Hefð fyrir áhuga á Húsavík?

Fréttin af því hve hræðilegt reðasafnið á Húsavík þyki í útlöndum vekur upp spurninguna um það hvort Egill Jónasson hafi á sínum tíma gefið tóninn fyrir margræðan áhuga Húsvíkinga á ýmsum hlutum.

Þegar Teresía Guðmundsson var Veðurstofustjóri og Fuglavinafélag íslands auglýsti í miklum snjóalögum: "Munið eftir smáfuglunum" kastaði Egill fram þessari vísu:

 

Kólna tekur tíðarfar.

Teresía spáir byl. 

Hver sem tittlings verði var

veiti honum skjól og yl. 


mbl.is Hryllingur á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vísan er sæt og Teresía var víst Guðmundsson ;)

HBH (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 21:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakka ábendingu um eftirnafn Teresíu og breyti því nú þegar.

Ómar Ragnarsson, 19.8.2010 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband