Erfitt að túlka þetta.

Ef það sem kemur fram í könnuninni um fylgi við borgarstjóraefni er nokkurn veginn rétt væri einfaldasta ályktunin sú að stærsti hópur kjósenda á laugardaginn vilji hafa sama borgarstjóra áfram en refsa samt stjórnmálamönnum með því að gera Besta flokkinn að stærsta aflinu í borgarstjórn.

Jón Gnarr lýsti því yfir strax í upphafi að markmið framboðs hans væri að skaffa honum þægilegt og skemmtilegt starf sem borgarstjóra. 

Nýjustu yfirlýsingarnar um að auglýsa eftir fólki til að vinna í nefndum og annað svipað handverk passa alveg við þetta. 

Enginn þarf að efast um að við þetta verði staðið enda ákaflega auðvelt að gera það. 

Ef hins vegar á að refsa því fólki sem áður hefur komið nálægt stjórnmálum gengur það ekki upp að vera fylgjandi því að Hanna Birna verði áfram. 

Hún var innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins í Valhöll fyrir hrun og því talsverð Ragnars Reykás lykt af því að vera bæði fylgjandi framboði Besta flokksins og því að Hanna Birna verði áfram borgarstjóri. 

En tæpur helmingur kjósenda í Reykjavík virðist kæra sig kollótta heldur vera til í að keyra farsa stjórnmála undanfarinni ára í botn. 


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Fólk er nú bara að dæma Hönnu af verkum hennar en ekki meintum áhrifum sem hún á að hafa orðið fyrir í Valhöll. Þeir sem hafa fylgst með störfum Hönnu sjá breytingarnar sem urðu eftir að hún tók við sem oddviti og sjá að hún er talsmaður nýrra tíma, þar sem menn geta starfað saman að því að gera góða hluti í borginni.

TómasHa, 27.5.2010 kl. 16:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Segjum að þetta sé rétt hjá þér, Tómas, þá verður líka að taka gamla danska máltækið með í reikninginn, að "það þarf tvo til."

Ég hef áður í bloggi gefið bæði meirihluta og minnihluta borgarstjórnar prik fyrir það að hafa tekið sé alvarlega á eftir að farsanum lauk fyrir tæpum tveimur árum og sýnt með verkum sínum almennan vilja borgarfulltrúa til að lægja öldur og vinna saman. 

Þess vegna gengur það ekki upp að vilja samt refsa sumum þeirra en ekki öðrum. 

Ómar Ragnarsson, 27.5.2010 kl. 17:33

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Kjánaskapur í kjörklefa kemur ekki í hnakkann á neinum nema viðkomandi.  Tek undir með TómasHa og bendi á að sú upplausn og ringulreið sem ríkti þar til Hanna Birna kom til sögu, leysir engan vanda fyrir  Reykvíkinga. 

Það er svo umhugsunar vert, að um er að ræða höfuðborg okkar Íslendinga allra og hversvegna skyldum við landsbyggðar fólk ekki hafa þar einhvern umsagnar rétt. Sérlega þegar það er haft í huga að fíflagangur með manréttindi er hvorki spaug né grín.        

    

Hrólfur Þ Hraundal, 27.5.2010 kl. 17:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Næsti borgarstjóri í Reykjavík þarf ekki að vera í framboði núna, enda er hann framkvæmdastjóri borgarinnar og næsti borgarstjórnarmeirihluti ræður hver verður borgarstjóri.

Núverandi viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra voru ekki í framboði fyrir síðustu alþingiskosningarnar en hafa staðið sig mjög vel sem ráðherrar.

"Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgar og bæjarstjóri er æðsti embættismaður bæjar. Þeir eru iðulega kjörnir í einstaklingskosningu eða af starfandi meirihluta borgarstjórnar.

Á Íslandi er borgarstjórinn í Reykjavík framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn kýs borgarstjóra og yfirleitt verður sitjandi borgarfulltrúi fyrir valinu. Hliðstæð embætti í öðrum sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórar, sveitarstjórar og hreppstjórar."

Borgarstjórar í Reykjavík frá upphafi


"Borgarstjóri er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar. Á fundi borgarstjórnar þann 21. ágúst 2008 var Hanna Birna Kristjánsdóttir kosin borgarstjóri."

Borgarstjórn Reykjavíkur - Vefur Reykjavíkurborgar

Þorsteinn Briem, 27.5.2010 kl. 18:38

5 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Skemmtilegur vinkill hjá þér Ómar. Þversagnir birtast auðvitað best þegar raunveruleikinn verður súrrealískur eins og hann er í Reykjavík í dag.

Hanna Birna á að hafa staðið sig vel í því að sameina krafta borgarfulltrúa. Fyrir það á hún að eiga miklar þakkir skildar.

Ég ætla ekki að hnýta í Hönnu Birnu. En mér finnst þetta lof nálgast oflofi sem getur af sér háð.

Hvers vegna þegja allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nema hún? Var það skilyrði sem Hanna Birna setti áður en hún tók við?

Þá mundi nú Bresnéf snúa sér við í gröfinni ef svo væri. En þannig er það og þá veit maður hvernig Bresnéf snýr. :)

Hafþór Baldvinsson, 28.5.2010 kl. 02:21

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef Reykvíkingar kjósa flokk sem stefnir að innflutningi gyðinga í gettó í Breiðholti til að bæta eiginfjárstöðu landsins, kjósa borgarbúar að sjálfsögðu Besta Flokkinn. Þú kýst yfir þig það sem þú átt skilið kjósandi góður, en ef aðrir kjósa annað, áttu það líka skilið, þannig að er bara ekki allt í lagi að kjósa bara hvaða dómadagsdellu sem er? Hvers vegna er fólk með svona miklar áhyggjur "fyrirfram" af því hvað "AÐRIR EN ÞAÐ SJÁLFT" ætla að kjósa? Elskurnar mínar fáið ykkur bara ís.

Halldór Egill Guðnason, 28.5.2010 kl. 03:51

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auglýsingar hennar í útvarpi og sjónvarpi eru athyglisverðar en þar minnist hún hvergi á Sjálfstæðisflokkinn. Segir bara: "Við í borginni." Í dag er heilsíðuauglýsing í fréttablaðinu með mynd af Hönnu Birnu og þar hvergi minnst á Sjálfstæðisflokkinn heldur aðeins x-d. Með þessu telur hún fólki trú um að það sé bara að kjósa hana en ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er skiljanlegt herbragð hjá henni og virðist vera að takast.

Haraldur Bjarnason, 28.5.2010 kl. 08:01

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það þarf ekkert að vera að þeir sem stiðja besta flokkin vilji Hönnu Birnu sem borgarstjóra. Það má vera að þetta fylgi hennar komi meira úr öðrum flokkum. Annars veit ég ekkert um það. Eina sem ég veit er að ég vil Jón Gnarr Sem borgarstjóra og hef fyrir því ógrynni af rökum.

Brynjar Jóhannsson, 28.5.2010 kl. 08:03

9 Smámynd: Júlíus Valsson

Það gýs víðar en á Íslandi (og flug lamast):
http://www.mercurynews.com/breaking-news/ci_15180140

ps
ég veit að þetta er aðeins út fyrir efnið

Júlíus Valsson, 28.5.2010 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband