30.4.2010 | 22:43
Hvað næst? Kirkjurnar?
Atburðirnir í dómssalnum í dag eru hryggilegir og lítt skiljanlegir. Sagt er að menn hafi neitað að sitja að skipun lögreglu.
Dómssalir og kirkjur hafa hingað til verið friðhelgir staðir. Það kemur oft fyrir að margt fólk er við messu og í þessu tilfelli voru eitthvað fleiri í dómssal en gátu setið. Allt fór fram með friði og spekt að því er vitni bera. Þá ryðst lögregla inn og skipar tveimur mönnum, sem standa, að sitja.
Sjáið þið fyrir ykkur að rétt áður en fjölmenn messa hefjist ryðjist lögregla inn og skipi öllum að sitja, ellegar skuli þeir fjarlægðir með valdi?
Ég verð bara að segja að maður er kjaftstopp við að heyra þetta.
Lögreglan hafði áunnið sér ákveðna virðingu fyrir það hvernig hún stóðst álagið þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst en nú er manni brugðið við að heyra þessi tíðindi.
Þetta kallar á rannsókn, því að þetta má ekki gerast.
Ég hef áður andmælt því að mótmælendur virði ekki friðhelgi heimila þeirra sem þeir telja sig eiga sitthvað vantalað við.
Friðhelgi kirkna, dómsala og heimila á að virða. Annað er ekki sæmandi.
Þinghald undir lögreglustjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, "allir" vita hvernig þetta gekk fyrir sig. 24 manna hópurinn var búinn að skipuleggja þetta fyrir löngu síðan. Og þetta var komið á netið "áður" en það skeði. Lesi hver með sínum augum!
Eyjólfur Jónsson, 30.4.2010 kl. 22:50
Friðhelgi dómssala er prinsipmál og það sem þó segir, Eyjólfur, styður það sem ég er að fara fram á: rannsókn á þessu máli.
Ómar Ragnarsson, 1.5.2010 kl. 00:00
Eyjólfur, ertu að reyna að halda því fram að þeir sem ætluðu að vera vitni að réttarhaldinu hafi skipulagt það að löggan var þarna með fullskipað lið og að dómarinn kallaði hana til að ástæðulausu? Ef að fleiri eru eins og þú þá er ekki nema von að landið sé illa statt.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 00:37
Ómar: Það er ekkert nýmæli að lögregla og/eða fangaverðir séu viðstaddir réttarhöld, t.d. þegar réttað er yfir ofbeldismönnum oþh.
Arngrímur (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 01:29
Þarna voru ekki ofbeldismenn sem var verið að rétta yfir ef þeir eru kallaðir ofbeldismenn hvað eru þá þeir sem komu okkur í fjárhagslega glötun á kostað almennings?
Lögregla sýndi valdníðslu það er ekki gott!
Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 02:18
Hvað ef 2000 menn og konur hefðu viljað vera viðstödd í þessum litla dómssal? Hvar á að draga mörkin? Tveir eða hundrað, fimm eða þúsund umfram það sem dómssalurinn tekur í sæti? Tólf í hverjum stól? Lögreglan sýnir ekki meiri valdnýðslu en henni er skipað og það er grátlegt ef allt er hér að falla aftur í sama aumkunnarverða hjarðeðlispyttinn og þegar lögreglumenn landsins voru gerðir að blórabögglum hrunsins og svívirtir með skrílslátum og árásum fólks sem virti hvorki lög né reglur, haustð 2008. Þvílík andskotans hræsni, sem komin er heilan hring, en varla við öðru að búast frá þjóð sem virðist líða best, er hún er bæld sem mest. Haltu þig við nátturuöflin Ómar og hóflega pólitík. Ekki hoppa á svona dellu eins og himinn og jörð séu að farast. Það fer þér ekki vel. Það gæti nefnilega komið að því að ef einhverjum líkaði ekki við það sem þú ert að gera, tæki sá hinn sami sér það vald að stjórna þér, eða jafnvel berja, í nafni einhvers andskotans sem bara hann teldi rétt og skipti þá engum sköpum hvað landslög, reglur eða almennt siðferði segðu. Lög og reglur, eru lög og reglur og þeir sem ekki geta farið eftir þeim, eru lögbrjótar og eiga að vera meðhöndlaðir sem slíkir. Eins og allir vita, eiga lögbrjótar að hljóta tilhlýðilega refsingu samkvæmt LÖGUM OG REGLUM, EN EKKI SJÁLFSKIPUÐUM DÓMSTÓLUM GÖTUNNAR. Gildir þar einu um, hvort um er að ræða mótmælendur, stjónmálamenn eða útrásar"sýkinga".
Halldór Egill Guðnason, 1.5.2010 kl. 03:04
Ragnar Aðalsteinsson er heimild fréttarinnar. Var hann þó ekki á staðnum þegar á reyndi. Heyrði þetta af afspurn.
En ekki trúa mér, skoðið sjálf:
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=63fee838-8d14-40d4-bbc8-ff1566243b52&mediaClipID=420725e0-6234-4053-8467-7af5400526db
"Stígðu létt til fótar..." segir kínverskt spakmæli.
Sé nákvæmlega ekkert athugavert við framgöngu embættismanna í þessu máli.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 03:36
Ég fær ekki betur séð af þeim vitnisburðum, sem liggja fyrir, en að að lögregla hafi ruðst inn í dómssalinn ÁÐUR en réttarhaldið byrjaði.
Ómar Ragnarsson, 1.5.2010 kl. 10:08
Fengið að láni:
Úr umræðu héðan: http://blog.eyjan.is/freedomfries/2010/04/30/adfor-logreglu-spillir-rettarholdum/
,,Skv. 70. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nýtur rétturinn til aðgangs að opnum dómþingum verndar. Plássleysi er ekki marktæk afsökun fyrir broti á þessu ákvæði og sérstaklega ekki í þessu tilfelli enda fór fram friðsamlegt réttarhald í sama sal 9. apríl með 60 gestum. Einnig þá komust færri að en vildu.
Um réttindi til aðgangs að opnu dómþingi er m.a. fjallað grein 6.2. í þessu áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna (ég vek sérstaklega athygli á síðustu málsgreininni):
„The Committee observes that courts must make information on time and venue of the oral hearings available to the public and provide for adequate facilities for the attendance of interested members of the public, within reasonable limits, taking into account, e.g., the potential public interest in the case, the duration of the oral hearing and the time the formal request for publicity has been made. Failure of the court to make large courtrooms available does not constitute a violation of the right to a public hearing, if in fact no interested member of the public is barred from attending an oral hearing.“
Geðþótti taugaveiklaðs dómara virðist hér hafa ráðið ferðinni.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 12:46
Ég er sammála þér Ómar Ragnarsson, svona framferði gengur ekki, nú var ég ekki þarna en ég les algjörlega það sama út úr fréttum og viðtölum og þú. Í sjónvarpsfréttum sá maður fólk koma grátandi út úr dómssal vegna óréttlætinu sem því var sínt, eru yfirvöld að fara fram á alvöru mótmæli hér á landi þá eru þau ekki öfundsverð.
Eyjólfur G Svavarsson, 1.5.2010 kl. 14:46
Ybbar gogg; ég var aftur á móti sitjandi í salnum allan tímann, Ragnar var á leið inn þegar lögreglan beitti ofbeldi til að handtaka mann sem gaf ekkert tilefni til nema að neita að fara út (hann hafði stjórnarskrárbundinn rétt til að vera viðstaddur réttarhöldin)
Þannig að Ragnar sá þegar löggan dró tvo menn út með látum og ofbeldi (hinn var handtekinn af því að hann reyndi að halda í fyrri manninn til að hjálpa honum að streitast á móti handtökunni)
Hef ekki séð Ragnar segja neitt í kastljósi né fréttum sem er rangt (samkv því sem ég sá og heyrði sjálfur)
Ómar; "Ég fær ekki betur séð af þeim vitnisburðum, sem liggja fyrir, en að að lögregla hafi ruðst inn í dómssalinn ÁÐUR en réttarhaldið byrjaði. "
það er rétt, það var líka allt með frið og spekt þegar þeir komu inn og handtóku tvo menn með ofbeldi gagnvart þeim og fólkinu í kring sem stóð bara eða sat og gaf ekkert tilefni til.
http://blog.eyjan.is/freedomfries/2010/04/30/adfor-logreglu-spillir-rettarholdum/
Þetta er mjög fín lýsing á því sem átti sér stað.
(Annars var maðurinn sem þingverðir báðu lögreglu um að fjarlægja með frekar mikla stæla þarna nokkrum mínútum áður, hávær, aggressívur og reifst mikið við þingverði um þetta "bara 25 manns í salnum" dæmi, - Allavega skil ég alveg að þeir hafi viljað losna við hann, þó hann hafi haft rétt fyrir sér)
En hann truflaði réttinn ekkert þar sem hann hafði ekki verið settur, dómarinn ekki einu sinni í salnum, og braut engin lög.
Andri Reynir Einarsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.