30.8.2010 | 09:42
2007 lifir !
Sumar persónur ná slíkri frægð að þegar þær deyja eru margir sem trúa því ekki heldur berast fregnir af því að hinn látni hafi sést hér og þar. "Elvis lifir!"
2007 er orðið hugtak sem er sprelllifandi og kemur aftur og aftur í hausinn á okkur. 1,8 milljarður, sem Reykjanesbær á ekki fyrir, er eitt af mörgum dæmum um það.
Það að fjórfalda og fimmfalda skuldir íslensku heimilanna og fyrirtækjanna 2007 átti að færa okkur mestu mögulegu lífshamingju. "Kúlulán" voru eitt af lykilorðunum, "take the money and run!"
Reykjanesbær var einn af mörgum aðilum sem tók peninga og reynir að hlaupa en getur ekki hrist sprellifandi vofu 2007 af sér.
Rukkaður um 1,8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðhaldssemi er ekki vinsælt kosningaloforð. Fólk kýs þá sem lofa því mestu og fattar ekki að þeir munu eyða þess eigin fé. Fávitahátturinn ríður ekki við einteyming í þessu þjóðfélagi (Og reyndar á fleiri stöðum líka).
Og til þess að kóróna vitleysuna er tekið fram að tekjur af álveri hafi brugðist, álveri sem hugsanlega verður aldrei byggt og var aldrei fast í hendi. Hvað í ósköpunum leiddi til þess að þetta lið fór að gera ráð fyrir þessum tekjum fyrirfram, eins mikið og deilt hefur verið um virkjanamál hér undanfarin ár? Sérstaklega í ljósi þess að bróðurparturinn af orkunni átti að koma frá virkjunum í öðru sveitarfélagi, framkvæmdum sem Reykjanesbær gat ekkert gert til að stjórna?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 10:43
Já Ómar - það geta ekki allir gengið í sjóði Landsvirkjunar og almennings til þess að redda sér eins og þú hefur gert.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.8.2010 kl. 11:35
Ólafur Ingi:
Fyrir utan það að athugasemd þín kemur umræðuefninu ekki við, þá fyndist mér forvitnilegt að vita hvort þú telur Ómar eða Árna Sigfússon hafa betri sambönd til þess að komast í almannasjóði?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 11:41
Ólafur Ingi þetta er ekki fallega sagt hafðu skömm fyrir
Ómar hárrétt hjá þér 2007 lifir lengi með okkur og því miður er 2007 ennþá í kerfinu það endar ekki vel!
Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 17:43
"Sjóðir almennings" eru væntanlega kvikmyndasjóður en ég er líkast til eini Eddurverðlaunahafinn sem hefur aldrei fengið krónu úr þeim sjóði.
Landsvirkjun borgaði öðrum kvikmyndgerðum 56 milljónir fyrir gerð myndar um mannvirki Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekkert var fjallað um stærsta manngerða fyrirbærið, Hálslón, og þaðan af síður um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.
Ég hef hins vegar fengið 10 milljónir upp í kostnað við gerð miklu umfangsmeiri myndar og fórnað eigum mínum fyrir myndirnar um þetta. Það telur Ólafur Ingi mjög ósanngjarnt.
Ólafur Ingi telur greinilega mikinn lúxus fólginn í því að við hjónin búum í 70 fermetra leiguíbúð í blokk og að ég aki daglega um á ódýrustu, elstu og minnstu bíldruslum sem hægt er að finna. Gríðarleg "redding" fólginn í þessu að maður nú ekki tali um þann lúxus að sofa í þessum bílsdruslum árum saman á ferðum mínum vegna kvikmyndagerðarinnar og að eygja von um að geta haldið áfram gerð myndanna sem ég hef lagt vinnu og fé í.
Ómar Ragnarsson, 30.8.2010 kl. 18:03
Ólafur Ingi. Ég gaf Ómari Ragnarsyni 3000 krónur eða fyrirtæki mitt öllu heldur af því að hann átti það svo sannarlega skilið frá mér. Þetta er ekki fallega gert að segja svona hvorki gagnvart Ómari, eða okkur öllum sem langaði virkilega til að hjálpa og sýna í verki þakklæti til hans sem hefur verið óeigingjarn og duglegur að skemmta okkur og kynna fyrir okkur náttúru og menningu í öll þessi ár. Hugsaðu aðeins áður en þú gerir svona lagað og lifðu heill.
Jonas (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 23:58
Mér fallast alveg hendur þegar ég rekst á svona ummæli eins og hann Ólafur viðhefur hér. Ég skil ekki hvernig viti borin manneskja getur látið slíkt út úr sér nema hún sé þá fædd eftir 1980 og hafi lagt stund á tölvuleiki og kverúlantanöldur alla sína tíð.
En þetta lýsir ansi vel hugusnarhætti margra hér á landi og ekki í fyrsta skiptið sem nöldur sem þetta heyrist, eða reynt er að gera Ómar tortryggilegan með einhverjum hætti.
Ef borga ætti mönnum laun eftir því hvaða gagn þeir hafa unnið landi okkar og þjóð þá eru fáir ef nokkrir pólitíkusar sem kæmust í sama launaflokk og Ómar. Fáir ef nokkrir núlifandi Íslendingar, ef ég má taka svo djúpt í árina.
Þeir sem berjast við vindmyllur verða oftar en ekki að berjast einir og fórna öllu sínu, en hverju hafa þessir pólitíkusar fórnað fyrir land sitt og þjóð?
Það er nefninlega oft þannig að við almúginn, sem nennum ekki að skipta um rás á sjónvarpinu okkar nema með hjálp fjarstýringar, áttum okkur ekki á alvarleika málsins fyrr en um seinann og þá yptum við oftast nær öxlum og tuðum aðeins yfir háu bensínverði eða að don pólitíkus hafi ráðið vini og vandamenn í lykilstöðu.
Ómar vildi sýna nákvæmlega hvað væri í húfi við öll þessi virkjanaáform. Ómar var með loforð fyrir fjármögnun á sínum myndum.
Viðkomandi pólitíkus sem tók 1,8 milljarða lán fyrir einhverjum 8 árum síðan gerði það eingöngu til að fegra sína stöðu og sínar gjörðir á kostnað almennings. Til þess eins að eiga meiri möguleika á að koma flokk sínum aftur til valda í kosningum. Enda kóa Keflvíkingar með núverandi valdhöfum í þeirri von að komast að hlaðborðinu.
Ég hef enn ekki heyrt talað um gjaldþrota pólitíkus (nema þá hugmyndafræðilega) eða pólitíkus í fjáhagsvandræðum. Þó veit ég að t.d. Lúlli kallinn getur ekki hafa komið vel út úr 2007 braskinu. Pólitíkin sér um sína, en það þarf landssöfnun til að sjá um eina helstu perlu þessa lands sem þó ætti sakmvæmt öllu að vera á listamannalaunum, með styrki frá kvikmyndasjóð. En pólitíkin ræður þar ríkjum eins og annarstaðar.
Ómar tók ekki einu sinni við öllum peningnum sem söfnuðust, þrátt fyrir að vera búinn að missa allt, bara það sem hann þurfti.
Þó ég sé þér ekki alltaf sammála Ómar, hafðu ævinlega þökk fyrir baráttu þína og þrautsegju. Einhverntíma mun þjóðin öll þakka þér, ekki bara lágvær meirihluti.
Svo legg ég til að þú Ómar skellir í eins og þrjú bindi æviminningar. Mig er farið að vanta lestrarefni, þig vantar pening og ert ekkert að yngjast.
kv,
Valgeir.
Valgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.