Réði Eyjafjallajökull úrslitum?

Ofangreind spurning er að vísu sett fram án þess að hægt sé að svara henni. Þó er ljóst að herslumuninn vantaði fyrir Barcelona að komast áfram því að ef úrslitin á ítalíu hefðu verið 2:1 en ekki 3:1 hefði Barcelona komist áfram á markinu, sem skorað var á útivelli.

Þegar íþróttamenn eru komnir í hæsta gæðaflokk skipta hundruðustu hlutar úr sekúndu og ótal smáatriði skipta miklu máli þegar munur hinna bestu er lítill. 

Það er talsverður munur á því að hólkast 1000 kílómetra í rútu eða fljúga í einn og hálfan tíma. 

Eyjafjallajökull sá fyrir því að þetta gerðist þegar leikmenn Börsunga fóru til Ítalíu. Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið. Eyjafjallajökull er að vísu 1666 metra hár en engu að síður í á þriðja þúsund kílómetra fjarlægð frá flugleiðinni milli Spánar og Ítalíu. 


mbl.is Inter sló Evrópumeistarana úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ég held að rútuferðin hafi engu máli skipt, enda engar slorrútur sem þessir menn ferðast um með. Lazy-boy stólar og annað þvíumlíkt sett undir þá.

Hamarinn, 28.4.2010 kl. 23:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei Ómar minn, Það var Allah sem stjórnaði því http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/#entry-1048789

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.4.2010 kl. 10:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Although the sun is far away,
sometimes we have a sunny day,
but mostly cloudy,
except in Saudi,
and our president is always grey.

Þorsteinn Briem, 29.4.2010 kl. 11:43

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

kommon Ómar!!! Börsungar hittu tvisvar á markið í öllum leiknum!!! Þeir voru samt með boltann 70% leiktímans.

:)

Birgir Þór Bragason, 29.4.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband