Gat það líka 1947 og 1970.

Í Heklugosinu 1947 féll aska frá gosinu í Skotlandi. Það kom ekki að sök af tvennum ástæðum. p1011398_987059.jpg

1. Flug var aðeins brot af því sem það er nú.

2. Bulluhreyflar, knúnir bensíni, knúðu flugvélar þess tíma. Skrúfuþotuhreyflar og þotuhreyflar eru miklu viðkvæmari fyrir ösku.

Í Heklugosinu 1970 féll talsverð aska frá fjallinu til norðvesturs og gerði hlíðar Víðidalsfjalls í Húnavatnssýslu svart og olli þar búsifjum. 

Vegna vindáttarinnar varð þá engin röskun á flugi. 

Ég flaug yfir Eyjafjallajökul í gærkvöldi og vissulega er mökkurinn svartur. 

Í gildi eru takmarkanir á flugi á ákveðnu svæði fyrir flugvélar og þyrlur knúnar skrúfþotuhreyflum. 

Engar takmarkanir eru fyrir sjónflug á bulluhreyflavélum en flugmenn bera að sjálfsögðu ábyrgð á því að forðast það að fljúga inn í það mikla ösku að hún geti skemmt framrúður og þá fleti vélarinnar sem askan bylur á við flug. 

Að sjálfsögðu flýgur enginn inn í slíkt heldur gætir þess að vera áveðurs. Í fluginu nú sem endranær reyni ég að nýta mér 22ja gosa reynslu við slíkt flug. 

Það var aðeins í Eyjagosinu 1973 sem vélin mín skemmdist á jörðu niðri vegna þess að hún stóð á flugvellinum í Eyjum fyrstu nóttina, -  ekki var hægt að fljúga í burtu, og gjósandi gígarnir í nokkur hundruð metra fjarlægð.

Flugvélin var flughæf eftir þetta en ég varð að skipta um framrúðu og sprauta hana.

Síðan eru liðin 37 ár og 20 gos án skemmda.   p1011398_987048.jpg


mbl.is Askan getur enn truflað flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Blessaður og Flott Ómar ! Þetta hefur þú þekkingu á :) 

En ég var að lesa athyglisverða grein um þessi mál í Fædrelamdsvennenn, sem er svona svæðisblað fyrir Suður Noreg, gefið út í Kristiansand í samvinnu við Aftenposten, þar kemur fram m.a. að flugmálayfirvöld í Evrópu hafa beðið hina ýmsu flughreyflaframleiðendur og ítrekuðu núna í þessu öskufalli, hversu mikið og hversu þétta ösku hreyflarnir þola, en var víst fátt um svör.

En þetta er þá einmitt meðal annara ráðstafana sem gera þarf fyrir næsta gos, og er víst í gangi nú þegar, bara kaupa ösku frá Íslandi og kjeyra í gegn um hina ýmsu hreyfla (á jörðu niðri :)) meðfram auðvitað betri tækni við mælingar á öskunni.

Jafnframt fékk ég þarna staðfest það sem mig grunaði/vissi að "þéttleiki" umferðar yfir Evrópu er svo mikill, miðað við t.d.Ameríku, að það gerir þetta erfiðara, í Ameríku/Alaska t.d. er venjulega meira loftrými upp á að hlaupa við að sveigja flugumferðinni framhjá gosöku.

En ef þú vilt kíkja Ómar þá er slóði á greinina HÉR bara "fletta" á næstu síðu til sjá framhaldið.

Góðar stundir og "Fly Safe"

Kristján Hilmarsson, 2.5.2010 kl. 13:50

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

So sorry ! þessi síða hjá Fædrelandsvennen krefst skráningar, svosem ekkert mál, frítt og einfalt, en "Móðurblaðið" Aftenposten er með þetta líka í fullu aðgengi án kröfu um skráningu:

HÉR og HÉR

KV.KH

Kristján Hilmarsson, 2.5.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband