Verður rekin sama verðlagningarstefna áfram?

Hvaða skoðanir sem fólk hefur á Jóhannesi í Bónus og fjölskyldu hans varðandi umsvifin utan verslunarinnar er hitt óumdeilanlegt að hið lága verð í þessum verslunum um allt land hefur verið mikil kjarabót fyrir allan almenning í tvo áratugi og að meðan Jóhannes Jónsson hefur ráðið þar ríkjum hefur ekki verið slegið af þessari verðstefnu þrátt fyrir að verslunarveldið Hagar hafi haft ráðandi markaðsstöðu síðustu árin. 

Ef Jóhannes er endanlega farinn út úr fyrirtækinu hygg ég að stóra spurningin spurningin verði sú hvort þessari verðlagningarstefnu verði haldið áfram eða hvort nýir eigendur muni hyllast til að nýta sér markaðsstöðuna og hækka verðið í skjóli hennar. 

Við skulum sjá til hvað gerist. 


mbl.is Sérstök tilfinning að kveðja Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er nú ekki sá munur á verði í Melabúðinni og Bónuss. Hann er iðulega aðeins um 4% og engin á kjötvörum og oft lægra verð í Melabúðinni. Gæða og þjónustumunur er hinsvegar á bilinu 30 til 50%.

Raunar eru báðar þessar fákeppniskeðjur Krónan og Bónuss óhemjudýrar m.v. gæðabúðir. Erlendis er miklu meiri munur á verði í gæðabúðum og lágvöruverðsverslunum.

Einar Guðjónsson, 30.8.2010 kl. 19:14

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég spyr frekar hvort nýjir eigendur sem fara í "endurskipulagningu" sjái sér hag í að reka verslanir á ísafirði og Egilsstöðum. Eða hvort Bónus verði bara í 2 landhlutum... og þá hvort það verði sama verð um allt land.

Vilberg Helgason, 30.8.2010 kl. 21:34

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég hef aldrei skilið þetta tal um að Jóhannes (eða Pálmi í Hagkaup) hafi verið að „hjálpa fátæklingum“ með starfsemi sinni. Þeir voru einfaldlega að græða peninga til að stinga í eigin vasa eftir alkunnri erlendri formúlu, t.d. frá Walmart, Aldi o.fl.

Hættum þessu tali um hjálpsem Jóhannesar við lítilmagnann! Hann var einfaldega að hjálpa sjálfum sér til að verða ríkur. Það er ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim sem stofnendur lágvöruverlana hafa orðið einhverjir ríkustu menn þeirra landa sem þeir hafa starfað í.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.8.2010 kl. 22:14

4 Smámynd: Stefán Stefánsson

Besta kjarabót fyrir almenning í landinu var þegar Jóhannes stofnaði Bónus og hann á mikinn heiður skilinn fyrir.
Þetta skilja allavega þeir sem hafa ekki of mikla peninga á milli handanna.

Stefán Stefánsson, 30.8.2010 kl. 22:57

5 Smámynd: Landfari

Ómar, þú hefur eitthvað misskilið þetta "lága" vöruverð í Bónus. Jóhannes hefur kostað miklu til að vera ódýrastur á markaðunum. Ekki að vera ódýr. Á þessu tvennu getur verið reigin munur.

Í þessari markaðsráðandi stöðu sem hann er í hefur hann getað haft áhrif á vöruverð til annara smásöluaðila.

Ég veit um dæmi þar sem verslunarstjóri í einni 10/11 búðinni sá verðkönnunarbíl Jóhannesar koma og af prakkaraskap  skellti hann upp eldgömlu verðskilti með tilboði á einhverri vörutegund. Það liðu ekki nema 10-15 mínútur þá var heildsalinn búinn að hringja og biðja hann í guðs bænum að hækka aftur hjá sér umrædda vörutengund annars ætti hann á hættu að missa Baugsveldið úr viðskiptum.

Það þarf náttúrulega ekki að geta þess að þetta var áður en Jón Ásgeir sonur hans keypti persónulega 10/11 búðirnar og seldi korteri seinna almenningshlutafélaginu Baugi (þar sem hann var stjórnarformaður) á einhverjum hundruðum milljónum meira, en aðrir stjórnarmenn utan klíkunnar héldu að þeir væru að kaupa beint af Eiríki stofnanda 10/11.

Viðskiptavinir Bónuss borguðu að ég held á þriðja tug milljóna í verðlagseftirlit Bónuss og Jóhannesi tókst að sannfæra einfaldar sálir um að það væri allt gert í þágu viðskiptavina þó markmiðið væri að geta verið ódýrastur án þess að vera ódýr.

Þannig var (og er sennilega enn) markaðurinn skannaður til að passa uppá að enginn smásali fengi hagstæð tilboð án þess að hann fengi sjálfur enn betra. 

Framleiðnendur fundu fljótt að til að vera með á markaðnum þurftu þeir að eiga viðskipti við Baug. Þangað þurftu þeir hinsvegar að selja vörur án framlegðar til að fá að vera inni. Baugur var með 50-60% markaðshlutdeild. Það þýddi að framlegðin þurfti öll að koma af þeim 40-50% sem hægt var að selja "hinum". Auðvitað þyddi það að varan þurfti að vera dýrari til þeirra en annars hefði þurft að vera.

Kúnninn gat hinsvegar ekki farið í Bónus og keypt þar vöruna á hlægilega lágu verði því verðlagningin í Bónus tók ekki mið af innkaupsverði og hóflegri álagningu. Nei söluverðið var miðað við verðið í hinum búðunum, hjá þeim sem þurftu að kaupa vöruna á háa verðinu svo hægt væri að selja Bónus á lága verðinu.

Þessar 20-30 millur sem verðlagseftirlit Bónuss kostaði voru bara smáaurar miðað við gróðann því með þessu móti var hægt að halda verðinu eins háu og hægt var án þess missa stöðuna sem "ódýrasta" búðin.

Það er ekki allt sem sýnist. Stundum þarf að skygnast bakvið tjöldin til að sjá hverni landið liggur.

Við höfum annað dæmi sem sýnir hvernig það er ekki hagkvæamast að skipta við þann ódýrasta þó varan sé sambærileg.

Mig minnir að það sé ÓB frekar en Orkan sem bjóði alltaf lægsta bensínverðið. Af því má draga þá ályktun að það sé hagkvæamst að skipta við þá. Gallinn er bara sá að þeir veittu enga samkeppni.

Esso hækkaði og allir hinir hækkuðu en ÓB samt ódýrast því þeir voru 10 aurum undir næsta.

Svo kom Atlantsolía. Þeir lögðu meira uppúr að vera ódýrir en ódýrastir (öfugt við Bónus) Esso hækkaði og hinir hækkuðu en Atlantsolía hækkaði ekki. Afleiðngin var sú að allir hinir lækkuðu aftur. Allt í einu var komin samkeppni. Því miður hafa þeir ekki fylgt þessu nógu vel eftir á síðustu árum að mínu mati en það er önnur saga.

Landfari, 31.8.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband