Staðreyndirnar á borðið.

Á tímabili höfðu margir horn í síðu mjólkurinnar og töldu offituvandamál meðal annars stafa af hennar völdum.

Ég var einn af þeim sem lagði trúnað á þetta án þess að lesa mér til um hve mikil fita væri í mjólkinni. 

Þegar ég síðan vegna ákveðins tímabundins heilsuvandamáls fór að lesa tölurnar á umbúðum þeirrar fæðu sem ég neytti kom það mér á óvart hve miklu minni fita var í mjólkinni en ég hafði haldið og að í brauði og haframjöli var hins vegar mun meiri fita en ég hafði haldið. 

Þegar þess utan er hægt að kaupa léttmjólk, fjörmjólk og undarnrennu sem hafa sáralitla fitu og fáar hitaeiningar er varla hægt að líta lengur á mjólkina sem rót offituvandans.

Í smjöri og smjörva er innihaldið hins vegar allt að 80% fita og allar súkkulaðivörur eru með að minnsta kosti 30% fitu auk hvítasykurs.

Tölurnar tala sínu máli og þær eru staðreyndirnar sem þarf á matarborðið.  


mbl.is Kúamjólk bara fyrir kálfa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minni á www.orkuaudlindir.is

marat (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 02:21

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað hefur þú etið gegnum tíðina sem heldur þér svo ungum? Gæti það verið hæfilegt magn af fitu og ef svo er, hvaðan er hún uppsprottin?

Halldór Egill Guðnason, 19.7.2010 kl. 03:11

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Smá íhugun  í sambandi við kúamjólk.

Ef við pælum aðeins í því,  þá drekka kýr ekki kúamjólk svo hvers vegna ættu menn að gera það ? Til hvers í ósköpunum eru menn að drekka kúamjólk ? Ef þú byðir fullorðinni kú mjólk myndi hún þefa af henni og segja,   ,, Nei takk, ég fæ mér heldur vatn og gras ,, . Getur það verið eðlilegt að maðurinn er eina dýrategundin sem drekkur kúamjólk ? Nú hugsar þú kannski  ,, Hvað er hún að segja, kálfar drekka þó altént kúamjólk ! ´´   Einmitt ! Kúamjólk hefur aðeins eitt hlutverk, að vera fæða fyrir kálfa. Engin dýr drekka mjólk, eftir að þau hafa verið vanin af spena. Hér er ekki verið að tala um húsdýr, sem búið er að gera fráhverf náttúrulegu eðli. Á fyrstu hluta ævinnar er það ófrávíkjanleg regla að öll spendýr sjúga móður sína, síðan eru þau vanin af spena og lifa á annari fæðu þaðan í frá. Náttúran ætlast til þess að vanið sé undan tiltölulega snemma. En við mennirinr höldum því hins vegar fram að kýrnar eigi að taka við þegar móðirin hefur lokið hlutverki sínu. Með öðrum orðum er ein dýrategund sem aldrei á að venja undan og það eru mennirnir. Hvers vegna ? Höfum við nokkurn tímann séð sebradýr sjúga gíraffa, hund sjúga hest ? Nei. Jæja, höfum við nokkurn tíma séð mann sjúga kú ? Allt er þetta jafn fáránlegt og umhugsunarvert.( Harley og Marilyn Diamond, höfundar bókarinnar Í Toppformi, sem kom út árið 1992.)

  Mjólkurneysla gr./íbúa/dagBHKK Dánartíðni

 

AusturlöndKína301

 

 Indland1793

 

 Taíland593

 

Suður EvrópaGrikkland54311

 

 Ítalía 62312

 

 Spánn44615

 

NorðurlöndDanmörk62623

 

 Ísland80323

 

 Noregur69328

 

 Svíþjóð88228

Þetta eru mínar pælingar varðandi neyslu á kúamjólk. Ég tel að kúamjólkin sé ekki allra meina bót.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 19.7.2010 kl. 04:51

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gunnars Mayonnaise. Þar byrjaði þjóðin að blása út. Annars held ég að endalaust át sé einfaldlega svarið. Ég bý erlendis, svo ég sé hlutina með auga gests. Mér finnst það spes að þegar fólk er að fara í mat um sjö leytið, hikar það ekki við að fá sér hamborgara eða pylsu í lúgu um fjögur. Fólk er síétandi. Það er vandamálið.

Villi Asgeirsson, 19.7.2010 kl. 07:22

5 identicon

Guðbjörg. Hvaða furðutölfræði er á ferðinni í töflunni þarna hjá þér , hvað er BHKK Dánartíðni. Og kannski hefur lítil mjólkurneysla í  sumum austurlöndum eitthvað með það að gera að það vantar eitthvað í örveruflóruna ( í meltingarveginum)  hjá stórum hluta íbúanna sumra landanna sem eru neðst í listanum, sem gerir að verkum að kúamjólk brotnar ekki niður í meltingarfærum þeirra , og þar af leiðir þeir hafa enga ástæðu til að neyta hennar því hún gengur ( hvað líkamann varðar )  ónotuð niður af þeim eins og hvert annað aðskotaefni, og sennilegra er þessi líffræðilrgi munur bara tengdur því að kúamjólkin hefur aldrei verið  verið partur af mataræði þessarra landa. 

  Og svona í gammni finndu tölur yfir rafmagnsnotkun (kwst/íbúa/dag )  þessarra sömu landa og settu inn í töfluna hjá þér í staðin , mig grunar ,að það myndi ekki breyta röðuinni á þeim á listanum mikið, kannski bara að Svíþjóð og Ísland skiptu um sæti, og ef það reynist rétt hjá mér gætirðu alveg eins heimfært þessa BHKK Dáðnartíðni úpp á all of mila RAfneyslu.

Bjössi (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 09:18

6 identicon

Íslendingar hafa drukkið kúamjólk í hátt í þúsund ár. Ég myndi því giska á að hún sé góð fyrir okkur, af einföldum náttúruvalsástæðum. Hvað sem þeir kunna að finna þarna í LA, þá verður að athuga sérstöðu Íslendinga hérna.

Og Guðbjörg, það er ekkert "náttúrulega óeðlilegt" við að drekka mjólk. Í rauninni er það bara eðlilegt ef við höfum gert það nógu lengi, og lifað það af. Reyndar, þá þekkist svipaður búskapur meðal maura, ef þíg vantar enn þá annað dæmi úr náttúrunni.

http://science.jrank.org/pages/462/Aphids-Ants-aphids.html

Danni (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 09:39

7 identicon

Guðbjörg, þú segir "náttúran ætlast til".  Hver segir hvað hún ætli okkur að gera?  Maðurinn hefur notað afurðir dýra í margar aldir; t.d. mjólk og egg.  Einnig gæða rándýr sér á öðrum dýrum og innbyrða þar með þeirra hormóna og blóð (ein af þeim ástæðum sem sumir nota sem sönnun fyrir því að kúamjólk sé óholl er að í henni séu leifar af kúablóði og hormónum).  Maðurinn er rándýr og hefur veitt sér til matar um árþúsundir.

Vandamál okkar varðandi mat og heilsu er lang oftast óhóf.  Mjólk í lítratali á dag telst seint til góðs mataræðis, heldur hæfilegt magn úr öllum fæðuflokkum.  Þ.m.t. mjölkurvörur sem flestar innihalda mikið af næringarefnum.  Einnig hefur verið sannað að mikið unninn matur er ekki heppileg fæða fyrir okkur og er einn af okkar mannanna löstum tel ég.

Gleymum því ekki að við hér á Íslandi höfum náð einna hæstum meðalaldri meðal þjóða þrátt fyrir alla þessa mjólkurneyslu.

Með virðingu og vinsemd;

Arnar

Arnar Geir (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 09:46

8 identicon

Það er okkur ekki náttúrulegt að drekka mjólk nema ca fyrstu 2 ár ævinar og hvað þá mjólk annarra dýrategunda.

Mjólk inniheldur alskinns vaxtarhormon ætluð kálfum og hefur það verið tengt aukinni brjóstakrabbameinstíðni hjá þjóðum sem drekka mikið af mjólk.

Lactasi veldur meltingarfærunum erfileikum þó mismikið eftir fólki.

Helsta ástæða margra er fyrri mjólkurdrykkju er vegna kalkins en það er mikið ofmat á mjólk sem kalkgjafa sumir vilja meina að hún valdi beinþynningu, grænmeti er mun betri kalkgjafi eins og beljurnar vita best.

http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/what-should-you-eat/calcium-and-milk/index.html

http://www.cbsnews.com/stories/2005/03/07/health/webmd/main678579.shtml

Hannes (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 09:53

9 Smámynd: Egill

bhkk stendur fyrir blöðruhálskirtils krabbamein

en því miður er correlation ekki alltaf causation.

ég drekk vatn á hverjum degi, sólin kemur upp á hverjum degi.

einhver tölfræði sem fólk hefur grafið upp og raðað saman í flott chart hefur lítið að segja ef engar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar.

ps.  þegar ég googlaði "bhkk dánartiðni" þá var efsta síðan sem var ekki þetta blog, og ekki pdf skjal með mynd af einhverjum homopata, þar sem sú grein er tóm tjara legg ég enn minna virði á þessa fylgni en áður.

Egill, 19.7.2010 kl. 10:18

10 identicon

Einstaklega ílla framreidd rök hjá Guðbjörgu að mínu mati. Fólk má hafa sínar ástæður fyrir því að drekka og eða ekki drekka mjólk en að segja að það sé ekki það sem náttúran ætlast til eru mjög veik rök árið 2010. Og koma með dæmi eins og hundur að drekka hestamólk, halló! þá getur mannkynið bara líka viðurkennt að vera dýrategund og hætt að ganga í fötum, horfa á sjónvarp, keyra bíla, og borða eldaðan mat.

Ég efast stórlega að um að Guðbjörg borði hráan mat.

Það er meðalhófsreglan og fjölbreytni sem að skiptir máli varðandi alla fæðu. Ég er mikill náttúrusinni en maður verður líka að vera raunsær. Svo verður fólk líka að opna augun fyrir því að það sem að veldur offitu hjá fólki er ekki endilega fitan sem að innbyrðir heldur kolvetni og sykur. Fita er reyndar okkar eldsneyti. og þú þarft fitu til að brenna fitu.

Góðar stundir.

Karl (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 10:25

11 Smámynd: Arnar Pálsson

Þegar mogginn fjallar um vísindi er afar sjaldgæft að staðreyndirnar séu lagðar á borðið. Það er mín reynsla sem líffræðings, með meira próf í erfðafræði, að blaðamenn/ritstjórar moggans virðast sjaldnast vita hvað þeir eru að fjalla um í fréttum um erfðir, sjúkdóma og heilbrigði.

Þessi frétt er engin undantekning, þetta er í raun "NON"-frétt. Þeir gætu allt eins haft mynd af litríkum blöðrum, rennilegum sportbíl eða velvöxnum karlmönnum að saga tré.

Svari þínu um staðreyndir mun ekki vera svarað af mbl.is, en margir sjálfskipaðir "næringarfræðingar" munu mæla með hinu og þessu (alltaf þeirri töfralausn sem þeir eru að selja). Sjá úttekt á www.badscience.net.

Góðar stundir.

Arnar Pálsson, 19.7.2010 kl. 11:11

12 Smámynd: Arnar Pálsson

Viðbót, notið leitarorðið "nutritionists" á www.badscience.net

Arnar Pálsson, 19.7.2010 kl. 11:20

13 identicon

Aukin blöðruhálskirtilskrabbamein er tengt D-vítamínskorti. D vítamíni er skipt í cholekalsíferól og ergokalsíferól. Ergókalsiferól verður til í húð hryggdýra þegar ljós (sólin) af réttri bylgjulengd skín á húð þeirra. Skortur á D vítamíni er stór áhættuþáttur í þróun á blöðruhálskirtilskrabbameini, fjölmargar rannsóknir staðfesta það eins og þessi hér: http://www.informaworld.com/smpp/content~db=all?content=10.1080/10937400701873548.

Tælendingar, meiri hluti Kínverja og Indverja eiga það sameiginlegt að ENGINN sólarskortur er yfir "vetramánuðina". Grikkir, Ítalir og Spánverjar fá mikla rigningu og litla sól á veturna, öfugt við sólríku sumrin. Norðurlandabúaar búa hinsvegar við mun skýjaðra veður. Sólskinstundir ársins við miðjarðahafið eru um og yfir 3000, á meðan í Skandínavíu er það nærri 1500-1700 stundir ( Í Reykjavik er meðaltalið um 1300 stundir, en nánast enginn mælanleg sól er í Desember eða Janúar). Karlmenn á Norðurhjara eiga að taka inn D vítamín á veturna. Þetta hefur lýðheilsustöð bent á.

Engar handgóðar sannanir eru fyrir því að mjólk eða mjólkurvörur valdi krabbameini, en offita er áhættuþáttur. Sá sem hámar í sig smjör og rjóma verður fyrr eða seinna feitur, og hefur aukið hættu á að fá krabbamein. Asíuþjóðir borða líka minna kjöt en Evrópubúar! Austur-Asíu þjóðir búa við eitt lægsta hlutfall offitu í heiminum. Afhverju er það ekki tekið inn í reikningin? Grikkir, Spánverjar og Ítalir eru orðnar mjög mittisvíðar þjóðir.

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 13:06

14 identicon

Heil og sæl,

Mjólkin er eins og annað meðlæti, en það sem veldur ójafnvægi og skorti á ýmsum efnum er D vítamín. Við búum svo norðanlega á hnettinum að d vítamin geislar sólarinnar ná okkur aðeins milli 10 og 14 á vorin, sumrin og haustin. Og sólarvarnir koma í veg fyrir upptöku D. Einnig minnkar upptökuna vatnið í yndislegu sundlaugum okkar og klórinn. En á veturnar kemur versta upptakan, engin sól og margir eins og ég sem halda að ekki sé lífsnauðsynlegt að taka lýsi. Ég þurfti að snúa uppá hendi á lækni til að framkvæma 25 hydroxy vitamín d rannsókn sem leiddi í ljós MIKINN skort, sem veldur m.a. síþreytu, þunglyndi, þyngdaraukningu og margt fleira. Mjólk er góð í hófi en 10% starfsemi líkamans byggir á d og ef við erum lág er d ekki að ná að klára vinnuna sína sem er framleiðsla hórmóna sem fara um allan líkamann, m.a. jafnar insúlín og minnkar fituframleiðslu... frekari upplýsingar á www.vitamindcouncil.com

Ég tek 6000 Iu af d3 á hverjum degi þangað til að blóðrannsókn segir að ég sé að komast í hærri enda markanna. Ég held að þetta sé hrikalega dulið á Íslandi þar sem þetta kostar heilsugæsluna svakalega peninga og það er auðveldara f. lækninn að segja taktu lýsi í staðinn f. að mæla nákvæmlega stöðuna. Lýsiskeið inniheldur um 600 iu sem er langt langt undir þeim mörkum sem nýjustu rannsóknir segja að við þurfum. t.d. ef þú ferð í sólbað kl. 12 í 25 mín. fyllir þú líkamann af 10000 iu með öruggum hætti en á veturna hvað þá ....400 iu er það nóg. 

 Ómar skelltu þér í 25 hydroxy vitamín d rannsókn og allir aðrir sem ekki vita hvar þeir standa í þessu mikilvæga vítamíni / hórmóni.

Anna

Anna Þóra (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 14:40

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðbjörg Elín, þú segir: "Ef þú byðir fullorðinni kú mjólk myndi hún þefa af henni og segja,   ,, Nei takk, ég fæ mér heldur vatn og gras ,, "

Þú hefur greinilega ekkert umgengist kýr. Ef þú lætur fötu fulla af mjólk fyrir framan kú, þá svolgrar hún henni í sig á augabragði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.7.2010 kl. 15:00

16 Smámynd: Alfreð K

En hvað með kaffi? Þamba kýr og hundar viðstöðulaust kaffi? Finnst börnum ekki kaffi ógeðslegt? Eru menn eina dýrategundin sem venur börnin sín á eitthvað sem þeim finnst í bernsku ógeðslegt? Til hvers? Er kaffi svona voðalega hollt?

Alfreð K, 19.7.2010 kl. 17:35

17 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Tek undir með Gunnari Th.  Bjó með bæði mjólkurkýr og holdanaut hér í gamla daga og við þurftum oft að setja hring í nasir kúa sem tóku upp á því að sjúga aðrar kýr.  Við suðum stálpinna á  hringina og þeir ýttu á júgur kúnna þegar kýrin reyndi að sjúga.  Það kom líka fyrir að kindur sóttust í kúamjólk. 

Ég held að allt sé best í hófi og það á við um matvæli líka. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 19.7.2010 kl. 21:33

18 identicon

Takk Ómar, það er alltaf gott að heyra frá þér. Ég er kúabóndi. Ég varð svo gáttuð á þessari frétt á mbl. að ég á ekki orð. Rétt einu sinni er fullyrt að öll mjólk sé óholl. Maður er nú vanur ýmsu. En þegar er látið að því liggja að í mjólkinni sé jafnvel gröftur og blóð er þetta orðið ágætt. Fáfræði og fordómar þeirra sem þarna skrifa er þvílík að maður getur ekk orða bundist. Í fyrsta lagi: Sýni er tekið úr mjólkinni í hvert skipti sem hún er sótt. Ef eitthvað fyndist athugavert væri alltaf hægt að rekja það á augabragði. Í öðru lagi: Engir hormónar eru notaðir í landbúnaði á Íslandi. Í þriðja lagi: Hvergi - og þá meina ég hvergi - eru eins strangar reglur um hreinleika mjólkur og kjöts gagnvart lyfjanotkun og á Íslandi. Gaman væri ef kunnáttusamur blaðamaður tæki sig til og segði lesendum hvernig framleiðslunni er háttað. Hvernig menn kappkosta að láta skepnunum líða vel, svo að þær gefi af sér góða vöru. Vitað er að sumir hafa óþol gagnvart mjólkurvörum. Það sama gildir auðvitað um margan annan mat. Ég tek undir með Gunnari og Arnóri. Meðalhófið er best í mat sem öðru. 

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 22:22

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mjólkurafurðir eru ekki "óeðlilegri" en svo, að kötturinn er aldrei sprækari en ef hann fær rjómabland á hverjum degi. Hundurinn, þar sem ég var í sveit sem krakki, beið spenntur með rófuna dillandi að loknum mjöltum, því hann vissi að hann fengi mjólkurvætt bréfsigtið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2010 kl. 04:21

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... og ekki má gleyma blessaðri músinni, sem tístir af ánægju þegar hún kemst í ostbita

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2010 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband