Stærðin skiptir máli.

Þegar jafn svakalega skuldsett byggðarlag og Álftanes kemst ekki hjá því að óska eftir sameiningu við annað sveitarfélag er ekki endilega víst að fyrir valinu geti orðið næsta bæjarfélag, sem er það sem helst er óskað eftir að sameinast, Garðabær í þessu tilfelli. 

Ástæðan er meðal annars sú að það þarf tvo til og Garðbæingar eru eðilega ekkert spenntir fyrir því að axla skuldabyrði Álftnesinga. 

Reykjavík er svo margfalt fjölmennari en Garðabær að svo kann að fara að sameining Álftaness og Garðabæjar verði sú eina, sem framkvæmanleg er, sama hvað Álftnesingar vilja sjálfir.

Best væri áreiðanlega að öll sveitarfélögin á svæðinu milli Kjalarness og Straumsvíkur sameinuðust og raunar var það mesta skipulagsslysið þegar Kópavogur og Reykjavík voru ekki sameinuð á sjötta áratugnum. 


mbl.is Óska eftir viðræðum við Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Að sjálfsögðu á höfuðborgarsvæðið að vera eitt sveitarfélag. En það þýðir að bæjarstjórnir þurfa að vinna að því. Vinna að því að leggja störfin sín niður og missa þar með völd. Það gerist aldrei. Sjáið nú hvað það gengur vel að fækka ráðuneytum.

Sigurður Haukur Gíslason, 30.6.2010 kl. 08:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála um sameininguna. Það er eins og sumir haldi að þeir búi ekki í Kópavogi, þó yfirsveitarfélagið fái nýtt nafn. Það er hin mesta firra. Ég veit ekki betur en að fólk búi enn í Keflavík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2010 kl. 16:59

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég bý á Reyðarfirði þó hann tilheyri Fjarðabyggð

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband