Yndisleg frétt.

Fyrir 40 árum þegar ég var íþróttafréttamaður Sjónvarpsins kynntist ég þeim brautryðjendum í körfuknattleik í Stykkishólmi sem hafa þurft að bíða í öll þessi ár eftir því að stóri draumurinn rættist og sumir hafa ekki lifað þennan þráða dag.

Mikið óskaplega gleður það mig því að þessi draumur hafi nú verið uppfylltur jafn glæsilega og raun ber vitni. 

Þess utan er þetta þeim mun gleðilegra að körfuknattleikurinn skuli hafa náð jafn góðri fótfestu á landsbyggðinni og raun ber vitni.

Það er erfitt að finna skýringu á því en einhvern veginn virðist þessi íþrótt eiga vel við í dreifbýlinu og betur en flestar aðrar. 

Sigur Snæfells nú minnir á það þegar Skagamenn komu, sáu og sigruðu í vinsælustu boltaíþróttinni, knattspyrnunni fyrir sextíu árum með gullaldarliði sínu sem hrifu jafnvel Framarann mig svo mjög að úr varð textinn "Skagamenn skoruðu mörkin". 

Til hamingju, Hólmarar! 


mbl.is Titillinn í Stykkishólm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var landsbyggðasigur.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 00:35

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, gat ekki orðið annað eða hvað?

Ómar Ragnarsson, 30.4.2010 kl. 00:43

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í flokkaíþróttum þar sem leikmenn eru fáir, hafa 2-3 aðkeyptir leikmenn miklu meiri áhrif á getu liðsins og árangur. Auk þess er aðstöðumunurinn til æfinga og keppni í körfubolta mun minni í  "inni íþróttunum" en t.d. í knattspyrnu.

Í Hólminum er nú þegar komin nokkur hefð fyrir körfubolta og sennilega tekur hann til sín obban af þeim ungmennum sem á annað borð hafa áhuga á að æfa og keppa í íþróttum.

En það breytir því samt ekki að þetta er stórkostlegur árangur hjá svona "litlu" liði, frá ekki stærra bæjarfélagi. Ég segi stundum "mínum bæ", en ég bjó í Hólminum 1966-69.

Til hamingju Hólmarar!

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 00:48

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Stykkishólmur er fallegur bær.  Óska þeim til hamingju með titilinn.

Guðmundur Pétursson, 30.4.2010 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband