Mannanöfn og mannréttindi.

Það er furðu algengt að foreldrar telji það aðeins vera sitt einkamál hvaða nafn þeir velja á afkvæmi sín.

Allt of oft gleymist að það eru mannréttindi hvers barns að heita nafni sem ekki gerir því lífið erfitt eða allt að því óbærilegt. 

Afkáraleg eða sérkennileg nöfn geta orðið tilefni til eineltis og stríðni sem misjafnt er hvernig ungar og viðkvæmar sálir þola.

Ég verð til dæmis ævinlega þakklátur foreldrum mínum að skíra mig ekki Ólaf og til stóð vegna þeirrar áhættu að ég yrði kallaður Óli rauði. 

Enginn átti von á því að ég yrði rauðhærður, hvað þá með eldrautt passíuhár sem eitt út af fyrir sig skapaði talsvert áreiti. 

Í stað þess var ég skírður Ómar en það var svo sjaldgæft nafn þá að mér fannst á barnsaldri viðbrögð margra við því vera óþægileg og óskaði þess jafnvel stundum að ég héti algengari nafni.

Þetta lagaðist fljótlega eftir því sem fleiri fengu þetta nafn.

Þess utan er hinn íslenski mannanafnasiður að kenna fólk við foreldri fremur en ætt nokkuð sem margir útlendingar öfunda okkur af og er mikilvægur hluti íslenskrar menningar og sjálfstæðis. 


mbl.is Hvernig er hægt að skíra barnið sitt þetta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar ekki veit ég hvernig við samlandar þínir hefðum tekið því ef þú hefðir heitið eitthvað annað en Ómar t.d Teódór þá kæmi það út svona já hann Teódór Ragnarsson hann er og verða mun frábærNei það passar alls ekki því að Ómar Ragnarsson mun alltaf hljóma hjá okkur sem frábær náungiHafðu þökk fyrir.

Sigurður Haraldsson, 13.8.2010 kl. 21:50

2 Smámynd: Hannes

Ég of ein félagi minn djókuðum lengi með að við ætluðu að skíra börn gömlum Íslenskun nöfnum sem eru ekk notuð í dag. T.d Ljótur Bolli.

Hannes, 14.8.2010 kl. 00:22

3 identicon

Ég er nú ekki sammála því síðasta hjá þér Ómar;

,,Þess utan er hinn íslenski mannanafnasiður að kenna fólk við foreldri fremur en ætt nokkuð sem margir útlendingar öfunda okkur af og er mikilvægur hluti íslenskrar menningar og sjálfstæðis."

 Þessi regla gengur nefnilega ekki yfir alla. Þeir sem eru afkomendur fólks sem bar ættarnafn að kenninafni geta notað ættarnafnið. Það er helber ósanngirni. 90% af íslensku þjóðinni er bannað með lögum að nota ættarnafnakerfið, það er það kerfi nær alls staðar í veröldinni er notað.

Nú getur fólk af erlendu bergi brotið reyndar notað kenninafn þess foreldris sem kemur af utan. Það eru því ekki lengur tveir hópar í landinu varðandi nöfn, ættarnafnafólkið og allir hinir, heldur þrír og það er a.m.k. vel.

Ekki hef ég nokkurn tímann hitt útlending sem öfundar okkur af nafnakerfinu hér, en marga hef ég hitt sem finnst það mjög áhugavert og skrítið. Hins vegar hef ég lent í því á landamærum erlends ríkis að þurfa að útskýra hvað ég væri að gera með barn sem héti allt öðru nafni en foreldrarnir.

 Kveðja/GA

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 08:29

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Útlendingar hafa oft í mín eyru dáðst að nafnasið okkar vegna þess meðal annars að í því felst gamalt kynjamisrétti að kona taki upp sama eftirnafn og maður hennar hefur.

Eftir stendur sá siður að kenna barn við föður sinn en ekki móður sem þó er ekki skylda. 

Ég tel réttara að kenna börn við móður sína vegna þess að móðernið er ævinlega öruggt. 

Ómar Ragnarsson, 14.8.2010 kl. 12:04

5 identicon

Ómar minn !  Tvö börn mín af fjórum eru kennd við mömmu sína.  Þetta gerðist fyrir nánast 30 árum.  Aldrei hafa þau mætt áreiti og aldrei hvarflað að þeim að breyta því.  Enda sérðu hvað er glæsilegt að vera Vigdísarbörn í forsetatíð hennar nöfnu minnar Finnbogadóttur.  Þú veist líka um hann -  Flosa landnámsmanninn vestra sem var Vilgerðarson.  Auðvitað er þetta öruggast, það geta jú, stundum fleiri en einn komið til greina ekki satt , án þess að dæmið væri þannig hjá mér...........

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 14:20

6 identicon

Til þess að teljast sannur (eða sannanlegur?)  Gyðingur, þarf maður að eiga Gyðing fyrir móður. Þannig að þetta eru ekki ný vísindi ;)

Annars er "okkar" nafnakerfi hrein snilld, því þar sem konur breyta ekki up nafn er auðveldara að rekja ættir. Í hinu sýsteminu eru jú allar giftar konur búnar að eiga 2 eftirnöfn. Tengdarmamma, sem er þýsk, fráskilin og endurgift t.a.m. búin að eiga 3. Þá stendur bara fornafnið eftir sem óbreytt.

En íslensk kona, - hún bara heldur sínu ef hún vill, og það er í valdi foreldra að ákveða hvort barn sé kennt við móður eða föður, þótt svo að föðurnafnið sé svona standardinn.

 Og marga útlendinga hef ég hitt sem spyrja út í þetta kerfi okkar og finnst gott vera, - nær alltaf konur!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband