Hefur lengi loðað við.

Það hefur lengi loðað við ferðir landans inn í óbyggðir að það slaknar á aðhaldi hvað snertir neyslu áfengis.

Um það þekkjast mörg dæmi og er skemmst að minnast þegar Ferozajeppi, sem ég átti og stóð inni á Brúaröræfum í snjó í apríl-maí 2006 var stórskemmdur með grjótkasti og barsmíðum. 

Ég á erfitt með að ímynda mér að allsgáðir menn hafi gert það, en þó veit maður það svosem ekki. 

Þeir sem á annað borð finna afslöppun í því að fá sér neðan í því finnst þeir vera frjálsari og óhultari fjarri byggðum en í byggð.

Raunar er þetta fyrirbrigði þekkt allt frá árdögum bílaaksturs þegar það þótti ekkert tiltökumál að fá sér "hressingu" fyrir vandasaman akstur yfir ár eða um krókótta bratta og mjóa vegarkafla eins og Kambana. 

Það var bara eðlilegt framhald af því að gera svipað á slarksömum hestaferðum um landið um aldir.

Það er hins vegar sjálfasagt mál að láta þetta ekki viðgangast lengur heldir gildi svipað um akstur vélknúinna tækja um óbyggðir og í byggð. 

Það kostar að vísu meira að nota þyrlu í þessu skyni eða senda lögreglumenn um langan veg til eftirlits en rétt er að eitt gangi yfir alla. 


mbl.is 36% ökumanna undir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar, það er annars undarleg skynsemi þegar fólk heldur að það geti leift sér að aka undir áhrifum áfengis í óbyggðum. Hvar annarsstaðar þurfa menn á meiri athyglisgáfu að halda? Verið er að aka yfir ábrúaðar ár, á malarvegum og oftar en ekki innan um fólk, aðstæður sem flestir eru óvanir. Á þessum málum á að sjálfsögðu að taka á!

Gunnar Heiðarsson, 11.8.2010 kl. 11:37

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er má heita furðulegur fjandi
sem fyrfinnst þó gjarnan úti á landi:
Að staupa sig við stýri
og aka í fimmta gíri
til þess eins að skjótast eftir blandi.

Júlíus Valsson, 11.8.2010 kl. 17:33

3 Smámynd: Dexter Morgan

Ekkert má nú orðið..... :)

Dexter Morgan, 13.8.2010 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband