30.8.2010 | 23:37
Tveir kven-landvættir, Björk og Vigdís.
Landvættirnir fjórir að fornu voru allir karkyns. Samkvæmt nútímahugsun ætu að minnsta kosti tveir þeirra að vera kvenkyns.
Við þurfum ekki að leita langt. Björk Guðmundsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir hafa lagt af mörkum ómetanlegt framlag til verndar landi, þjóð og tungu.
Frægð ýmissa endist skammt en ég hygg að nöfn Bjarkar og Vigdísar muni uppi meðan land byggist.
Auk hæfileika þeirra og afreka met ég það mest við þær báðar, að þær eru afar hugrakkar konur sem hafa látið sannfæringu sína og karakter vega þyngra en það að sigla lygnan sjó og hugsa um að vera "þægar".
Upp í hugann kemur minni frá árinu 1955 þegar Halldór Laxness tók við sínum verðlaunum úr hendi þálifandi Svíakonungs.
Það var stór stund í sögu okkar og þessi var það líka.
Björk tók við Polarverðlaununum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað gerði Vigdís í máli Ólafs Skúlasonar? Krossað hann bæði framan og aftan og lét sem ekkert væri?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 23:52
Ólafur Skúlason hlaut fálkaorðuna 1992. Þá vissi hvorki hún né aðrir ráðamenn um þau mál sem komu upp síðar. Þessi ummæli eru því mjög ómálefnaleg, minn kæri Ólafur.
Ómar Ragnarsson, 31.8.2010 kl. 00:39
Þess má geta að sérstök orðunefnd sér um að velja þá sem fá fálkaorðuna og lágkúrulegar og upplognar ásakanir Ólafs Sveinssonar beinast því fyrst og fremst að henni auk þáverandi forseta.
Mér þykir hart að ekki megi fagna góðum verkum merkustu íslensku kvenna okkar tíma án þess að svona skítkast sé haft í frammi á bloggsíðu minni.
En síðan er frjáls og öllum opin og ummæli Ólafs Sveinssonar dæma sig sjálf.
Ómar Ragnarsson, 31.8.2010 kl. 01:00
Sammála þér þarna Ómar.
Heimir Tómasson, 31.8.2010 kl. 05:16
eg lika sammala ter Omar
Sigurður Helgi Ármannsson, 31.8.2010 kl. 08:15
Það er ekki vegna þess að ég sé á móti persónudýrkun (sem ég er) að mér finnst óþarfi að gera raunverulegar manneskjur (og það núlifandi) að landvættum, heldur hinu að ég sé ekki að hægt sé að skella því fram að landvættirnar hafi allar verið karlkyns. T.d. sé ég að þú notar orðið í karlkyni en það er kvenkyn. Vissulega má ætla að griðungurinn hafi verið karlkyns en í raun kemur það hvergi fram um drekann, fuglinn og bergrisann hvors kyns þeir voru, þó risinn sé ávallt teiknaður sem karl. E.t.v. eru þetta kven- dreki og fugl? Kannski lýsir það bara karlægum hugsunarhætti að ganga út frá því að landvættirnar séu allar karlkyns og íhuga ekki einu sinni hinn möguleikann.
Daníel (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 08:27
http://www.dv.is/frettir/2010/8/31/sigrun-palina-fundur-med-vigdisi-mikid-afall/
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 12:59
Vigdís var hræsnari af Guðs náð. Hún blekkti mig og marga fleiri með alþýðlegri framkomu sinni, a.m.k. fram að forsetatíð sinni.
"Vigdís Finnbogadóttir spurði Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur að því hvort að hún hefði ekki örugglega leitað til geðlæknis og hvort hún hefði ekki fengið lyf. Að þessu spurði Vigdís á fundi sem þær tvær áttu í kjölfar ásakana Sigrúnar Pálínu á hendur Ólafi Skúlasyni biskup.
„Hún spurði mig hvort ég hefði ekki leitað til geðlæknis og ég jánkaði því, þá spurði hún mig hvort ég hefði ekki fengið lyf. Síðan sagði hún mér að ég gæti alveg átt gott samband við Guð annars staðar en í kirkju því Guð væri alls staðar. Þessi fundur varð mér mikið áfall,“ sagði Sigrún Pálína í viðtali í Vikunni í fyrra.
Hún sagðist hafa hitt Vigdísi aftur nokkrum árum seinna í samkvæmi í Kaupmannahöfn en þá hafi hún sest til borðs með manninum hennar og kunningjum hans á meðan hún var að sækja sér kaffi. „Þegar ég sneri aftur, settist við borðið og heilsaði henni þá stóð hún upp og gekk frá borðinu í fússi án þess að taka undir kveðju mína.“
Sigrún Pálína er ein þeirra kvenna sem ásakað hafa Ólaf Skúlason um að beita sig kynferðislegu ofbeldi."
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 17:07
Hef einmitt verið að undrast það, hve lítið og í stuttu máli hefur verið fjallað um Polar-verðlaunin sem Björk G. fékk hér um daginn.
Miðað við hve mikið var fjallað um Nóbels-verðlaun HKLaxness, vekur það furðu mína að ekki skuli vera meira fjallað um verðlaun Bjarkar.
Ég er enginn sérstakur aðdáandi að músík Bjarkar, en ég gleðst yfir þeim heiðri sem hún
hlýtur fyrir sköpun sína og elju, og það orðspor sem hún hefur unnið sér á heimsmælikvarða. Þó ég skilji ekki allt sem Björk skapar, þarf þess ekki við; aðrir skilja það, hafa smekk fyrir því og það nægir mér; - ekki geta allir verið sérfræðingar í öllu... (ekki voru allir Íslendingar hrifnir af verkum Nóbelsskáldsins HK, á sínum tíma -)-
Ég gleðst yfir að íslensk kona skuli hafa verið fundin verðug þessara verðlauna. Ísland á kannski ekki svo marga "víkinga" um þessar mundir til að vera stolt af.
Ómar Ragnarsson, ég er þér sammála, bæði BjörkG. og VigdísF. eiga allan heiður skilinn, þær eru fyrirmyndarkonur. Ég er mjög stolt af þeim báðum, sem fyrirmyndar-Íslendingum.
rafnhildur bjork eiriksdottir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.