5.6.2010 | 10:35
Allir á völlinn !
Í dag eiga við gömlu hvatningarorðin þegar áhugaverðir kappleikir voru á Melavellinum gamla: "Allir á völlinn !"
Það er orðið alllangt síðan flugdagur var haldinn í Reykjavík og í dag er afbragðs veður til sýningar af þessu tagi.
Fyrir fámenna þjóð á dreifbýlli eyju langt frá öðrum þjóðum er þýðing flugsins álíka og þýðing siglinga var fyrir Íslendinga fyrr á öldum.
Tengsl flugsins við fólkið er mikils virði og öll kynning á fluginu ekki aðeins nauðsynleg heldur líka skemmtileg svo notað sé vinsælt orð hjá komandi borgarstjóra í Reykjavík.
Askan stöðvar ekki flugsýningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var mjög gaman í dag á flugsýningunni. Flott atriði og flottar vélar.
Marinó Már Marinósson, 5.6.2010 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.