27.8.2010 | 10:18
Allt "öfgafólki" að kenna?
Það' er strax byrjað að kenna "öfgafólki", VG, Steingrími og Jóhönnu og Steingrími um tafir á virikjanaframkvæmdum, bæði á blogginu í dag og í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi.
Þetta hefur verið lagt þannig út að viðkomandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að vera á móti atvinnuuppbyggingu, á mót framförum og á móti landsbyggðinni.
Dæmin eru ný og gömul. Þegar virkjanafíklarnir hafa farið á kreik hafa þeir hrint af stað borunum áður en athugað hefur verið um gildi svæðisins sem náttúruverðmæti.
Þegar síðan gildi svæðisins hefur komið í ljós hefur verið sagt að ekki verði aftur snúið og "öfgafólki" kennt um að vilja eyðileggja hundruð milljóna króna sem eytt var þegar skotið var fyrst og síðan spurt.
Ekkert "öfgafólk" hefur lagst gegn Búðarhálsvirkjun heldur mælt með henni. Samt er því og þeim flokki sem enga ábyrgð bar á Hruninu, kennt um að vegna Hrunsins fáist ekki lánsfé til að hefja þar framkvæmdir.
Vaðið var af stað með að reisa kerskála í Helguvík án þess að búið væri að skoða hvort orka fyndist fyrir 360 þúsuynd tonna álver sem krefst 700 megavatta orku.
Raunar var fyrst reynt í lengstu lög að leyna því hve álverið yrði að verða stórt og þegar nú hefur komið í ljós að það verði að ná 360 þúsund tonna stærð er "öfgafólki" kennt um að ekki finnist orka fyrir þennan mesta mögulega orkusvelg heims.
"Öfgafólki" er síðan kennt um að Orkustofnun getur ekki gefið virkjanleyfi fyrir stækkaða Reykjanesvirkjun nema innistæða sé fyrir orkunni sem pumpa á upp.
Í upphafi var vaðið áfram með framkvæmdir án þess að buið væri að ganga frá samningum við tólf sveitarfélög sem línur og virkjanir eiga að verða í.
Þegar forstjóri Magma Engery lætur í ljós þá rökstuddu skoðun að réttara sé að leita að minni kaupendum orku, sem vilja borga meira fyrir orkueiningu og skaffa fleir og betri störf á orkueiningu ætlar allt vitlaust að verða, "Suðurnesjum blæðir út!" er hrópað og annað er eftir því.
Ég er einn þeirra sem hafa andmælt því að orkufyrirtækin okkar lendi í eigu útlendinga.
Það er helvíti hart þegar síðan kemur í ljós að útlendingar skuli orða skynsamlega orkusölustefnu sem manns eigin landar hafna vegna ótrúlega skammsýnna skammgróðasjónarmiða á kostnað komandi kynslóða.
Þ
20 sagt upp hjá Jarðborunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á þessu öllu er "mismunandi skilningur" - um hvað séu aðalatriði málsins
Svo fer það eftir uppeldi okkar og þekkingu á landinu - og mismunandi smekk okkar hvað okkur finnst.
Í raun getum við sett okkur inn í flest þessi sjónarmið - en þar sem þröngsýnin er mest - og tillitsleysið mest - við önnur sjónarmið en eignin sjónarmið - þar verður stundum talað um "öfga"
Það sem ég vil undirstrika - að í svona viðkvæmum ágreiningmálum þar þarf að vanda sértaklega um faglega málamiðlun.
Ég tel að fagleg málamiðlun gæti falist í að efna til alþjóðlegrar verðlaunasamkeppni - meðal landslagsarkitekta og fl. fagmanna - um bestu tillögurnar fyrir málamiðlun - og þá væri markmiðið að vernda sem mesta - en nýta jafnframt náttúruna til þess að afla tekna og minnka atvinnuleysi.
Það sem gera má strax Ómar - er að auk fiskveiðar umtalsvert - án nokkurrar áhættu.
Það e t.d. engin ástæða til að vera að stækka þorskstofninn í dag - þar sem sú uppskrift sem beitt er hefur hvort eð er aldrei tekist (nema til skaða)
Í fyrra sagði í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar - að óhætt væri að veiða 70 þúsund tonnum meira - og þá stæði stofninn í stað. Af hverju var þá ekki sú leið farin?
70 þúsund tonn af þorski - eru álíka verðmæti og hálft álver framleiðir - (40 milljarðar) nánast engin fjárfesting þarf að fara fram - bara auka aflaheimildir...
Launa hlutfall af 40 milljörðum gæti verið allt að 30% (á sjó og í landi) = 12 milljarðar.
Ef við gefum okkur 8 milljónir í ársverk þarna (ágæt laun) þá minnkar atvinnuleysið um 1500 manns + allur þjónustugeirinn - verslun, iðnaður akstur á fiski útflutningur o.fl.
Mjög varlega metið - erum við þarna að tala um allt að 3000 manna minnkað atvinnuleysi - bara ef við aukum þorskkvótann um 70 þúsund tonn og hættum þessu rugli að "byggja upp" - til hvers andskotans.
Við erum búin að tapa hrikalega markaðsstöðu okkar erlendis - vegna of mikil niðurskurðar fiskveiða - og það er ekkert auðvelt að taka slaginn og kom með aukið framboð á markaðinn - en það er bara engin önnur leið fær en að taka slaginn og lækka þá bara verðið aðeins og hætta þessum öfgum ð vera alltaf að pína neytendur til að borga meira og meira - og mála okkur þannig út af markaðnum smám saman.
Besta leiðin til að minnka þrýstinginn á auknar virkjanir - er að auka aflaheimildir og hætt að svelta fiskistofna tilhlýðni við heimskuformúluna með ofbeit á beitarhaga hafsins. Það má auka fiskveiðar í flestum fisktegundum nema loðnu í dag.
Kristinn Pétursson, 27.8.2010 kl. 11:03
Kristinn,
Þarftu ekki að snúa plötunni við. Hún er biluð þarna megin!
einsi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 12:51
Hvað er "hinumegin" á plötunni?
Kristinn Pétursson, 27.8.2010 kl. 13:40
sammála Ómari sem og Kristni - hef á tilfinningunni að það þyki ekki nógu fínt að tala um fisk, ekki fyrir svo löngu eða í þessari svokölluðu fjármálauppsveiflu komu excel "vitringar" banka "vitringar" eða fjármálavitringar fram á sjónarsviðið og sögðu að fiskveiðar innan ekki svo langs tíma yrðu okkur óþarfar - íslendingar ættu að einbeita sér að fjármálamarkaðnum - nei ég tek undir með Kristni það eru þessar gömlu undirstöðuatvinnugreinar sem þarf til að koma okkur út úr þessum vanræðum svona nokkuð skammlaust - tekur tíma en við ættum ekki að þurfa að skuldsetja okkur á meðan framleiðsla er í gangi á "fiskfangi" sem nóg er af ef rétt er sem sagt er - en hvar er fólkið ?
Jón Snæbjörnsson, 27.8.2010 kl. 16:01
Sæll. Það er strax byrjað að kenna "öfgafólki", VG, Steingrími og Jóhönnu og Steingrími um tafir á virkjana framkvæmdu, þau eru eiðfaldlega að rusta landinu.
Það hefði verið skimsamlegra að fara í stækkun ISAL 2007 orka hefði þá verið um420 MW
en menn börðust á móti því og sögðu úrásinn mun bjarga þjóðinni hvar er útrásin nú hvað þurfum við að borga fyrir hana og veðjuð á það að ekki yrði farið í Helguvíkina og þegar tapið er að verukeika og annað að blasir við, þá bara spyr ég hver er ábyrgur enginn.?
Rauða Ljónið, 27.8.2010 kl. 21:56
Kristinn,
Hinum megin á plötunni er kannski málefnalegt svar við hugleiðingum Ómars, í þessum pistli.
Trikkið sem þú notar er þekkt, og það er til heiti yfir svona framkomu á bloggi.
einsi (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 09:29
Það er pólitísk skítalykt af "faglegu" áliti "sérfræðinga" sem eru á snærum hjá náttúrverndarsamtökum.
Vísindamenn sem eru á snærum kapitalistanna, komast ekki upp með vafasöm vinnubrögð. Ef þeir vita ekki sínu viti eru þeir reknir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2010 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.