9.6.2010 | 23:28
Einu sinni var það blóðtaka.
Fyrir þúsaldarfjórðungi þótti lækning fólgin í því að taka sjúklingum blóð þegar þeir voru mikið veikir.
Eitthvað rámar mig í að með þessu væri talið að fólk væri "hreinsað" og sýktum vessa.
Engum dettur nú í hug að nota þessa lækningaraðferð, hvað þá að segja við sjúklinga að þeir geti hætt að nota lyf, sem þeir hafa þurft að taka.
Á sjöunda áratugnum var hasspípan vinsæl og átti að vera hugbætandi og gersamlega meinlaust efni.
Annað kom í ljós. En nú er stólpípan tekin við.
Kvartað yfir detox til landlæknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Minnir að ég lesið einhverstaðar að það væri heilsubætandi að gefa blóð reglulega, en það læknar sjálfsagt lítið.
Sígarettur áttu líka að vera allra meina bót í byrjun síðustu aldar.
Úlfar Bjarki (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 00:27
Skrítið er fólkið. Að tappa blóði af fárveikum sjúklingi er t.d. ekki líklegt til árangurs, enda var meðalævin ekki ýkja löng þegar það var sem mest stundað.
Svo var það stólpípan, sem mig grunar að hafi sumpart verið notuð sem verkfæri til að útskrifa sjúklinga sem annars hefðu gjarnan þegið aðeins lengri legu.
Hasspípan sem slakandi lyfjameðferð myndi hins vegar örugglega fjölga langlegusjúklingum :D
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 09:58
Það er ekkert nema glæpsamlegt að selja fólki stólpípu sem lausn við einhverju.. EKKERT styður við það sem Jónína selur nú til sjúkra og einfaldra... og að auki styður ekkert við það sem eiginmaður hennar selur til sinna viðskiptavina... smá glæpsamlegt af mér að kalla þá viðskiptavini, fórnarlömb er rétta orðið.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:12
Uhm... Hasspípan/Cannabis, þ.e. THC er ennþá notað í miklum mæli víða um heim til þess að lina þjáningar t.d. krabbameins og eyðnisjúkra og stoða t.d. þá sem eru í krabbameinslyfjameðferð við að halda niðri fæðu og nærast...
...en ég man ekki eftir því að THC hafi nokkurntíman verið notað til hreinna lækninga, nema máské með góðri reynslu gegn gláku, sem er læknisfræðilega sannað.
Annars skil ég ekki hvers vegna þú telur það með þessum kuklaðferðum því THC hefur verið notað sem lyf í árhundruð með góðum áhrifum ólíkt stólpípuaðferðum JB og fleiri.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.6.2010 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.