í samgöngum Vestfirðinga.  Þeir búa við verri kjör en aðrir landshlutar bjuggu við fyrir hálfri öld. 


mbl.is „Ólýsanleg vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvar ætti alþjóðlegur flugvöllur að vera þarna fyrir vestan?

Hefurðu reiknað út hvað svona pakki myndi kosta... stofnkostnaður plús rekstur?

Hefur verið gerð rekstaráætlun fyrir svona flugvöll á Vestfjörðum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 12:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er mjög brýnt að "innkalla" hér alla aflakvóta frá útgerðarmönnum og að ríkið noti féð sem fæst við árlega sölu kvótans til samgöngubóta um allt land. Slíkt kemur öllum landsmönnum til góða, þar á meðal útgerðinni og ferðaþjónustunni.

Öll ríki, bæir og þorp byggjast á viðskiptum og þau byggjast á samgöngum. Því betri samgöngur um allt land, því meiri viðskipti og tekjur á öllu landinu.

Fiskur er fluttur í stórum stíl á milli allra landshluta, þessir fiskflutningar valda miklu sliti á vegum alls landsins og útgerðin á stóran hluta í fiskvinnslunni.

Og það er sjálfsagt mál að halda hér þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótann, þess vegna strax á þessu ári, enda á þjóðin, íslenska ríkið, allan óveiddan fisk á Íslandsmiðum, samkvæmt lögum. Og sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, úthlutar honum árlega til útgerðarmanna.

Þorsteinn Briem, 22.4.2010 kl. 14:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er hægt að gera eins stóran flugvöll og menn vilja við Haga á Barðaströnd sem gæti verið opinn alla þá daga í norðanátt sem ófært er á aðra flugvelli á norðanverðu landinu.

Ef greiðar samgöngur eru á landi væri aðeins rúmlega klukkustundar akstur til Ísafjarðar.

Sá völlur gæti verið upplýstur og því opinn allan sólarhringinn í stað þess að Ísafjarðarflugvöllur er aðeins opinn í örfáar klukkustundir á degi hverjum á veturna en lokaður í 20 klukkstundir þótt veður skáni þeim hluta sólarhringsins.

Tómt mál er að tala um flugvöll þarna ef samgöngumátinn á landi er sá sami og var fyrir hálfri öld.

Þótt ég nefni að Vestfirðir séu eini landshlutinn sem ekki er með alþjóðlegan flugvöll er ég ekki að heimta að stórflugvöllur sé gerður þar, þótt Gunnar virðist halda það.

Gerð 1200 metra flugbrautar við Haga ætti ekki að verða ofvaxin þjóðfélaginu sem hefur gert fjóra mun stærri flugvelli á svæðinu Sauðárkrókur-Egilsstaðir.

Mér sýnist ekki vera mikill rekstrargrundvöllur fyrir vellina á Sauðárkróki og við Húsavík en samt eru þeir ekki lagðir niður.

Ómar Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 15:32

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta var að mínu mati fallegasta lag sem við höfum sent á þessa ómerkilegu keppni.

En það er annað mál að Vestfirðir hafa alltaf verið útundan hvað vegaframkvæmdir snerta. En þarna er núna með minnsta atvinnuleysi á landinu. Góðæri hvað? 

Úrsúla Jünemann, 22.4.2010 kl. 18:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörg hundruð Pólverjar hafa haldið fiskvinnslunni á Vestfjörðum gangandi mörg undanfarin ár, eins og þúsundir þeirra hafa gert annars staðar á landinu.

Þorsteinn Briem, 22.4.2010 kl. 18:12

6 identicon

Hjartanlega sammála þessu, en auk þess vildi ég bæta við að stórkostlegt slys átti sér stað þegar menn hættu við áform um að gera jarðgöng undir Dalafjall (Bröttubrekku).

En það virðist vera einróma álit ráðamanna í landinu að friða ætti alla Vestfirðina - ekki vegna náttúruverndar heldur aðalega vegna þess að það er svo "dýrt" að halda úti byggð fyrir rúmlega sjö þúsund manns.

Það sést kanski best á því að innan tíðar verður þetta svæði nánast allt sameinað í einhverjum pólitískum "hagræðingarleik" en raunverulegur tilgangur er auðvitað að fækka fólki í hinum dreyfðu byggðum landsins. Enda er það niðurstaða allra "hagræðinga" hingað til. Þjónustan minnkar við fámennarasvæðið og fólk neyðist til að flytja, nema örfáir sérvitringar sem talað er um eins og fávita fyrir það eitt að vilja ekki búa í "menningunni"

Ég læt þetta nægja af útblæstri í þetta skiptið.

kv, af ströndum.

valgeir guðmundsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 20:11

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er hræddur um að "alþjóðlegur" flugvöllur á Barðaströnd, muni sýna mun verri afkomutölur en flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum.

Egilsstaðir nutu auðvitað góðs af tímabundnum umsvifum vegna Kárahnjúka og byggingu bandaríska verktakafyrirtækisins Bechtel, á álveri Acoa í Reyðarfirði. Flugvöllurinn hefur ennfremur sannað sig sem öryggisflugvöllur í þríhyrningnum: Reykjavík/Keflavík - Akureyri - Egilsstaðir.

Nýtingin á "Barðastrandaflugvelli", verður harla lítil ef ófært er um Vestfirði, eins og all oft gerist að vetrarlagi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 20:26

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið var nú gaman að sjá í Sjónvarpinu í gærkveldi Beinn hlekkur á skrá Stiklur - Eyðibyggð.

Þorsteinn Briem, 23.4.2010 kl. 07:37

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilegt sumar!

Þorsteinn Briem, 23.4.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband