15.8.2010 | 20:13
Verður að taka afleiðingunum.
Ef eitthvað er er ég Pool-ari en eingöngu vegna þess að mér finnst þeir vera með besta einkennislagið.
Engu að síður finnst mér að Joe Cole og félagið eigi að taka afleiðingunum af algerlega misheppnaðri tæklingu hans í leiknum í dag.
Og raunar er ég þeirrar skoðunar að verði leikmaður fyrir meiðslum af völdum brots og verði frá keppni af þeim sökum eigi sá, sem braut á honum, að fá jafn langt leikbann, þó ekki meira en sex vikur, sem er sá tími sem tekur menn að jafna sig eftir flest slæm meiðsli eða beinbrot.
![]() |
Liverpool hyggst áfrýja rauða spjaldinu hjá Cole |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og svo mætti sekta knattspyrnumennina (auðkýfingana) um milljónir sem meiða andstæðinginn, jafnvel þó brotamennirnir finni vart fyrir því fjárhagslega..
Elvar (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 20:22
Hins vegar meiddist leikmaður Arsenal ekki meira en það, að hann hljóp hinn frískasti inná aftur í seinni hálfleik,
Rúnar (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 21:01
Þess má geta að umræddur varnarmaður sem varð fyrir þessari litlu tæklingu (klemmdist eftir að Cole reyndi að blokka sendingu hans og lék þetta fallega eins og hann hefði fótbrotnað) spilaði nánast allan leikinn, eða þangað til að hann var sjálfur rekinn út af á 94. mínútu. Klárlega rangur dómur að reka Cole út af og því ekki að undra að Liverpool muni áfrýja dómnum.
Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 21:06
Maður hlýtur nú bara að spyrja þessa tvo spekinga hér að ofan sem undrast að leikmaðurinn hafi nú barasta getað spilað allan síðari hálfleikinn, hvað þurfi til að réttlæta rautt spjald?
Beinbrot?
Sem betur fer slasaðist hann ekki, og það var ekki heimskulegri tæklingu Joe Cole að þakka!
Jóhann (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 21:20
Jóhann, þú ert greinilega nokkur spekingur sjálfur en varðst greinilega ekkert var við leikaraskapinn. Það var þó enginn að halda því fram að ekki hafi verið um aukaspyrnu að ræða, en rautt spjald var bara klárlega rangur dómur, og hlýtur að teljast nokkuð líklegt að því verði snúið við af enska knattspyrnusambandinu.
Þeir þekkja það líka sem spila hafa fótbolta af einhverju viti að það að klemmast milli fóta leikmanns er í langflestum tilvikum langt frá því að vera hættulegt, þó vissulega geti það verið óþægilegt. Annað er hins vegar að segja um "sólar"-tæklingu Arsenal leikmannsins nokkrum mínútum áður sem var stórhættuleg og litlu hefði mátt muna að illa færi þar. Lyfti þó dómarinn bara upp gula spjaldinu í það skiptið.
Eins var Gerrard með tæklingu í leiknum sem var 10 sinnum hættulegri en atvikið hjá Cole, og slapp hann eins með gula spjaldið...
En hvað um það, seinni hálfleikur var mun skemmtilegri en sá fyrri. Sorglegt hins vegar fyrir Cola að vera rekinn út af...
Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 23:24
Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að í knattspyrnu eigi að taka upp sveigjanlegri refsingar í átt við það sem er í handboltanum, þ. e. að hægt sé að reka leikmenn út af í hluta af leiknum.
Ef leikmaður Arsenal var með leikaraskap átti hann að sjálfsögðu að fá líka að líta spjald fyrir það.
En glórulausar tæklingar finnst mér lýti á knattpsyrnunni, hvort sem þær eru hættulegar að valda meiðslum eða ekki.
Ómar Ragnarsson, 15.8.2010 kl. 23:49
Hvers vegna eru tæklingar ekki bara bannaðar? Mér finnst þær hætta á að slasa menn (alvarlega), og ekkert nema leiksýningar í gangi fyrir dómarann og svo er þetta tímasóun..........
Pálmi Freyr Óskarsson, 15.8.2010 kl. 23:58
Vandamálið er að það er mjög erfitt að sjá hvort viðkomandi sé að leika eður ei. Hvort um alvarlegt brot sé að ræða. Stundum er meira að segja ógjörningur að sjá það á kamerum því sjónarhornið blekkir. Fótboltamennn eru misþungir. Sumir geta verið hávaxin 100 kiloa vöðfabuff niður í að vera um 60 kilo. Hraðinn er miklu meiri inni á vellinum en fótboltaunnendur gera sér oft grein fyrir og harkan og stöðubaráttan inni á vellinum er miklu harðari en sést á kamerum. Í raun er þetta ekkert ósvipað og Rallí að því leitinu til að oft virðist kannski oft auðvellt að keyra bíla en það er eitt að segja það og hitt að gera það.
Það er hryllingur að vera fótboltadómari- því hann gæti verið hataðasti maðurinn inn á vellinum fyrir það að eitt að taka hárréttar áhvarðanir. Því sumir þjálfarar og leikmenn- geta ekki séð hlutina hlutlaust í hita leiksins.
Brynjar Jóhannsson, 16.8.2010 kl. 08:30
Afskaplega strangur dómur. Gult spjald fyrir svona tæklingu hefði verið næg refsing, þetta var ekki tveggja fóta tækling, Arsenal leikmaðurinn klemmist á milli fóta Cole eftir því sem ég best sá, svo að rauða spjaldið er fáránlegt og finnur maður svolítið til með Cole að fá sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum, í sínum fyrsta leik með nýju liði. Einnig er mjög algengt að leikmenn (þolendur) geri meir úr brotinu en raun ber, veltast um völlinn sem sárþjáðir til að reyna að fiska spjald á þann sem braut af sér, standa síðan upp nokkru síðar og aldrei sprækari. Á svoleiðis leikaraskap þarf að takast á við.
Hjörtur Herbertsson, 16.8.2010 kl. 12:19
Kannski menn vilji kíkja á BBC-Sport. Þar eru tvær áhugaverðar greinar um málið. Önnur er svona:
Roy Hodgson can understand Joe Cole red card
og hin hefur þessa fyrirsögn:
Liverpool accept Joe Cole's red card against Arsenal
Jóhann (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.