Spánska veikin drap meira en þúsund sinnum fleiri.

Í ljós hefur komið að það var vægast sagt hæpið að nefna svínaflensuna og spönsku veikina í sömu andrá eins og gert var í upphafi faraldursins.

Spánska veikin drap fleira fólk en féll í fyrri heimsstyrjöldinni, svo skæð var þessi drepsótt. 

Þótt skæður sjúkdómsfaraldur sé aldrei smámál hefur komið í ljós að lyfjaframleiðendur nýttu sér hræðslu fólks við svínaflensuna langt úr hófi fram og græddu á því. 

Kannski var skárra að of en van í því efni en alnæmi og fleiri sjúkdómar, sem hrjá mannfólkið, eru mun alvarlegri vandamál en svínaflensan varð nokkurn tíma. 

Slæmu fréttirnar voru að þessi faraldur reyndist óstöðvandi. En það á alltaf að líka líta á björtu hliðarnar. Góðu fréttirnar voru þær að þessi tegund flenstu reyndist langt frá því eins hættulegur og menn óttuðust og ekki mikið skæðari en margir faraldrar svipaðrar gerðar sem farið hafa um heiminn hinn síðari ár. 


mbl.is Svínaflensufaraldrinum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var með mann í gistingu í fyrra sem vann að þróun bóluefnisins. Hann gerði ekki lítið úr þessu, en sagði erfitt að segja til um hversu skæð pestin yrði, og hvort hún næði að komast í "hærri gírinn", þ.e.a.s. stökkbreytast.

Hann taldi að með bólusetningu myndi smitmynstrið lagast þar sem að það yrðu svo margar "eyður" af ónæmu fólki. Hann taldi líka að áhrifin yrðu ekki eins sterk og 1918, þar sem fólk er almennt betur fóðrað, það væri allt önnur heilbrigðisþjónusta en þá,  og svo væru til lyf sem slá á einkennin.

Eftir þessu vonaðist nú þessi vísindamaður, og helst að ekkert yrði úr þessu.

Bara mín 5 cent....

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 09:36

2 identicon

ég var einn þeirra ca. 92%* íbúa Þýskalands sem létu ekki plata sig af þessari gígurlegu áróðurs-, hræðslu- og söluherferð lyfjaframleiðendanna. Í Þýskalandi voru semsagt ekki miklar "eyður" af ónæmu fólki.

En eins og fréttamennskan var í byrjun "faraldursins" hafði ég það á tilfinningunni að ég væri í rauninni að fremja óbeint sjálfsmorð með þessari "óskynsamlegu" ákvörðun minni að láta ekki bólusetja mig.

Í dag er ég feginn að hafa ekki látið sprauta öllum þessum óþarfa - og fyrir marga skaðvænu - bólusetningarefnum inní líkama minn.

* Heimild: Greenpeace. Í Berlín var hlutfall bólusettra lægst í Þýskalandi, eða 4,4%. Þýsk stjórnvöld pöntuðu skammta fyrir ca. 30% þjóðarinnar, og sitja núna uppi með miklar birgðir. 258 manns létu lífið af orsökum svínaflensunnar.

 http://www.greenpeace-magazin.de/index.php?id=55&tx_ttnews%5Btt_news%5D=85397&tx_ttnews%5BbackPid%5D=23&cHash=10e610c4f1

Valgeir (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband