Viðhöldum friðsömu yfirbragði íslensks vélhjólafólks.

Í dag skrapp ég í Kaldársel þar sem boðið var upp á veitingar í tilefni af því að 85 ár eru síðan KFUM í Hafnarfirði hóf þar að bjóða upp á sumardvöl barna. dscf6015.jpg

Meðfylgjandi er mynd af tveimur dóttursonum mínum, bræðrunum Birki Ómari og Hlyni Kristófer Friðrikssyn, sem voru þarna í för með ömmu sinni og móður. 

Ég var þarna þrisvar sinnum tvo mánuði í sumardvöl árin 1947, 48 og 49 og hafði gott af. 

Meðal gesta í selinu voru nokkrir íslenskir vélhjólamenn, þeirra á meðan Gunnar vélhjólaprestur í Kópavogi í fullum svörtum skrúða sínum. 

Það var ánægjulegt að sjá þetta dæmi um það hve íslenskir vélhjólamenn stinga sem betur fer í stúf við það gengi glæpamanna sem búið er að koma óorði á vélhjólin í Noregi og Danmörku eins og síðustu fréttir frá Osló bera með sér. 

Vonandi kemur festir þessi ófögnuður ekki rætur hér á landi,  en eins og aðgerðir lögreglu gegn innrás Vítisengla hingað sýna, þarf að hafa fyrir því að viðhalda hinu góða og jákvæða yfirbragði sem vélhjólafólk hefur tekist að bregða yfir vélhjólamennskuna hér á landi og Kópavogspresturinn var góður fulltrúi fyrir í Kaldárseli í dag. 


mbl.is Fimm handteknir í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efa það stórlega að yfirvaldið heimili einvherjar aðgerðir gegn skipulögðum glæpum fyrr en þeir hafa skotið alvarlegum rótum hér lendis

Reynslan sýnir að svo muni fara.

Hallur (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Fallega orðað og svo satt sem það nær Ómar ! en því miður þá er það of seint og var líklega aldrei mögulegt heldur að stöðva stofnun slíkra MC klúbba á Íslandi, það sem yfirvöld (lögregla) getur gert þó, er að halda þeim undir ströngu eftirliti og grípa inn hvar og hvenær sem þeir verða uppvísir að lögbrotum.

Hvað varðar hitt að þessir tilteknu klúbbar séu búnir að koma óorði á "alla" mótorhjólaklúbba og áhugafólk, fer aðeins eftir fordómastigi þess sem dæmir, hérna (Í Noregi) veit fólk mætavel að skilja milli heiðarlegra áhugamanna og þeirra fáu sem eru meðlimir í klúbbum svo sem Hells Angels, Outlaws og Bandidos, ber þar að nefna t.d.HolyRiders http://www.holyriders.no/ kristileg mjótorhjólasamtök og svo meira húmorfyllt svo sem "Hemorrrides" (Gyllinæðasamtökin) sem eru svona í "eldri" kantinum: http://www.hemoriders.no/Offentlige_sider/omhemo.html. svo eru mörg önnur góð MC samtök sem meira en vega upp á móti óorðinu.

Jú ég skil vel að menn haldi að það sé hægt að halda öllu burt frá Íslandi sem miður er, vegna þess að landið er eyja útí ballarhafi, en svo er bara því miður ekki, nema taka í notkun einangrunaraðferðir sem fæstir myndu vilja ef af yrði.

Gott innlegg samt Ómar og þörf umræða tel ég.

Kv. að "utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 30.8.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband