Smækkuð útgáfa af Móðuharðindunum.

Síðustu daga hefur fólk á Suðurlandi kynnst veðurlagi sem er mjög undir áhrifum frá gosinu í Eyjafjallajökli þótt því sé lokið í bili. Það lýsir sér á þurrum góðviðrisdögum þannig að á morgnana sé ágætt veður, en síðan byrjar að blása sólfarsvindar sem þyrla upp öskunni sem féll í gosinu og kaffæri austustu sveitir Suðurlands.

Síðan breiðist þessi örfína öskumóða yfir allt Suðurland og verður það þykk, að skyggni fer víðast hvar jafnvel niðurfyrir tíu kílómetra svo að ekkert sést til fjalla. 

Ef vætutíð verður mikil í sumar mun þetta ekki verða eins algengt en ævinlega áberandi þegar þornar. 

Í morgun var sæmilegt skyggni í Rangárþingi fram yfir hádegi en síðan náði sólfarsvindurinn sér á strik með svalri hafgol sem blés á móti ríkjandi norðanátt í fjallahæð. 

Land er dökkt á öskufallssvæðunum og hitnar því meira en ella á björtum morgnum. Loftið stígur þá upp og fer á flakk í vindstrengjum sem blása af ýmsum áttum. 

Síðdegis í gær var maður aumur í augunum vegna hins fína og ósýnilega ryks, sem smýgur um allt. 

Vitað er að gosefnin í Móðuharðindunum voru í þvílíku magni að þetta Eyjafjallagos er bara örlítið sýnishorn sem gefur þó smá vísbendingu um það við hvað þjóðin mátti búa hið hræðilega tímabil sem fékk réttilega nafnið Móðuharði. 


mbl.is Væta fyrir sunnan - þurrt fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband