Það var svo mikið "in" að berast á.

Gróðærisbólan sem sprakk 2008 risti að ég held mun dýpra en við við viljum flest vera láta. Þess alvarlegri eru afleiðingarnar af því að skuldir heimilanna fjórfölduðust á undraskömmum tíma. p1012005.jpgp1012004.jpg

Það er fróðlegt að lesa textana með myndunum, sem Séð og heyrt og önnur tímarit birtu með greinum sínum á gróðærisárunum, því að þessar myndir og myndatextar seldu blöðin, - þetta var það sem fólk vildi lesa og ylja sér við. 

Alls staðar skein í gegn fölskvalaus hrifning á umbúðunum utan um hvað sem var, afmæli, hjónavígslur, samkvæmi og hvað eina. "Fínasta, flottasta, dýrasta, glæsilegasta" voru orðin sem seldu, sem voru "in". 

Varla var birt frásögn af neinu nema að hamra á þessu: "Glæsileikinn allsráðandi! Lang flottasta fólkið! Sjáið fínu kjólana, skartgripina, bílana, gjafirnar o.s. frv. 

"Taktu mynd af frægum!" 

Á þessum árum var hversdagslegt alþýðufólk ekki talið mikils virði. Sjónvarpsstöð var með þætti um brúðkaup og var leitað til mín um frásögn af mínu. Það fór strax af því ljóminn þegar í ljós kom að það hafði ekki verið neitt opinbert brúðkaup heldur vorum við tvö með prestinum í kirkjunni eftir messu. p1012001.jpg

Engin brúðkaupsveisla, brúðargjafir, brúðkaupsferð eða neitt sem nauðsynlegt þótt í umfjöllun um þetta. 

Það datt því jafnskjótt um sjálft sig að við hjónin værum talin gjaldgeng sem efni í einn þáttinn, enda moraði allt í dýrindisflóði í hinum frásögnunum hvað varðaði umgjörð hjónavígslanna. 

Í fyrra frétti ég af því að nær öll dýrustu og íburðarmestu hjónaböndin hefðu endað með skilnaði. 

Okkar heldur þó enn eftir 48 ár, sjö börn og bráðum 21 barnabarn.  

Þetta breytir þó ekki því að þúsundir fólks er nú komið á vanskilaskrá sem á það ekki skilið. 

Engu að síður er hollt að íhuga hvert það þjóðarsálarástand sem ríkti hér og endurspeglaðist í allri umræðunni um peninga og bruðl leiddi okkur. 

 


mbl.is Um 22 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar til þess að viðhalda ástandinu og ýta undir, áttu hluti útrásarvíkingana rúmlega helming fjölmiðla landsins. Það var að sjálfsögðu siðleysi siðleysi fyrir hrun, en það er ekki síður siðleysi nú löngu eftir hrun.

Sigurður Þorsteinsson, 10.6.2010 kl. 08:43

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kæri Ómar

Þú kæri ljúflingur og dugnaðarforkur.

Þetta veist þú afskaplega vel.

Þegar götustrákar fá að stjórna öllum helstu skoðanamyndandi fyrirtækjum landsins og heill stjórnmálaflokkur ver þá út í drep, með Borgarnesræðum og háði á ,,afturhaldspúkana" er ekki við góðu að búast.

Við sem ekki tókum þátt í geiminu en hentum tilboðum banka til ,,endurfjármögnunar" íbúða okkar, fáum nú inn um lúguna rukkanir vegna ,,hækkana á fasteignamati" mati sem var sjúkt og galið en hið opinbera notar nú til að arðræna okkur.

Einnig bólgna út lánin sem við tókum fyrir löngu síðan til að eignast þak yfir höfuðið.  Þau bólgna líkt og púkinn á fjósbitanum forðum, vegna laga sem gera þjófum gerlegt, að spila á gengi, kostnað, verð þjónustu og matvöru, þannig að verðtryggingin hækki öll lán og belgi því sjóði þessara manna sem síðan stela sjóðunum, líkt og dæmin sanna um þetta götustráka-lið allt saman, bæði fyrrum Framsóknarforkólfa sem nýríka liðið, að ekki sé talað um þá menn sem eitt sinn átti að bera virðingu fyrir-----eða í það minnsta feðrum þeirra.

Mikið verk er fyrir höndum fyrir okkur sem erum í höld af Guðs náð innan Flokksins og þjóðlífsins.

Vonandi endist manni örendið.

 Með flugkveðjum (þó svo fuel-ið hækki langt umfram efni)

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.6.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það hægir mig hvernig sjallar vilja og ætla að skrifa söguna eftirá.  Allt þetta ,,góðærisflipp" var bein afleiðing af stefnu sjalla.  Þráð og lóððbein.  Og þessi barnalega þvæla um einhverja ,,borganesræðu" sýnir hve málsstaður sjalla er svartur.  það eina sem kom fram í þeirri ræðu var að það þyrfi samræmdar reglur sem gilltu fyrir alla í við'skiptalífinu.  Allt og sumt.  Ef sjallar hefðu andsk. til að hlusta á það og taka á málum af einhverju viti - þá hefði ýmislegt farið öðruvísi.

Ríkismennirnir voru allir sjallar meir og minna.  Eða framsjallar etv nokkrir.

Sjallar voru kosnir útá útrás og ,,góðæri" á lánum trekk í trekk, slag slag. Innbyggjarar voru heilaþvegnir af þvaðri sjalla endalaust og öll gagnrýni var kaffærð af geltandi varðhundum sjallabjálfa.   Fólkið hérna kaus þá og studdi.  Með þeim afleiðingum að sjallar rústu landinu.

Varðandi Hannes Smára, þá var í áramótaskaupinu 2007, minnir mig,  fleiri en einn skets þar sem tekið var fyrir hve sjallar dýrkuðu manninn - eða sjallaþenkjandi menn.

Það var svona að konan var að skamma eiginmanninn:  Afhverju getur þú ekki verið eins og Hannes Smárason? o.s.frv.  Og það var ekki sett fram sem gagnrýni neitt á sjallaríkismenn heldur grín almennt af innbyggjurum fyrir hve ginkeyptir þeir voru fyrir prjáli og babbli sjalla endalaust.

Enda þarf nú ekki annað en að horfa á boðskap andlegs leiðtoga sjalla varðandi ruglið, þegar hann sagði, rétt áður en formaður sjalla bað guð að blessa ísland, þá sagði gæjinn:  Nú eigum við bara að gefa í! 

Sjallar eiga bara að skammast sín og hafa vit á að þegja núna - Lengi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband