Djúpar rætur mótmæla.

Á yfirborðinu virðist ekki rökrétt hjá Grikkjum að mótmæla niðurskurði í ríkisrekstrinum í landinu.

Því að hinn valkosturinn er sá að ríkið verði gjaldþrota og varla getur það verið betra. 

Það verður hins vegar að skyggnast aðeins dýpra í málið til að sjá að í raun er verið að mótmæla svipuð og hefur verið uppi á teningnum hér á landi, hinni skaðvænlegu og eitruðu blöndu sem viðskipti og stjórnmál skapa. 

Fólkið verður að finna farveg fyrir andmæli sín. Reiðin og óánægjan eru slík að það er gripið sem hendi er næst. Hið "órökrétta" andóf Grikkja er hliðstæða þess að Besti flokkur Jóns Gnarr hefur jafn mikið fylgi  fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú og "stóru" flokkarnir höfðu áður.

Bæði grískir og íslenskir stjórnmálamenn verða að láta sér skiljast hvílíkt vantraust felst í því sem þjóðir þeirra eru að gera, hvor á sinn hátt.  


mbl.is Grísk stjórnvöld samþykkja áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband