Hvað um íslenskan "Route 66"?

Í Bandaríkjunum nýtur hin hálfrar aldar gamla þjóðleið "Route 66" mikilla vinsælda. Sums staðar er auðvelt að fara út af núverandi aðalleið, svo sem í Arizona, og aka þennan gamla veg í staðinn þar sem hann liggur samhliða hinum nýja.

Þá kemur maður inn á bensínsjoppu, sem er alveg eins og þær voru 1960, fær sams konar afgreiðslu, nýtur sams konar veitinga og þjónustuaðferðar, og síðast, en ekki síst, eru bílarnir í næsta nágrenni við sjoppuna hinir sömu og var á sinni tíð, leikin sama tónlist, boðin sömu blöð o. s. frv. 

Litla kaffistofan nýtur þess að halda í hið gamla, annars væri þar fáförult.Mætti jafnvel gera hana og umhverfi hennar enn fornfálegra til að skapa gamla enn sannari gamla stemningu. 

Það má láta sér detta ýmislegt í hug, svo sem gamla Hvítárskálann við gömlu Hvítárbrúna eða endurreisa skálann eins og hann var í upphafi við Ferstiklu. 

Best af öllu væri að vegurinn sitt hvorum meginn við svona skála væri malarvegur svo að stemningin frá 1960 kæmi alveg beint í æð, nokkurs konar íslenskur  "Route 66".   Það gerir úrlausnarefnið erfiðara en þó varla óframkvæmanlegt. 

Ég óska Litlu kaffistofunni til hamingju með afmælið. Vinsældir hennar sanna möguleikana á því að laða að ferðafólk með því að kalla fram sérstaka stemningu. 


mbl.is Litla kaffistofan fimmtug í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru góðar pælingar. Hvalfjörðurinn kemur svo ósjálfrátt upp í hugann sem hið íslenska Route 66, en þar sem það er svo rosalega gaman að hjóla hann á góðum sumardegi er ég svo sem ekkert að hvetja til frekari bílaumferð um hann.

Gunnar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 09:04

2 identicon

Einnig er hægt að útfæra þessa hugmynd í Staðarskála í Hrútafirði.  Veit að margir sjá eftir honum þar sem nýji skálinn er karakterlaus og kuldalegur.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 11:05

3 identicon

Endurreisa gamla botnskálann í Hvalfirði og Setja gamla Staðarskála í gang aftur.

spritti (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 11:35

4 identicon

Mér dettur fyrst í hug sjoppan sem var við veginn um Heydal, við Bíldhól ef ég man rétt. Þar er meira að segja nokkuð original malarvegur.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband