Að éta kökuna en eiga hana samt áfram.

Ofangreint máltæki virðist eiga einkar vel við okkur Íslendinga oft á tíðum.

Það nýjasta er að jafnframt því sem við höldum áfram að auglýsa Ísland sem eitt virkasta eldfjallaland heims þar sem landið er í sífelldri og stórfelldri sköpun eldvirkninnar svo að annað eins er ekki að finna á jarðríki, eigum við líka að koma í veg fyrir að það spyrjist út að hér gjósi eldfjöll.

Á sínum tíma þótti þorra Íslendinga það hin mesta óhæfa að nokkur skyldi efast um að hið glæsilega fjármálakerfi okkar væri neitt annað en pottþétt og maður getur svona rétt ímyndað sér hvað hefði gerst ef forsetinn hefði vogað sér að taka undir með þeim mönnum innlendum og erlendum, sem talir voru úrtölumenn og öfundarmenn sem þyrftu að fara í endurmenntun. 

Ég skil þá gagnrýni á framsetningu hans, sem hann hafði í fyrsta viðtalinu, en ekki gagnrýnina á það sem hann sagði í viðtalinu á bandarísku sjónvarpsstöðinni, þar sem hann eydd mestöllu viðtalinu í að benda á að eldgosið hefði haft meiri áhrif á ferðir erlendis en á Íslandi og að enginn vissi nú, fremur en endranær, hvenær hvert eldfjall um sig, Katla eða önnur, gysu. 

Ég sé á blogginu gagnrýni á það að vísindamenn skuli telja líklegt að næstu 60 árin verði allt að 20 eldgos á Íslandi og gagnrýni á það að sagt sé að Katla geti gosið eftir 5 ár, 15 ár, 25 ár eða enn lengri tíma. 

Sagt er að spáin um fleiri eldgos á 21. öldinni en þeirri 20. sé aðeins spá og að enginn viti fyrir víst hvort nokkurt hinna spáðu eldgosa komi. 

Þetta gengur ekki upp. Meginlandsflekar Ameríku og Evrópu hætta ekkert að færast frá hvor öðrum nú frekar en í milljónir ára og á meðan þetta landrek er í gangi munu verða 20-25 eldgos á hverri öld rétt eins og hefur verið svo langt sem menn geta rakið aftur í tímann. 

Í áratugi hefur sá viðbúnaður við Kötlugosi sem hafður hefur verið í gangi ekki verið út í bláinn. 

Menn segja að stundum hætti eldfjöll að gjósa og þess vegna gæti Katla tekið upp á að hætta alveg að gjósa. 

Þá gleyma menn að hin eldfjöllin hætta því ekki og að ef Hekla eða eitthvert annað eldfjall gysi svipuðu gosi og Heklugosið var 1947, yrði stórfell röskun á flugi í Evrópu. 

1947 voru hins vegar í notkun bulluhreyflar í flugvélum sem voru þar að auki hægfleygar og fáar. 

Stórkostlegasta aðdráttarafl Íslands felst í hinni einstæðu náttúru og samspili elds og íss, sem á sér engan keppinaut í heiminum og gefur því frábæra möguleika á að laða hingað gríðarstóran og vaxandi markhóp ferðamanna, sem vilja upplifa þessa miklu sköpunarkrafta. 

Það er ekki bæði haft að hafa þá og auglýsa í öðru orðinu og afneita þeim í hinu orðinu. Með réttum og tæmandi upplýsingum er hægt að sýna fram á að það er nákvæmlega ekkert varasamara að ferðast til Íslands núna en alltaf hefur verið og jafnvel öruggara að komast leiðar sinnar hér en í sunnanverðri Evrópu eins og nýjasta dæmi hefur sannað. 

Mjög margir telja að hægt sé að virkja allar orkulindir Íslands og um leið að viðhalda helsta aðdráttarafli landsins sem er ósnortin og sívirk náttúra. Bæði éta kökuna og eiga hana áfram. 

Þeir halda því fram að virkjanir fari vel inni á friðuðum svæðum og hægt sé að auglýsa Dettifoss sem aflmesta foss Evrópu eftir að hann hefur verið virkjaður svo að afl hans verði aðeins hluti þess sem það var.

Áráttan til afneitunar og þöggunar virðist síst hafa minnkað við hrunið heldur hafa færst inn á ný svið.   


mbl.is Forsetinn sniðgekk tilmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þennan góða pistil Ómar, ég er þér algerlega sammála.

Óskar Þorkelsson, 29.4.2010 kl. 17:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flottur pistill.... þangað virkjanaþráhyggjan í þér eyðilagði hann

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 17:35

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

,,Með réttum og tæmandi upplýsingum er hægt að sýna fram á að það er nákvæmlega ekkert varasamara að ferðast til Íslands núna en alltaf hefur verið"   -  Laukrétt  Ómar. En það var nú  aldeilis ekki hljómurinn í bulli forsetans. Hljómaði bara eins og hræðsluáróður og ekkert annað. Vona að fólk hafi horft á Magnús Tuma í Kastljósinu í gærkvöldi.  Það var góð og upplýsandi umræða þar sem hann endaði á því að segja að það þýddi ekkert að vera að mála skrattann á vegginn. Ef og þegar Katla gysi yrði bara tekist á við það enda allir vel í stakk búnir til þess eftir því sem hægt er.

Þórir Kjartansson, 29.4.2010 kl. 17:53

4 identicon

Góðir punktar Ómar.

Ef við berum saman Ísland og Sikiley þá má sjá hve umræðan hér er á miklum villigötum. Á Sikiley er eins og margir vita eitt virkasta eldfjall í heimi, Etna. Íbúar eyjarinnar sem eru rétt um 5 milljónir búa í mikilli nálægð við hættuna af fjallinu enda er eyjan ekki nema 28 þús. ferkílómetrar af stærð, sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Sicily . Etna gýs nánast stöðugt en þrátt fyrir það (og líklega af þeim ástæðum) koma meira en 4 milljónir ferðamanna til Sikileyjar á ári hverju. Góð markaðssetning og góð þjónusta ásamt skipulagi sem tryggir öryggi fólks gerir svæðið spennandi og eftirsóttan áfangastað. Nákvæmlega það eiga íslendingar að gera, hætta barlóm og niðurrifsstarfsemi og nýta þá sérstöðu sem okkar eigið land hefur. Ekki veitir okkur nú af auðfengnum tekjunum.  

Kveðja,

Jóhann F. Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinsælustu ferðamannastaðirnir hér eru í þjóðgörðum á eldvirkum svæðum en þau eru um þriðjungur af flatarmáli Íslands.

Jökulsárgljúfur
, Dettifoss, Hljóðaklettar og Ásbyrgi eru nú í Vatnajökulsþjóðgarði.

Þjóðgarður norðan Vatnajökuls - Áhrif á ferðaþjónustu

Gosbeltin á Íslandi - Sjá bls. 15


Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs - Sjá kort af þjóðgarðinum


Lög um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007


Lög um verndun Mývatns og Laxár. 97/2004


Lög um þjóðgarðinn á Þingvöllum. nr. 47/2004


Lög um verndun Þingvallavatns nr. 85/2005


Og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður með reglugerð 28. júní 2001.

Þorsteinn Briem, 29.4.2010 kl. 19:05

6 identicon

Gunnar!

Flott svar hjá þér- þangað til virkjanaþráhyggjan í þér eyðilagði það!

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 20:07

7 Smámynd: Heimir Tómasson

"Virkjanaþráhyggjan" svokallaða kemur til af eðlilegum orsökum. Landsvirkjun vill virkja og þeir valta yfir alla sem eru á móti þeim eða neita að spila með. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða. Landsvirkjun er nefnilega á sama siðferðisplani og bankarnir.

Heimir Tómasson, 29.4.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband