"Kona aldarinnar", - verðskuldað.

Vigdís Finnbogadóttir er í hópi örfárra einstaklinga erlendra og innlendra sem ég ber mesta virðingu fyrir.

Ég sé á bloggi að henni er núið um nasir að sýna heigulskap með því að forðast að tala um viðkvæm og umdeild mál og reyna þannig að styggja engan. 

Hvílíkt öfugmæli. Ég fullyrði að enginn, enginn þeirra sem gengu niður Laugaveginn í Jökulsárgöngunni 2006 sýndi jafn mikið hugrekki og fórnarlund og hún.

John F. Kennedy fékk ungur Pulitzer-verðlaunin bandarísku fyrir bók um hugrakkar manneskjur, sem voru tilbúnar að fórna öllu, fé, virðingu og vegtyllum fyrir hugsjónir sínar og það að hvika ekki frá sannfæringu sinni.

Vigdís Finnbogadóttir hefði sómt sér vel í þessari bók innan um þau stórmenni sem þar var fjallað um og svo sjaldgæft er að þjóðir eigi.

Hún var valin "kona 20. aldarinnar" á Íslandi um síðustu aldamót og það var verðskuldað.

Það sem hún hefur gert síðan, nú komin á níræðisaldur, er aðdáunar- og þakkarvert.

Megi henni farnast sem best í því að sinna hugsjónum sínum, meðal annars með stofnsetningu alþjóðamiðstöðvar tungumála á því landi, þar sem landið og tungan eru hornsteinar sjálfstæðis, virðingar, heiðurs og reisnar íslenskrar þjóðar.  


mbl.is Áhrif Vigdísar á umheiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég er alveg sammála þér og ég get bætt við að þegar fyrsti Feðradagurinn var haldinn 2006 þá var hún heiðursfélagi á ráðstefnu Félags ábyrgra feðra (nú félag um foreldrajafnrétti). Ráðstefnan fjallaði um mikilvægi föðurhlutverksins og ekki síst þegar foreldrar búa ekki saman.  Á þeim tíma voru ýmsir fordómar útí baráttu forsjárlausra feðra og ekkert endilega vinsælt hjá frammá mönnum að tengja sig við félagið.  Sumir hópar sem kenna sig við kvennréttindi töluðu niður til félagsins og fjölmiðlar sniðgengu ráðstefnuna (nema ruv).   En Vigdís sagði að þetta væri heiður fyrir sig og hún mætti og hélt stormandi góða ræðu og sagði að hvert barn ætti að vera faðmað af bæði pabba og mömmu óháð því hvort þau bjuggu saman eða ekki.  Hafi hún ævivarandi þökk fyrir.

Gísli Gíslason, 29.6.2010 kl. 11:36

2 identicon

Þú ert til fyrirmyndar, Ómar.  Þökk fyrir það.

Davíð (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband