Elvira, drjúgur liðsmaður.

Elvira Mendez Pinedo var glæsilegur frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar í þriðja sæti hennar í Reykjavíkurkjördæmi suður vorið 2007. 

Það var ekki ónýtt að fá ráð hjá svo fróðum sérfræðingi í Evrópurétti varðandi mál sem tengjast ESB og ýmsum fleiri málum, eins og nú gerðist á fundi um Magma-málið í Iðnó. 

Margt af því sem hún fræddi okkur um 2007 sýndi að bæði þá og nú erum við okkur sjálfum verstir á þeim sviðum þar sem við göngum verst fram gagnvart verðmætum landsins og þjóðarinnar. 

Eitt nýjasta dæmið um það var þegar tekin síðastliðið haust í gildi reglugerð um viðhald og skoðanir loftfara sem margfalda útgjöld og fyrirhöfn. 

Þetta var gert án þess að Íslendingum væri það skylt. 


mbl.is Orkufyrirtækin af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ómar minn... Hér á landi er við völd ríkisstjórn sem samanstendur af afvegaleiddum, hugsjónageldum, ráðherrastólasjúkum kommúnistum og forhertum Evrópusambandssleikjum sem í stað þess að fara á eftirlaun, eða huga að Urriðanum í Þingvallavatni, sjá hag sínum best borgið með því að framselja fullveldi Ísland. Væri ekki hissa þó leigubílstjórar væru skikkaðir til að klæðast hvítum hönskum og kaskeiti, vegavinnflokkum bannað að vinna berum að ofan í góðu veðri eða allir notuðu smokka í ítalskri stærð. Ofantalið er jú allt hluti af regluverki þessarar samevrópsku heljarsam"kuntu".

Halldór Egill Guðnason, 29.7.2010 kl. 04:11

2 identicon

Sæll Ómar og innilega til hamingju með afmælið um daginn.

Þú ert nú einn af óvenjulegustu samtíma mönnum Íslands og ferð sko ekki troðnar slóðir eins og orð þín og gerðir hafa svo oft sannað.

Þó þú og Íslandshreyfingin þín hafi gengið til liðs við Samfylkinguna fyrir s.l. kosningar þá veit ég að þú hikar ekki við að hafa þínar eigin skoðanir á málefnum líðandi stundar.

Einnig hefur komið fram að allt að 33 til 40% af almennum stuðningsmönnum Samfylkingarinnar eru á móti ESB aðild eða efast alvarlega um hana. Þetta endurspeglast samt ekki í mismunandi skoðunum hjá þingmönnum flokksins, sem allir ganga sinn gæsagang á eftir Össuri algerlega blindaðir af villuljósinu frá Brussel.

Þess vegna skora ég nú á þig sem þekktasta mann Íslands við að verja landið okkar og náttúru þess að brjóta nú upp og koma nú til liðs við okkur sem viljum verja fullveldi og sjálfstæði landsins okkar og höfnum þess vegna algerlega ESB helsi og því árans fargani öllu. 

gunnlaugur ingvarsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 10:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stefnt er að því leynt og ljóst að afhenda einu fyrirtæki, Alcoa, alla orku frá Skagafirði til Eyjabakka og fórna með því náttúruverðmætum á þessu svæði. Þetta erum við að gera án þess að ESB komi þar við sögu. 

Þegar að því kemur í þjóðaratkvæðagreiðslu að greiða atkvæði um komandi samning við ESB, tekur þjóðin sína ákvörðun. 

1908, 1918 og 1944 voru teknar ákvarðanir á grundvelli samninga eða laga, sem fyrir lágu og þannig verður það væntanlega varðandi samþykki eða höfnun samnings við ESB.

Ómar Ragnarsson, 29.7.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband