Óttablandin ást.

Ég var fyrst sendur í sveit fimm ára gamall að Hólmaseli í Flóa, sem stendur á vesturbakka árinnar.

Út um stofuglugganna heima hér í Stórholtinu hafði Esjan blasað við út um stofu/svefnherbergisgluggann, því að foreldrar mínir leigðu út öll herbergi hæðarinnar og rissins nema þetta eina þar sem við, sex manna fjölskyldan, voru. 

En frá Hólmaseli blasti miklu flottara fjall við á austurbakka árinnar, en mér sem barni sýndist hann standa þar í allri sinni stórkostlegu tign og fegurð, baðaður kvöldsól á kyrrum og björtum sumarkvöldum. 

Mér fannst þetta fjall svo miklu flottara en Esjan og hafði orð á því. Fólkið á bænum útskýrði það þannig að þetta væri eldfjall sem væri með gíg á toppinum sem spúði eldi upp í loftið og glóandi hraun rynnu út frá því . 

Ég átti erfitt með að skilja það af hverju það væri svona hvítt en var þá sagt að enda þótt fjallið væri fullt af eldi væri svo kalt þar uppi að þetta væru ís og snjór. Samt gæti komið aska upp úr fjallinu sem gæti borist um allt og gert all landið svart. 

Ég fylltist óttablandinni virðingu gagnvart svo óskiljanlegu fyrirbæri sem þó var svona guðdómlega fallegt.

Síðan þá hefur Eyjafjallajökull átt óttablandna ást mína sem hefur skerpst enn frekar síðustu daga við það að gosið er komið í frekar ógnvænlegan fasa.

Ég er enn ekki kominn til Reykjavíkur til þess að setja á þessa bloggsíðu myndir sem ég tók í dag af fólki, sem stóð uppi á Goðasteini, kletti á vesturbrún gígskálar jökulsins með súlur af ösku og glóandi björgum í návígi.

Má sjá á myndunum, einkum þegar þær eru stækkaðar með því að tvísmella á þær,  hvernig svartur jökulllinn milli flugvélarinnnar minnar og fólksins er þakinn gígum eftir glóandi björg sem hafa fallið niður úr mekkinum og gert gíga, allt að tíu metra í þvermál. 

Þetta gerðist á fyrstu dögum gossins þegar það var miklu kröftugra en það hefur verið síðustu daga, enda ekki að sjá að neitt bjarg eða steinn hafi fallið þarna síðustu daga. 

En fróðlegt er að sjá stærðarhlutföllin. 

 

P. S. Kl. 12:00  12. maí. 

Ég hætti við að fara til Reykjavíkur og hef því ekki verið í aðstöðu til að koma myndunum yfir á bloggsíðuna. Vísa til ljósmyndar sem ku vera í Morgunblaðinu í dag og er ein af myndum sem og myndskeiðs, sem Sjónvarpið hefur fengið frá mér.  Bendi síðan á blogg mitt á eyjan.is um "útreiknaða áhættu."

 


mbl.is Gosvirknin helst stöðug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Ómar. Mikið hefur verið ánægjulegt en um leið fróðlegt að fylgjast með þér kanna máttarvöldin. Mér er tjáð að sumar myndir þínar séu með því magnaðasta sem sést hefur.

Á bloggsíðu minni, http://arnthorhelgason.blog.is vakti ég athygli á því um daginn að einhverjir verði að safna vönduðum hljóðsýnum af þessu gosi. Nú þekkir þú fjölmargt fólk sem er alla vega tækjum búið. Væri það ekki verðugt verk að safna hljóðsýnum og gefa út ásamt myndefni? Nú eru hljóðritar og hljóðnemar orðnir svo magnaðir að unnt væri að ná stórkostlegu efni.

Gangi þér allt í haginn.

Arnþór Helgason http://hljod.blog.is

Arnþór Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 21:53

2 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Skoðaðu þetta Arnþór..   Ekkert smá flott myndband !!!

http://www.dv.is/frettir/2010/5/11/magnad-myndband-af-gosinu/

Hrappur Ófeigsson, 11.5.2010 kl. 22:39

3 identicon

„Skoðaðu þetta Arnþór.. Ekkert smá flott myndband !!!“

Hrappur!  Veistu ekki hver Arnþór er?  Eða er þetta bara brandari hjá þér?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Arnþór Helgason

Þakka þér fyrir að bendamér á myndbandið. Ég hafði heyrt um þa og var sá, sem greindi mér frá því, stórhrifinn. Hugsið ykkur hvað þetta hefði verið skemmtilegt ef hljóð hefði fylgt með. Það er þó ekki ævinlega víst að hljóð og mynd eigi vel saman. Ti að mynda yrði gervilegt að setja einhvers konar goshljóð með mynd sem tekin væri úr flugvél.

Ég hvet ykkur til að fara á síðuna

http://hljod.blog.is og husta t.d. á öldugjalfrið þar sem má hyra loftbólurnar springa, eitthvað sem mannlegt eyra greinir ekki en næmir hljóðnemar greina.

Munið eftir að nota heyrnartól eða góða hátalara, loka augunum og láta ímyndunaraflið ráða.

Arnþór Helgason, 12.5.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband