1.6.2010 | 11:06
"Nýr jakki? - Sama röddin !"
Fleyg orð Björgvins Halldórssonar um ungan söngvara, sem vildi vekja athygli hans með því að fá sér nýjan glimmerjakka, eiga ágætlega við Framsóknarflokkinn um þessar mundir: "Nýr jakki? - Sama röddin" sagði Bo.
Það dugar ekki að skipta um fólk ef sama stefnan ríkir í meginatriðum áfram.
Ekki er hægt að sjá að afgerandi og opinbert uppgjör hafi farið fram við tímabil formennsku Halldórs Ásgrímssonar, stóriðjustefnuna, helmingaskiptin við Sjálfstæðisflokkinn í einkavinavæðingunn, sérhagsmunagæsluna, sjálftökuna og alræðistilburði Davíðs og Halldórs.
Flokkurinn, sem eitt sinn hafði náttúruverndarsinnana Eystein Jónsson og Steingrím Hermannsson við stjórnvöl sinn, gengur nú harðast fram í hernaðinum gegn landinu og er ekkert lát þar á.
Í þeim efnum er flokkurinn meira en hálfri öld á eftir tímanum.
Það er ekki nóg að einhverja af nýjum áhrifamönnum í flokknum langi til að breyta þessu meðan ekki örlar á sýna það í verki.
Á meðan svo er heldur flokkurinn áfram að hafa þá löskuðu ímynd sem hann á skilið.
Framsókn þarf nánari naflaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er svo innilega sammála þér Ómar minn. (Við Framsóknar-menn "höfum alltaf-klisjan á alþingis-rifildis-leikskólanum", er sönnun þess) M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2010 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.