Einn af ótal möguleikum.

Ferðamennska í heiminum byggist æ meira á því að leyfa gestum að upplifa lífsbaráttu annarra kynslóða og framandi þjóða.

Hér á landi er fullt af tækifærum til þess að leiða gesti inn í heillandi veröld glímu Íslendinga við sérstæð og óblíð náttúruöfl. 

Allir svonefndu raunveruleikaþættirnir sem hafa verið svo vinsælir í sjónvarpi hvarvetna um heiminn eru dæmi um þann aukna áhuga á "survival" og áskorunum


mbl.is Rekaveiðar í kjölfar strandveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Já mér líst nú betur á þessa tegund upplifunarferðamennsku en hvalaskoðunarferðir hvalveiðimanna.

kveðja

Lárus

Lárus Vilhjálmsson, 9.8.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Davíð Oddsson

Ég verð nú reyndar að segja það Lárus, að ég er persónulega mun spenntari fyrir hvalveiðihvalaskoðunarferð heldur en þessum hefðbundnu. Hugsanlega er ég einn af fáum, það kemur í ljós.

Ég er hins vegar sammála Ómari í því að Íslendingar ættu að stíla meira inn á fjörferðamenn en þeir gera.

Davíð Oddsson, 9.8.2010 kl. 21:38

3 identicon

Var á flugi um daginn yfir Heklurætur, og samferða mér einhverjir útlendingar. Það sem þeim fannst allra magnaðast var hvernig byggðin náði upp í eldstöðvar og hið grófasta landslag. Þeir áttu ekki orð yfir hversu harðgert þetta fólk hlyti að vera sem þarna byggi, t.d. á Keldum, og svo Heklubæjum.

Þetta er glíma við nátttúruöflin, og afar góður punktur hjá Ómari.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband