Gottsvin óð yfir Þjórsá.

Hálfgeggjaðir menn, bæði fullir og ófulir, eiga til að gera það gert var í ölæði í nótt, að synda yfir ár, fljót og vötan.

Þannig segir frá því í bókinni um Þuríði formann og Kambránsmenn að Gottsvin Jónsson, faðir foringja Kambránsmanna, sem þótti bæði þjófóttur og oft ruddalegur, hefði vaðið eitt sinn vaðið yfir Þjórsá.

Gottsvin þessi á að hafa sagt hin fleygu orð "sá á ekki að stela sem ekki kann að fela" og sannaði það sjálfur þegar hann ku hafa komið ránfeng undan með því að drepa hestinn sem hann reið á flótta með ránsfenginn og segja að hann hefði sprungið og barmað sér mjög. 

Þóttust menn síðar sjá að Gottsvin hefði falið ránsfenginn inni í hestinum.

Þegar ég var í lagadeild Háskóla Íslands var farið í svonefnd vísindaferðlög einu sinni á ári, en aldrei komst ég í neitt þeirra. 

Í einni þeirra áttu góðglaðir laganemar að hafa lagst til sunds í Vestmannaeyjahöfn. 

Jafnaldri minn einn tók upp á því eitt kvöld á þessum sokkabandsárum að synda yfir Tjörnina í Reykjavík til að heilla ástmey sína, sem tók á móti honum á Tjarnarbakkanum og má raunar heita mikið lán að ekki skuli oftar orðið slys eða mannskaði af svona uppátækjum. 


mbl.is Syntu yfir Hvítá í ölæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Ég man eftir að hafa heyrt af manni sem fór á sundi yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri þegar var verið að byggja skólann á Klaustri sem þá varð heimavistarskóli.

Njörður Helgason, 4.7.2010 kl. 20:29

2 Smámynd: corvus corax

Ég las einhvern tíma nokkuð lygilega sögu um einn náunga sem synti til lands úr Drangey af því að hann átti engar eldspýtur!

corvus corax, 4.7.2010 kl. 21:16

3 identicon

corvus corax; flott.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég vann með einum, sem var á Hvanneyrarskóla. Hann synti á milli vaka í Hvítá til að ná í brennivín fyrir sig og skólabræður sína.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.7.2010 kl. 23:06

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Náunginn synti líka í land úr skipi að vetrarlagi í Noregi af því hann átti engar eldspýtur.

Það sund reyndist örlagavaldur hans. 

Ómar Ragnarsson, 5.7.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband