23.5.2010 | 00:18
Glæsilegt fólk framtíðarinnar.
Nú er sá tími þegar glæsilegt ungt fólk framtíðarinnar útskrifast úr framhaldsskólum landsins, fólkið sem þar að taka til eftir okkur, sem búin eru að klúðra svo mörgu.
Einn nemandinn í Íslandsmetshópi Verslunarkonan er stórglæsileg bróðurdóttir mín, Mist Edvardsdóttir, sem samfagnaði með fjölskyldu og vinum í kvöld í föðurhúsum.
Mist er flottur fulltrúi hinnar nýju kynslóðar sem getur gengið út í lífið með opnari sýn á sig og þjóðfélagið en flestar kynslóðir á undan henni.
Stúlkurnar eru óhræddar við að feta nýjar slóðir og Mist er gott dæmi um það, - er harðsnúin og kappsöm knattspyrnukona sem stefnir hátt á mörgum sviðum.
Eini erfiðleikinn varðandi föðurbræður hennar, sem eru forfallnir Framarar, er að hún spilar fyrir KR svo að það yrðí dálítið erfitt fyrir okkur að hrópa "áfram KR!" ef til þess kæmi.
En að baki þessum orðum mínum býr auðvitað engin alvara, heldur stolt yfir því að unga fólkið sé óhrætt fyrir að fara sínar leiðir og stefna hátt.
Og Mist er ekki eina systkinadætrunum sem lætur til sín taka við markaskorun í efstu deild knattspyrnunnar, því að hún og Margrét Ólafsdóttir, sem var landsliðskona á á sinni tíð og ein allra besta knattspyrnukona landsins þá, eru systkinabörn.
Tæplega 300 útskrifaðir frá Verzlunarskólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
til hamingju með stúlkuna Ómar, hún er greinilega framtíð fjölskyldunnar í íþróttum allavega því KR er stökkpallur til framtíðar ;)
Óskar Þorkelsson, 23.5.2010 kl. 04:13
Til hamingju!
Þróttmiklar ungar konur eru ætíð velkomnar í Vesturbæinn, þar sem hlýlega er tekið á móti þeim.
Verslunarskólinn var til skamms tíma í 101 Reykjavík og þangað hefur nú flutt Háskólinn í Reykjavík.
Verslunarskólinn hefur starfað á sex stöðum í Reykjavík:
Þorsteinn Briem, 23.5.2010 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.