"Á flandri!"

Sumarið er svo stutt á Íslandi að það er mikils virði fyrir alla að njóta eins mikillar útiveru og kostur er.

Ferðamöguleikarnir eru óteljandi, jafnvel þótt tími og fjárráð séu að skornum skammti, allt frá gönguferðum í næsta nágrenni til hjólaferða, hestaferða, vélhjólaferða, bílferða, bátsferða eða flugferða. 

Í svona ferðum á lífsgleðin að fá að blómstra með þökk fyrir hvern einasta dag sem við fáum að lifa á þessari jörð. 

Og kynslóðirnar  geta tengst og átt góðar stundir saman.  p1012361.jpg

Í þessum anda skruppum við Andri Freyr Viðarsson í hjóðver í gær og sungum lagið "Á flandri", íslenskan texta við lag sem Ian Durie flutti á sínum tíma og hét þá "Hit me with your rythmstick."

Á milli okkar Andra eru tvær kynslóðir svo að það er líkt og afinn og strákurinn hafi náð saman í stuðinu. 

Það er búið að setja lagið efst á tónlistarspilarann til vinstri á bloggsíðunni minni  og hægt að spila það með því að smella á örina. 

Þess má geta að spjall okkar og spuni á milli erinda var gersamlega óundirbúið og fyrsta taka látin standa. 

Þess vegna verður fólk bara að reyna að ráða í það hvað við erum að muldra ef það er forvitið, - það er hvergi til skrifað. 

Ég er búinn að vera í svonefndum "sessionum" eða upptökum í hálfa öld en hef aldrei hitt fyrir eins gersamlega eldkláran spunakarl og Andra Frey í upptökunni í gær. 

Vilhjálmur Guðjónsson sá um tónlistarflutninginn og upptökuna og hljóðfæraleikurinn nýtur sín best ef menn geta hækkað hljóðið duglega við spilun. 

Á morgun verðum við Andri líklega á flandri fyrir norðan í sveitinni þar sem ég var fimm sumur í sveit, enda Húnavakan á fullu.

 


mbl.is Útlit fyrir gott helgarveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta eru hagaedi.

Birkir Fjalar (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband