Árnaðaróskir.

Ég óska félögum mínum og vinum um árabil til hamingju með að geta haldið áfram því þjóðþrifastarfi sem ég tel að þeir hafi sinnt undanfarin ár og áratugi með því að vera með fingurna á þjóðarpúlsinum. 

Þeir hafa verið í næsta herbergi við mig í útvarpshúsinu og auðvitað sakna ég þeirra þaðan og finnst súrt í broti að missa þá í burtu frá þeim vettvangi sem hefur verið sameiginlegur fyrir okkur lengst af.

Þeir félagar hafa verið ómissandi síðustu tvö ár í að viðhalda beittri og ómissandi háðsádeilu á samfélag okkar og það er fagnaðarefni að þeir geti látið gamminn geysa áfram. 


mbl.is Spaugstofan á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt að þeir fái salt í grautinn... En persónulega mun ég ekki gerast áskrifandi vegna þessa.. Ég reyni að forðast öll viðskipti við fyrrverandi og núverandi plágur íslands.

doctore (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:38

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

vonum að "spaugstofumönnum" gangi vel - annars tek ég undir með síðasta "ræðumanni" hér að ofan

Jón Snæbjörnsson, 31.8.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég sé nú eftir þeim, en tek undir með tveimur hér á undan. Ég mun ekki gerast áskrifandi að 365 miðli.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.8.2010 kl. 14:52

4 identicon

En hvar er Randver?

Tóti (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:55

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég er tek undir orð þín.

Gleðigjafa eins og þá spaugstofumenn megum við ekki láta framhjá þjóðfélaginu fara en sumir hafa bara ekki efni á að borga allt nú þegar,  hvað þá meir?

Ef ekki er hægt að skera niður óþarft og óvinsælt efni hjá RÚV verður maður að horfa á stöðvar sem halda uppi gleði og húmor í réttum hlutföllum við alvöruna. það er að segja ef verður í opinni dagskrá.

Einokun RÚV á peningum þjóðfélags-þegnanna skapar sumu fólki ekki möguleika á að njóta þessar gleði!

þá verður maður bara að horfa á erlenda gamla gamanþætti í ókeypis útsendingum í tölvunni, eins og t.d "Burettslaget" á Norsku stöðinni

Verst að ekki allir skilja það tungumál og ekki má svíkja þá um gleðigjafa sem mest þurfa á því að halda? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2010 kl. 16:00

6 identicon

Ég óska Spaugstofunni allra heilla og góðs gengis. Hef aldrei skilið þegar fólk segir að grín þeirra sé úr sér gengið.

Spaugstofumenn hafa að mínu mati einmitt aldrei verið eins beittir og skemmtilegir og undanfarin ár og verða örugglega bara betri með árunum svo lengi sem þeir hafa gaman af þessu sjálfir.

Hólímólí (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:19

7 identicon

Ætli það verði hægt að horfa á þættina á netinu eins og var á RÚV?

Maður bara spyr sig......þá þarf ekki áskrift, og hægt er að sjá þá seinna 

(Ég missti venjulega af þeim v. vinnu, en náði að sjá seinna)

Svo gæti þetta lekið á youtube.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband