29.7.2010 | 20:14
Líkist afleiðingum drepsóttar.
Þegar litið er á ástand fjölmiðla á Íslandi um þessar mundir sést að fækkað hefur í stétt fjölmiðlamanna líkt og drepsótt hafi stungið sér niður og fjarlægt marga af hinum bestu.
Bæði gróðærisbólan og Hrunið hafa haft slæm áhrif á fjölmiðlunina. Í gróðærinu buðu fyrirtæki öflugum fjölmiðlamönnum gull og græna skóga til að fá þá í sína þjónustu við almannatengsl.
Þetta hafði óbein áhrif á þá sem eftir sátu. Þeir vissu að ef þeir fjölluðu mikið um ákveðin svið þjóðlífsins á "góðan" og jákvæðan hátt myndu þeir eiga meiri möguleika á góðu starfi hjá öflugum fyrirtækjum.
Þegar litið er yfir fjölmiðlasviðið, blöðin og ljósvakamiðlana eftir Hrun sést, að í mörgum tilfellum hafa eigendur eða stjórnendur sagt upp öflugum reynsluboltum, sem voru í krafti hæfileika og reynslu sinnar komnir með sæmileg laun.
Í staðinn var oft ráðið óreynt fólk á lágu kaupi en síðar kom í ljós að sparnaðurinn var í raun enginn þar sem afköst og gæði þessa fólks voru það lítiil, að tvo til þrjá nýja starfsmenn þurfti til að skila svipaðri framlegð og einn reynslubolti hafði skilað.
Svo er að sjá að íslensk valdabarátta sé það eina sem viðheldur tveimur fjölmiðlum, Morgunblaðinu og 365 miðlum en það rýrir að sjálfsögðu trúverðugleika þessara miðla, sama hve mikið starfsmenn þeirra reyna að stunda fagleg vinnubrögð.
Eftir stendur þá RUV sem ætti við núverandi aðstæður að vera öflugra en fyrr til að mæta mun mikilvægara hlutverki en áður. En hið þveröfuga er að gerast.
Það er til lítils að segja að RUV sé í of dýru og stóru húsi, - húsið er staðreynd og við sitjum uppi með það. Er ekki eitthvað bogið við það ef DV er að verða eini fjölmiðillinn, sem sýnist geta haldið úti óháðri rannsóknarblaðamennsku ?
RÚV á krossgötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hættu nú hægur, skuldlaus maðurinn!
DV með óháða rannsóknablaðamennsku? Þessi var nú góður. Það sem lengst af hefur rekið menn áfram á DV var illmennska og blöðruhálskirtilssýking, sem ekkert á skylt við góða blaðamennsku.
Gæðin á RÚV hafa undanfarið "farið fram úr vonum" manna. Þótt að mikill reynslubolti hafi verið rekinn nýlega, þá hafa komið inn dugmiklir strákar af vinstri vængnum, alveg tilbúnir í pólitíska "rannsóknablaðamennsku" af verstu gerð.
Þar á meðal má nefna Gunnar Hrafn Jónsson, sem fyrir utan að vera stjúpsonur Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann stundar fréttafalsanir, sem ég hef kvartað undan án þess að fá svör.
Annan góðan höfum við í Kára Gylfasyni, sem er fæddur inn í mikla byltingarfjölskyldu og brennur sjálfur fyrir málstaðinn. Hann var á Dagmarksárum sínum ólmur í að vinna með stúlkum með slæður og er hallur undir alls kyns öfgamálstað ef hann bitnar á USA og Ísrael. Hann fékk um daginn að nota meginþorra fréttatíma RÚV til að segja frá dásemdum þess hve Wikileak-rugludallarnir voru að dæla í heimsfréttirnar. Landsmálin sátu líka á hakanum í þeim fréttatíma. Nýju strákarnir á RÚV þykjast vera að bjarga heiminum í beinni, þegar þeir í raun taka þátt í hryðjuverkastarfsemi. Á meðan er minni umfjöllun um óhæfni ríkisstjórnarinnar og svaðið í ESB.
Mér sýnist að fækkun starfsmanna stafi af minna ráðstöfunarfé og að vandinn sé meira brauðníð og samsæri gegn samstarfsmönnum. Það þarf ekkert Jón Ásgeira til þess að hausar fjúki á fréttastofum. Níð samstarfsfólksins og óprúttinn metnaður neðanmálsliðs, eins og þegar Sigríður Árnadóttir fékk að fjúka á Stöð 2, er vandi fréttastofa og fjölmiðla. Ég held að þú kennir röngum aðilum um.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.7.2010 kl. 21:59
Það er ekki til almennilegur fréttamiðill á íslandi... enda gæti það komið ýmsum glæpamanninum í bobba...
Svo er líka verið að borga hönnuðum hrunsins hvað.. ~200 þúsund krónur á dag í laun... Var DO ekki með þetta í laun hjá mbl... mér skilst það, sel það ekki dýrara en ég keypti það á.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 22:17
Íslenskir fjölmiðlar eru svona álíka trúverðuglegir og ræður Íransforseta. Tómt prump og inn á milli alger della. Sjái Íslendingar ekki í gegnum þessa óværu, eiga þeir einfaldlega skilið að farið sé illa með þá. Þessi þjóð er jú vön því. Samansafn lúsugra aumingja með hori og slefi, sem lét hrauna yfir sig endalaust gegnum aldirnar. Þjóð sem át jafnvel handrit þegar sult bar að garði, hélt að rollan væri eini maturinn á jörðinni, en datt ekki í hug að kíkja niður í fjöru eftir æti, eða róa til fiskjar. Þjóð sem á sínum tíma færði til bókar að sultur væri orðinn svo almennur á suðurlandi að "menn væru jafnvel farnir að leggja sér ferska síld til matar" Við ættum að gera aðeins minna af því að stæra okkur af víkingablóði og fara að horfast í augu við þá staðreynd að hér bjuggu lítið annað en grálúsugir aumingjar í moldarkofum í yfir þúsund ár. Lítið höfum við lært af aumingjaskap forfeðra vorra.
Halldór Egill Guðnason, 30.7.2010 kl. 03:10
Þetta er nákvæm og góð lýsing á ástandinu, Ómar.
Haraldur Bjarnason, 30.7.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.