Háð rakastigi, lofthita og veðuraðstæðum.

Hæð og umfang gufumakkarins, sem kemur upp úr hverasvæðinu í tindgíg Eyjafjallajökuls,. er algerlega háð rakastigi loftsins og veðuraðstæðum við jökulinn og segir lítið eða ekkert um kraftinn í hverasvæðinu.

Á fimmtán mínútum í morgun um hálftíuleytið gerbreyttist ásýnd fjallsins, þegar það hvarf að mestu í skýjum sem mynduðust við það að svöl hafgola lagðist inn yfir austanvert Suðurlandsundirlendið í öflugum sólfarsvindi. 

Gufumekkirnir á Hellisheiði geta stundum verið geysiháir og stórir en öðrum stundum litlir og ræfislegir af svipaðri ástæðu.

Ef loftið er heitt og þurrt í 1500 metra hæð (5000 fetum) verður skýjamyndun lítil og gufumökkurinn sömuleiðis.

Sé loft heitt í lægstu loftlögum en svalara hið efra stígur raki upp af jörðinni, og þéttist þegar ofar kemur.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur lýsti þessu vel í veðurspátíma Sjónvarpsins nú nýlega.  


mbl.is Gufustrók leggur frá Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband