Ótrúlegt fálæti í vöggu flugsins.

Fyrsta flug á Íslandi fór fram í Reykjavík 1919.

Er til einhver minnisvarði um þetta í borginni?  Nei. 

Flugvélin Súlan var af tegund sem var einhver fullkomnasta flugvél síns tíma tæknilega og var gerð út frá Reykjavík. Flugskýlið í Vatnagörðum var stærsta hús á Íslandi á sinni tíð. Er það varðveitt í Reykjavík?

Nei, á Hnjóti við Patreksfjörð. 

Í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli var stórum hluta af orrustunni um Atlantshaf stjórnað á stríðsárunum. Sú orrusta varð að vinnast, annars var ekki hægt að ráðast nógu tímanlega inn í Normandy og Rússar hefði náð yfirráðum yfir meginlandi Evrópu. Í Noregi og Bretlandi væri slík bygging friðað safn þar sem hægt væri að sjá tæki þess tíma hjá þeim sem stjórnuðu flugumferðinni og veðurfræðingunum, sem unni á Veðurstofu Íslands í sama húsi. 

Er flugturninn friðaður? Nei, hann er látinn drabbast niður og yfirvöld frekar hallast að því að eyðileggja hann en varðveita. 

Í Reykjavík reis fyrsta innanlandsflugstöðin. Erlendis eru slíkar byggingar varðveittar sem safngripur og löngu búið að reisa nýjar. 

Mestallt innanlandsflug á Íslandi fer um Reykjavíkurflugvöll. Eru flugstöðvarmál þá ekki þar í hliðstæðu horfi og annars staðar á landinu eða í öðrum samgöngugreinum? 

Ó, nei, enn er notast við gersamlega úreltar fornminjar, sem ættu að vera varðveittar á flugminjasafni frekar en að vera enn notaðar sem miðstöð fyrir hálfa milljón flugfarþega árlega. 

Í ljósi framangreinds mætti ætla að í Reykjavík væri flugminjasafn Íslands. Ó, nei, flugminjar eru geymdar á Hnjóti við Patreksfjörð, meðal annars af Reykjavíkurflugvelli í stríðinu og á Akureyri er myndarlegt flugminjasafn og einnig eru flugi stríðsáranna gerð skil á Reyðarfirði. 

Fálætið um flugið er yfirþyrmandi í vöggu flugsins á íslandi og í algeru ósamræmi við það sem gerist hjá öðrum þjóðum eða um aðrar samgöngugreinar.

 


mbl.is Vilja reisa eigin flugstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Interesting to think about the role Iceland might have played in the Allies winning WWII, I have never thought about that before. Thanks for this blogfærslu.

Elisabeth (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 22:59

2 identicon

Nú er ég sammála Ómari. Góður og tímabær  pistill. Höfuðborgarsvæðið sýnir flugi lítinn áhuga, nema þegar þeir vilja komast til útlanda. Frekar mundi ég vilja styttu af Agnari Kofoed Hanen en af Tómas Guðmundssyni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 07:00

3 identicon

Góð hugmynd.  Við byggjum gott flugminjasafn, vísndagarðar, háskólabyggingar, stúdentaíbúðir, skemmtigarðar og fallega smábátahöfn  í Vatnsýrinni. Þá getur æska landsins fræðst um sögu flugsins og lansmenn og ferðamenn fengið að skoða gamla flugturninn.   Innanlandsflugið má svo bara flytja til Keflavíkur.  Þá losnar st ærsti hluti landsmanna við loft-, hávaða- og sjónmengun en í staðinn kemur aðstaða til rannsókna, mennta og útivistar. Var það ekki eitthavð í þessa veru sem þú hafðir í huga Ómar,  sá mikli náttúru- og söguunnandi sem þú ert, eða getur verið að þú viljir hafa einkaflugvélina þína nær þér? 

NN (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 08:27

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir þetta með þér Ómar. Við Íslendingar hendum helst öllu þegar nýtt kemur í staðinn, nei fyrirgefðu til sögu.  Gamalt er vel brúklegt samhliða nýu og á stundum betra.   

En þetta er eins með báta skipa og siglinga söguna.  Dag ein kom til hafnar á nesi við Norðfjörð frá Færeyjum,  gamall kútter og heitir hann Sigurfari.  Ég leit þar um borð og gamall sjómaður sagði þetta gott mál því svona tæki væru öll horfin frá Íslandi.

Það eina sem mönnum datt í hug með þetta sögulega skip var að draga það á land og láta það rottna á ökrum Akranes.  Um þetta einstaka klaufaverk og svo mörg önnur væri hægt að segja margt en ég læt það vera að sinni.

En svo koma Færeyingar hingað upp til Íslands á tyllidögum og svo bara þegar þeir eru í sumarfríi á mótorbátum frá því um stríð og eldri.

Á Íslandi eru svona skip ekki til vegna reglna um að öllu sem ekki er notað skuli fargað.

    

    

  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2010 kl. 09:49

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Virðingarleysi okkar við sögun er mikið. Það má helst ekki varðveita neitt nema aska og rokka.

Saga landsins á síðustu öld er merkileg, en hvað höfum við varðveitt frá henni? Ósköp lítið, helst hefur varðveist eitthvað sem einstaklingar hafa áhuga á og gefið ómældan tíma og fjármuni til. Dæmi um slíkt er t.d. safnið á Hnjóti við Patreksfjörð. Mörg fleiri söfn mætti telja, sem stofnuð og rekin eru af einkaaðilum, aðalega rekið áfram af óbilandi áhuga.

Hvalfjörðurinn er dæmi um svæði sem búið er að eyðileggja, það hafði verið hægt að vera þar með risastórt stríðsmynjasafn. Á stíðsárunum gengdi Hvalfjörðurinn lykilhlutverki í skipasiglingum milli Ameríku, Evrópu og Rússlands. Þar söfnuðust saman skip í skipalestirnar sem héldi lífþræði Rússlands við vesturlönd. Á þessu svæði voru enn miklar mynjar um 1970, það sem ekki var kerfisbundið jafnað við jörðu var látið grotna niður. Nú er nánast ekkert þar að finna frá þessum tíma, undantekningin er braggahverfi Kristjáns Loftsonar á Litla Sandi. Hann hefur sýnt þessu hverfi sóma og haldið því við.

Sem betur fer er áhugi fólks heldur að aukast, en mynjarnar eru horfnar að mestu, því miður. Því er mikilvægt að halda því sem þó er eftir, það ætti að verða hægt að friða byggingar þó þær séu ekki aldargamlar eða eldri. Byggingar og framkvæmdir geta verið merkilegar þó yngri séu.

Takk fyrir greinina Ómar.

Gunnar Heiðarsson, 3.7.2010 kl. 11:59

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég var sem strákur í sveit hjá Guðlaugi bónda að Ártúni við Blikadalsá á Kjalarnesi  og er það besta sumar sem ég hef lifað.  Bærinn var ekki stór enda kotbær en hann var í fullkomnu standi  með fjósi, hjúahúsi, göngum baðstofu og skemmu að sunnan talið til norðurs.  Í þessum bæ var eingin sími, rafmagn eða vatn og sótti ég vattnið í Blikadalá með þeim hætti sem vatn hefur verið sótt til matar og þvotta um aldir.

Guðlaugur vissi um allt á sínum bæ enda þar allt samkvæmt reglu sem ég þá kunni ekki skil á. Ég átti hníf í skeið sem ég hafði við belti og notaði hann til að tálga leikföng sem ég svo sendi bræðrum mínum til Reykjavíkur með mjólkurbílnum. 

Þessum hníf tíndi ég og var í aungum vegna þessa en þá lét Guðlaugur mig hafa annan hníf og þar kom að ég tíndi honum líka og þá lét Guðlaugur mig fá mjög fornan hníf en bitran og þar kom að hann tapaðist og þá lét Guðlaugur  mig hafa minn hníf brýndan og fínann. 

Þannig var þessi  aldraði öðlings bóndi , hæglátur en sístarfandi  og hugandi að bænum og öllu er búinu við kom.  Þetta hefur líkast til verið 1954 en Guðlaugur brá búi nokkru síðar og stóð bærinn árum saman lokaður og heill þar til ruslaralýður af grjótkastara kyni opnað leið vindanna þar inn.

En til að stytta sögu mína þá stóð Baðstofan en uppi 1994 og leit ég þar inn og undraðist hve hún var lítil.  Á Íslandi eru almennt ekki varðvettir Kotbæir heldur höfðingjasetur.  Þessi bær sem nú væri í landi Reykjavíkur var með þeim hætti sem alþíða bjó við um aldir og væri að sómi ef endurreistur væri.  Tóftirnar eru til og eru grænni en annað á vorin.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2010 kl. 18:30

7 identicon

Takk Hrólfur Þ. fyrir fallegan pistil.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 19:06

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Spurt er hvort það ráði skoðunum mínum um flugið í Reykjavík að ég fái þá að hafa einkaflugvélina mína nálægt mér.

Ekki fæ ég séð að það geti ráðið neinu. Ég fór með flugvélina mína austur í Rangárþing í byjun maí og verð með hana þar til haustins vegna þess að búið er að hækka bensín og annar rekstrarkostnað svo mikið að ég hef ekki efni á því að stunda flug mitt vegna kvikmyndagerðar frá Reykjavík. 

Hvort Reykjavíkurflugvöllur fer endanlega árið 2024 eða ekki getur varla skipt þann mann miklu máli sem á því ári verður 84 ára gamall. 

Ómar Ragnarsson, 4.7.2010 kl. 17:13

9 identicon

Vel svarað Ómar og ég verð að viðurkenna að ég dáist að flestu sem þú tekur þér fyrir hendur þó svo að ég sé ósammála þér um staðsetningu innanlandsflugsins.

NN (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 18:26

10 identicon

Flugvöllurinn verður ekki farinn úr Vatnsmýrinni 2024, 2034 eða 2044, enda á að vera þar. Flutningur innanlandsflugsins til KEF yrði banabiti þess. Hinsvegar er það til skammar að starf Ómars Ragnarssonar skuli ekki njóta þeirrar viðurkenningar, að hann njóti styrkja til að geta flogið heim til sín, til RKV. Er ekki verið að setja farartæki undir rassinn á ótal embættismönnum, sem búa steinsnar frá vinnustað?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband