Fá Hollendingar uppbót fyrir 1974 ?

Tvívegis hafa orðið þau úrslit á HM að Þjóðverjar hafa "stolið" sigri af þeim þjóðum sem þá voru taldar með bestu landslið heims. Í fyrra skiptið voru það Ungverjar sem urðu að lúta í gras 1954 en í síðara skiptið Hollendingar 1974 og löngu eftir þann leik játaði Hölzenbein, leikmaður Vestur-Þjóðverja, að hafa látið sig detta inni í vítateig Hollendinga til að fiska vítið sem réði úrslitum.

Nú er spurningin hvort Hollendingar séu að fá uppbót fyrir þetta og hvort lánið leiki við þá til enda keppninnar. 


mbl.is Holland sló út Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Því miður verður að viðurkennast að sigurinn var verðskuldaður. Brasilía betri í fyrri hálfleik, markið að vísu frekar ódýrt, en allt annað hollenskt lið á vellinum í seinni hálfleik. Var eins og taugarnar hefðu bilað hjá Brössunum við þessa hörðu mótspyrnu Hollendinga.

Þá er það spurningin hvort Argentínumenn séu of sterkir fyrir Þjóðverja, eða Þjóðverjar of sterkir fyrir Argentínu. Að minnsta kosti er nokkuð öruggt að Holland spili til úrslita.

Theódór Norðkvist, 2.7.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Ja, það verður þó á eigin verðleikum. Nú hljóta þeir að klára þetta. Verða þó að hætta öllum látbragðsleik.

Davíð Þ. Löve, 2.7.2010 kl. 22:02

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég hallast á að kolkrabbinn Paul frá dýragarðinum Oberhausen í Þýskalandi hafi rétt fyrir sér þegar að hann spáir þýskum í  undanúrslit eftir sigur á Argentínumönnum á morgun.

"Starfsmenn dýragarðsins láta tvo kassa með mat síga niður í búrið til hans; á öðrum kassanum er þýski fáninn og á hinum fáni andstæðinganna. Þeir tippa síðan á leikinn eftir því hvorn kassann kolkrabbinn opnar fyrst og hafa unnið í öllum tilvikum."

Guðmundur Júlíusson, 2.7.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband