13.5.2010 | 23:55
Kemur ekki á óvart.
Það kemur ekki á óvart fyrir þann sem hefur fylgst með gosinu úr lofti í gærkvöldi, morgun og í kvöld að öskufall sé mikið undir Eyjafjöllum.
Efri myndin er tekin á túninu á Vestri-Garðsauka við Hvolsvöll í kvöld áður en birti til á jöklinum, en á þessu túni eða túninu í landi Lambhaga við Hótel Rangá hef ég verið að vappa á flugvél og bíl að undanförnu og skotist inn á þessum stöðum til að senda myndir eða blogga.
Á ellefta tímanum í gærkvöldi sá ég mikilfenglegustu eldgusuna, sem ég hef séð um langt skeið, koma upp úr gígnum og var einn glóandi klumpurinnn líkast til á stærð við heila íbúðablokk.
Kolsvartur mökkurinn steig hátt upp í kvöld.
Í könnunarferð yfir jökulinn á ellefta tímanum, þegar birti til á honum, sást að aukinn kraftur hefur færst í hraunframleiðsluna með tilheyrandi eldi í gígnum og stóraukinni gufumyndun í hraunrásinni, sem liggur niður um hina mikilfenglegu ísgjá í Gígjökli.
Set hér með eina af myndunum, sem ég ætlaði að hafa með blogginu í fyrradag þegar fólk var uppi við gíginn.
Ef þið stækkið þessa mynd með því að smella tvisvar á hana sjáið þið eins og örlítil korn fólkið, sem gengur eftir klettarimanum Goðasteini andspænis gosinu, og þó sést aðeins allra neðsti hluti gosmakkarins.
Vel sést hvernig öskureyk leggur upp af bjargi sem fellur niður í mekkinum. Skutla kannski fleiri myndum inn við tækifæri.
Í dag hefur þoka legið á jöklinum niður í miðjar hlíðar og lýsingin frá blogginu hér á undan um það að opið hefði átt að vera fyrir ferðalög inn á hann hefði því alls ekki átt við.
Hún átti bara við á miðvikudag, en daginn þar áður lá hins vegar þoka á jöklinum.
Flestir ferðamenn hér dvelja hér í nokkra daga og þess vegna nægir einn góður dagur alveg til þess að gefa fólki kost á að kynnast nánar fyrirbæri, sem hvergi er að sjá í heiminum, svo sem ísgjánni mikilfenglegu, fyrirbæri sem aðeins finnst á Íslandi.
Kolniðamyrkur við jökulinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar það er mikil hætta á ferð þetta gos er undanfari mun stærri hamfara!
Einnig er ég búin að sjá að það kemur gos upp við jökulinn neðanvið keiluna þrýstingurinn að neðan er þvílíkur að það mun eitthvað láta undan.
Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 00:01
Sæll Ómar,
Talandi um að fólk í ferðaþjónustu sé uggandi. Sjáðu þessa frétt hér fyrir neðan sem ég copy-pasteaði af síðu RÚV. Þetter þá væntalega fyrsta frétt af væntalegu upphafi að endalokum flugs á Íslandi amk. meðan gos er í gangi. Guði sé lof fyrir Norrænu segi ekki meira. Skora á alla að nota relgustriku á íslandskortið heima hjá þér og mæla 190 km. út frá Eyjafjallajökli.
Endurskoða reglur um öskufallsflug
Í reglum Bandaríkjamanna er gert ráð fyrir flugbanni á rúmlega 190 kílómetra svæði í kringum öskuský, í stað þess að skilgreina það öskumagn í loftinu sem flugvélum kynni að stafa hætta af. Stór hluti evrópska loftrýmisins lokaðist í sex daga í síðasta mánuði vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli og frekari röskun hefur orðið síðar.
frettir@ruv.is
Jón G Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 00:05
Mæli með rýmingu næst jöklinum strax það er mikill hætta á ferð og eins og gosið hagar sér ætti eingin að reyna að vera nærri þessum hamförum!
Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 00:05
Hvernig veist þú þetta Sigurður minn? þú ert ekki eldfjallafræðingur eða jarðfræðingur.
Þórarinn Baldursson, 14.5.2010 kl. 00:25
Þetta á ekki við um allt flug eins og ég hef marg bent á áður. Skýr mörk eru dregið á milli flugvéla með skrúfþotuhreyfla og þotuhreyfla annars vegar og flugvéla með bulluhreyfla hins vegar.
Askan hefur þetta mikil áhrif nú vegna þess að nær allt áætlunar- og farþegaflug nútímans er með þotum og skrúfuþotum.
Síðan er rétt að benda á að flugbannið er að nær öllu leyti byggt að SPÁM um öskufall sem eru reiknaðar út í tölvulíkönum en EKKI á mælingum, til dæmis hér við land.
Hingað kom mælingaþota í einn dag um daginn og kostaði íslenska ríkið 30 milljón krónur!
Ómar Ragnarsson, 14.5.2010 kl. 00:35
Hér zkrifa bara znillíngar....
Steingrímur Helgason, 14.5.2010 kl. 00:38
Það er mikið hraunrennsli og öskumyndun með eldingum núna í gosinu!
Þórarinn eins og ég hef áður sagt þá hef ég ekki haldbæra skýringu á því hversvegna ég er látinn vita af því sem á eftir að gerast!
Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 00:46
Það vekur athygli mína að enginn af ofangreindum segir orð um veru fólksins þarna uppi á Goðasteini. Hvaða erindi á fólk þarna upp á eftir krosssprungnum jöklinum? Er hægt að ætlast til þess að björgunarsveitir leggi leið sína þarna upp eftir við þessar aðstæður ef einhver lendir í nauðum, s.s. lendir ofan í sprungu? Hvað þá ef gosið færist í aukana fyrirvaralaust og fólk lendir í sjálfheldu? Það er svona fólk sem kallar yfir okkur hin, boð og bönn og forsjárhyggju stjórnvalda.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.5.2010 kl. 00:57
Takk fyrir að birta þessa mynd, Ómar. Ég held áfram að virða hana fyrir mér í forundran.
Áðan tók ég upp videó á tölvunni af Mílu, vefmyndavélinni og spilaði hratt. Þá sést að hraun- sprengigos er á fullu, með eldingum og látum.
Ívar Pálsson, 14.5.2010 kl. 01:31
Nákvælega og ef maður skoðar myndina í mestu stækkun þá sér maður að það fljúga fliksur nær Ómari en fólkinu,þannig að maður gæti hugsað að það væri gáfulegt að horfa upp í loftið svona eins og maður gerir þegar verið er að sprengja,því maður getur hæglega vikið sér undan grjóti sem kemur fljúgandi.En svona í fúlustu alvöru hlítur að vera eithvað mikið að fólki sem anar út í svona augljósa vitleisu.
Þórarinn Baldursson, 14.5.2010 kl. 01:38
Tek undir með Zteina, þetta er all rozalegt! Og eru menn bara að spóka sig þarna á hamrinum með gazgrímur?
Tja túriztagoz myndi ég nú ekki kalla þessi ósköp.
Ómar minn viltu fara varlega í þessari ómetanlegu heimildaöflun!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.5.2010 kl. 05:32
Myndin með fólkinu er hreint mögnuð. Ómar, hvað er langt frá fólkinu að gosinu, ca?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2010 kl. 08:52
En Ómar, ef reglan um flugbann í 190 km radíus frá öskuskusýi verður tekin upp. Og við gefum okkur að það sé öskuský yfir Eyjafjallajökli. Þá erum við að tala um að hvenær verði hægt að fljúga farþegaþotu næst til Keflavíkur. í haust, eða um áramótin næstu. Kannski seinna...
Ragnar Páll (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 14:11
Ég var að tala í dag í síma við einn af leiðangursmönnum, þekktan svissneskan jarðvísindamann, sem hefur farið víða um um heim að skoða eidgos.
Menn giska á að minnst 500 metrar sé á milli Goðasteins og stróksins og þá klukkstund sem fólkið dvaldi þarna kom ekkert niður sem féll nálægt þeim, hvað þá mér.
Vísa í blogg mitt á eyjan.is um þetta.
Skutla kannski inn fleiri myndum í þennan pistil og næsta, nú þegar ég er kominn til Reykjavíkur og þetta er auðvelt og fljótlegt.
Ómar Ragnarsson, 14.5.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.