28.5.2010 | 20:37
Söngvarakeppni eða söngvakeppni?
Ummæli þess efnis að Anna Bergendahl, sem söng lag Svía í undankeppni Evróvision, hafi verið besti flytjandinn, sýna að söngvakeppnin er í hugum flestra flytjendakeppni að því er virðist.
Þarna virðast síast inn áhrif frá alls kyns hæfileikakeppni sem úir og grúir af, allt frá keppni framhaldsskólanna til American Idol.
Persónulega finnst mér þetta bagalegt. Ég tel þvert á móti að leita eigi að besta laginu, ekki besta flytjandanum.
Annars væri réttara að breyta nafni keppninnar úr "...song contest..." í "singers contest..." eða úr söngvakeppni í söngvarakeppni.
Svíum brugðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frekar sammála Ómar. Finnst hún samt með frekar skrítna rödd og jarmar eiginlega en hefur greinilega mikla útgeislun. En hvað er málið með þetta lag? Það var bara ekki gott og því kannski ekki mjög skrítið að þeir hafi ekki komist áfram.
Skúli (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 01:06
Ég var að reyna að útskýra söngvakeppnina fyrir einum innlendum hér í USA. Svipurinn á honum var hreint óborganlegur. Og þetta kom frá manni í landi sem að kom með "So you think you can dance" ásamt - guð forði mér - "American Idol".
Skrýtinn heimur.
Heimir Tómasson, 29.5.2010 kl. 06:21
Í Eurovision geta menn kosið eitthvert land af alls kyns ástæðum, til að mynda vegna þess að um nágrannaland er að ræða, þeim finnst flytjandinn sexíari en hinir í keppninni, syngja þar best eða lagið hans best.
Menn þurfa ekki að rökstyðja valið frekar en þeir vilja og í sveitarstjórnarkosningunum hér í dag er beinlínis bannað að rökstyðja valið á kjörstað og kjörseðlinum.
Í rökræðum eru órökstuddar fullyrðingar hins vegar einskis virði.
Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.