Tæknin hlýtur að koma til skjalanna.

Margskyns mótsagnir hafa komið í ljós í því kerfi spáa um öskufall sem truflaði flugsamgöngur stórlega í Evrópu í vor.

Fyrsta dag gossins á Fimmvörðhálsi voru allar flugsamgöngur bannaðar hér á landi vegna þess að í forsendum öskufallsspár var gert ráð fyrir að aska mældist, en vegna þess að engin aska mældist var forritið þannig gert, að flug var sjálfkrafa bannað!

Hvað eftir annað var bannað að fljúga á suðvesturhorni landsins þegar varla sást korn í lofti, en daginn sem svifryksmengun af völdum gossins varð mest í Reykjavík var flugbanni aflétt! 

Um leið og öskugosið hætti var hætt að gera öskufallsspár. Hins vegar fýkur þessi sama aska af Eyjafjalljökli og færir svifryksmengun í Reykjavík upp í hæstu hæðir, en vegna þess að hún kemur ekki úr gígnum, heldur af umhverfi hans, er allt flug leyft! 

21. öldin hlýtur að luma á tækni til að meta öskuna eftir ríkjandi aðstæðum frekar en ágiskun í tölvuspá, sem gerð er í London. 

Ég hef áður sagt frá tilraun sem ég gerði við að fljúga inn í svæði þar sem var öskurigning. Ég var þó í leyfilegu flugi, af því að ég var í sjónflugi og á vél með bullhreyfli. 

Um leið og ég varð öskunnar var velti ég vélinnni á hliðina og sneri henni við og steypti henni til baka sömu leið og ég kom. Framrúðan varð brún þótt ég væri aðeins í tíu sekúndur inni í öskuloftinu.

Enginn skaði hlaust þó af,  -  rigningin þvoði öskuna af á örfáum mínútum. 

Niðurstaða mín af þessari tilraun er þessi: Ef um borð í flugvél í blindflugi er öskuskynjari sem gefur aðvörun, er viðkomandi flugvél þegar snúið við og flogið til baka sömu leið og hún kom. 

Ég hef spurnir af óformlegum mælingum á ösku úr flugi inni í öskumekkinum sjálfum þar sem skyggnið hrundi niður, en öskumagnið reyndist þó við viðmiðunarmörk. 

Svar við slíku ástandi er einfalt, - eitt af því sem flugmenn læra hvað fyrst, að taka 180 gráðu beygju, - snúa við. Þetta hlýtur að verða framtíðin ef til skjalanna koma öskuskynjarar og öskumælar sem notaðir verða í flugi. 

 

 


mbl.is Öskuvari á vélar easyJet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er afar athyglisverð ábending, en vekur líka margar spurningar. Hvernig mælir maður ösku....si-svona í miðju lofti?

Það eru ákveðnir fídusar í öskunni sem mælast vel. Rafleiðni eykst við ákv. mettun, og svo er pH gildið víst (núna) um 9, - sem sagt mjög basískt og allt annað en venjulega er í regni, lofti eða á jörðu.

Svo er það spurning um tengingu við gastegundir og áhrif þeirra. Það var nú t.d. bévítans brennisteinsfýla yfir hraungilinu í gærmorgun ;)

Rafleiðnimæling væri kannski það sem virkaði, - 2 pólar á struttinu á frúnni með ca 10 cm á millibili ? Það er nú einu sinni þannig að eldingar eru það sem við þekkjum sem  gosdrunur, og það gerist í þéttleika og hæð á gjósku. Þar skapast skilyrði sem gera feiknarlega öflugar eldingar mögulegar, - mælingamörk hljóta að vera mun neðar.

Náttúran kennir okkur margt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband