"E15" skást?

Í nafninu Eyjafjallajökull er tvisvar sinnum að finna hið íslenska "ll" sem útlendingum gengur svo illa að bera fram.

Ég er farinn að halda að skásta tillagan um "þjálla nafn á fjallinu" svo að notuð séu tvö orð með stöfunum "ll" í fjögurra orða umræðu um það sé einfaldlega "E15" sem stungið hefur verið upp á með tilvísun til þess að nafnið byrjar á stafnum "E" og er 15 stafir.

Annars lendum við í því að fá nöfn eins og "Guðjohnsen" eða "Jóhanna" sem þessu fólki kann að þykja óþægilegt. Nema að þeim finnist það bara skemmtilegt? 


mbl.is Kallaði Eyjafjallajökul Guðjohnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Nei við förum  ekkert að skipta um nafn útaf einhverjum útlendingum sem ekki geta borið nafnið rétt fram. Leyfum þeim frekar að Enska nafnið á sína vísu eins og við gerum með mörg nöfn (jafnvel í kennslubókum) á erlendum borgum, bæjum eða héruðum, svo þegar maður flettir enskri landafræðibók þá veit maður ekkert um hvað er verið að tala (og ég veit ekki enn sumt). Hvað heitir á erlendri tungu t.d. Kænugarður, Rínarhérað, en af fenginni reynslu þá veit ég hvað Lundúnir er. Man ekki meira í svipinn.

Góðar stundir

Sverrir Einarsson, 19.5.2010 kl. 07:57

2 identicon

Kaupmannahöfn, Rúðuborg, Feneyjar, Björgvin, Þrándheimur, Bandaríkin, Ermasund, Miðjarðarhaf og þúsundir í viðbót. Þessi heiti finnur maður heldur ekki í erlendum landafræðibókum. Leyfum útlendingum að kalla Eyjafjallajökul það sem þeim sýnist og hvorki E15 né Gudjohnsen eða Blabla eru verri en önnur ef þau henta þeim.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 08:17

3 identicon

Ég tel 16 stafi í ,,Eyjafjallajökull".

Elvar (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 10:05

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hvað með Smokey bay, Parliament plains, Westmann islands, Golden fall, The container, Hot spring grove, Trout fall, Glacial lagoon, Midget lake, Wind balloon eða jafnvel ,,Nunnery at the farm, where the church is" ?

Börkur Hrólfsson, 19.5.2010 kl. 10:07

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Rétt, Elvar, enda var E-15 útskýrt sem E og hinir fimmtán stafirnir.

Börkur Hrólfsson, 19.5.2010 kl. 10:09

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðist engin hafa bent erlendum fréttamönnum á að sleppa einfaldlega viðskeytinu -jökull og segja bara í staðin -glacier.

Erlendir fréttamenn tvísegja orðið jökull þegar þeir bæta undantekningarlaust -glacier- aftan við fjallsheitið eftir að hafa tafsað á því öllu. Það ætti að vera léttara fyrir þá að segja Eyjafjalla-glacier í stað Eyjafjallajökull-glacier. 

Því er hinsvegar ekki að leyna að það er afskaplega gaman að heyra útlendinga tafsa á nafninu og láta það leggja sig gersamlega að velli.

En svo hættir þetta að vera fyndið þegar Íslendingar skoða landakortið og rekast á nöfn eins og Llanfairpwllgwyngyll sem er bær í Wales.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2010 kl. 10:42

7 identicon

Hversvegna í ósköpunum ættum við að fara að breyta okkar íslensku staðarnöfnum fyrir erlenda fréttamenn eða túrista ????!!!!!

Ert'ekki bara að grínast með þetta Ómar ??

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 11:41

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, ég er því, Anna enda dettur mönnum ekki í hug að gera svona lagað við erlend örnefni.

Þó er til fjall í Himalaja sem er eitt af þremur hæstu fjöllum heims og heitir einfaldlega K2. 

Ómar Ragnarsson, 19.5.2010 kl. 12:27

9 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Bandaríski herinn byrjaði strax að nota heitið Operation E15 tengt þessu eldfjalli í upphafi goss til þess að forðast misskilning.

Sumarliði Einar Daðason, 19.5.2010 kl. 13:44

10 identicon

Gott að fá það staðfest Ómar, ég get þá afpantað áfallahjálpina

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 14:29

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar Katla gýs verður framburðurinn ekkert vandamál og presidentinn hefur lofað að öll Evrópa leggist þá í eyði," sagði ég við tyrkneska vinkonu mína sem býr á Ítalíu.

Hins vegar er ástæðulaust að blanda Eyjafjallajökli í þetta framburðarmál, enda verður jökullinn horfinn eftir mannsaldur.

Ég myndi því segja útlendingum að eldgosið væri í Eyjafjöllum, sem eru á sama gosbelti og Vestmannaeyjar en þær kalla enskumælandi menn Westman Islands.

Eyjafjöll geta þeir kallað til dæmis Island Mountains og talað um "the eruption in Island Mountains".

"Eyjafjöll eru fjallgarður á Suðurlandi sem liggur vestur úr Mýrdalsjökli. Efst í Eyjafjöllum er jökulhetta, Eyjafjallajökull, en fjöllin draga nafn sitt af því að þau standa gegnt Vestmannaeyjum.

Fjallgarðurinn nær frá Markarfljóti í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Fjöllin eru flest móbergsfjöll."

Jarðfræði Eyjafjalla


Suðurland og Vestmannaeyjar - Jarðfræðikort, sjá bls. 1

Þorsteinn Briem, 19.5.2010 kl. 14:37

12 identicon

Ómar, þú átt væntanlega við „skárst“ en ekki „skást“? Það vantar eitt lítið r í þetta hjá þér.

Nonni (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 14:54

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Magnað Nonni, að sjá "stafsetningar- eða innsláttarvillu" og gera hana að aðalatriði færslunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2010 kl. 17:40

14 identicon

Magnað Axel að þú skulir gera innlegg mitt að aðalefni þíns innleggs...

Á ég þá kannski að gera það að aðalefni þessa innleggs að þú kunnir ekki að nota „gæsalappir“?

Mér finnst Ómar skrifa skemmtilega og á góðu máli. En það á greinilega við um hann eins og okkur flest að þarna annað hvort veit hann ekki betur eða gerði innsláttarvillu. Flestir sem vilja láta taka mark á skrifum sínum held ég að vilji fá athugasemdir um málfar sitt til þess að geta gert enn betur. Ég þigg a.m.k. með þökkum þegar mér er bent á það sem betur má fara hjá mér þó ég sé ekki bloggari. :-)

Nonni (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 20:08

15 identicon

Gaman að þessu.  Sérstaklega vegna þess að Ómar skrifar skemmtilega og á góðu máli.  Og innsláttarvillur eru sjaldgæfar hjá honum, þótt vitaskuld komi þær fyrir.  En í þessu máli er ekki um innsláttarvillu að ræða; það er í samræmi við viðurkennda málhefð að hástig af skárraskást.  Og reyndar er það mun algengara að segja, og skrifa, skástur en skárstur þótt etv. sé ekki hægt að segja það alrangt. Fyrir þessu ber ég ekki ómerkari mann en Mörð Árnason, gamlan sessunaut minn úr Háskólanum, sem gaf út íslenska orðabók. Í minni útgáfu frá 1985 segir á blaðsíðu 851: „Skárri (HST skástur) ....“ Þarna er ekki einu sinni gefinn möguleikinn á skárstur

Einu sinni var maður sem sagði: „Ég þigg a.m.k. með þökkum þegar mér er bent á það sem betur má fara hjá mér þó ég sé ekki bloggari. :-)“ Og nú má benda viðkomandi á að ekki er allt vitlaust, eða utan velsæmis, sem hann þekkir ekki. Væri gott að athuga slík mál áður en skoppað er til og eitthvað skrifað sem orkar tvímælis. Tekur hann væntanlega ábendingunni með þökkum, jafnvel þótt hún sé aðalefni þessa bloggsvars.

Og hana nú! 

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:22

16 identicon

Þakka þér fyrir Þorvaldur. Gott að þetta er komið á hreint. Ég á ekki orðabók og gat því ekki fullvissað mig enda taldi ég þess ekki þörf því skv. þessu hafa íslenskukennarar mínir, bæði úr gagnfræða- og menntaskóla, rangt fyrir sér því ég man svo greinilega eftir þessu.

Mér finnst svo alveg í lagi að spara aðeins hrokann og yfirlætið. ;-)

Hafðu það gott... og hana nú.

Nonni (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:34

17 identicon

Já, við erum alveg sammála um það að hroki og yfirlæti fara ekki saman við þakklæti vegna fenginnar leiðréttingar.  Enda vottar fyrir hvorugu í upprunalegri athugasemd þinni!  Hafi ég hins vegar brúkað hroka og yfirlæti, sem ég hélt reyndar að ekki væri, hefur það verið óvart.  En kannski var áfall að komast að því að ekki er allt rétt sem manni var kennt í gamla daga.  Þá er auðvelt að fyrtast, þrátt fyrir yfirlýst þakklæti, og líta á leiðréttingar sem framsetningu hroka.  Um það verður hver að eiga við sjálfan sig.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband