Hlýjasta sumarið og hlýjasta öldin?

Ég minnist þess hvað allir sem upplifðu sumarið 1939 töluðu um það sem dýrðarsumarið mikla. Það sumar var nokkuð sér á parti hvað þetta varðaði þótt það kæmi á þeim tíma þegar hlýindaskeiðið 1920-65 stóð hæst.

Ég minnist daga í sumar þar sem ég var að fljúga yfir landinu í 2700 metra hæð og það var fimm stiga hiti þar uppi vegna þess að allur loftmassinn var svo heitur alveg upp úr öllu, að það gátu ekki myndast ský við uppgufun og kólnun rakans í jörðinni eins og algengt er hér á landi. 

Sauðárflugvöllur norðan Brúarjökuls opnaðist mánuði fyrr en venjulega og hálendið var orðið að mestu snjólaust eða snjólítið í apríl.

21. öldin er að byrja og verður hún kannski hlýjasta öldin í þúsund ár eða meira? 

Jöklarnir hopa og laxinn er í blóma jafnvel á þurrka- og vatnsleysistíma ársins. 

Fróðlegt er að sjá að hlýindin virðast hafa slegið á þær raddir á blogginu sem neita því að loftslagið sé að hlýna og telja að um ímyndun eða falsanir talna sé að ræða. 

Kannski lifna þessar raddir við á sama tíma sem vetur gengur í garð og það fer að kólna.
mbl.is Mikil hlýindi voru í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...raddir á blogginu sem neita því að loftslagið sé að hlýna "... ?

Ég held að það sé nú aðallega að menn efist um þátt mannsins í hlýnuninni. Sömuleiðis eru margir efins um að dómsdagsspár vegna loftslagsbreytinga, gangi eftir.

Stjórnmálamenn geta haft gríðarleg völd, meiri en nokkru sinni fyrr, vegna "Loftslagshysteríunnar". Svo virðist sem vinstrimenn séu gírugastir í þess konar völd og helgast það af tækifærum til skattheimtunar brasks með losunarheimildir og þeir telja sig hafa öðlast beysli á kapitalismann... framleiðslutækin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2010 kl. 16:02

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... og ekki má gleyma blessuðum vísindamönnunum, sem hafa lifibrauð sitt af fagi sínu. Aldrei í sögunni hafa hinir akademísku fræðimenn á sviði loftslagsvísinda, eðlisfræðingar o.fl. haft jafn greiða leið að tryggri og vel borgaðri vinnu (aðallega hjá hinu opinbera) og eftir að "AL Gore" vitleysan reið yfir heimsbyggðina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2010 kl. 16:09

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Reyndar var álíka hlýtt, eða hugsanlega ívið hlýrra, fyrir um árþúsundi en í dag. Sjá hér.  Á steinöld, eða fyrir um 6000 árum, var mun hlýrra en í dag. Sjá t.d. hér.    Hvers vegna hlýnaði svona þá? Gerðist það af sjálfu sér, eða var náttúrunni um að kenna? 

Hafi náttúran átt hlut að máli þá, hvers vegna þá ekki á undanförnum áratugum líka?

El Nino í Kyrrahafinu hefur valdið hitatoppnum undanfarna mánuði, alveg hliðstætt og árið 1998. Hvert stefnir næstu mánuði? Sjá hér hvað loftslagsfræðingurinn segir...

Ágúst H Bjarnason, 1.9.2010 kl. 17:54

4 identicon

Það hefur hlýnað og kólnað á víxl allan tilvistartíma kúlunnar okkar. Um það er ekki deilt.

Hins vegar finnst mér það gleymast að nefna að verulegar breytingar á lofthjúpi jarðar, svo og yfirborði jarðar hafa áhrif á loftslag og veðurfar. Prófið bara að fljúga yfir svarta sandaura á sólbjörtum sumardegi, og svo ána sjálfa, t.d. Markarfljót, og reynið svo að halda því fram að yfirborð eða gerð þess hafi engin áhrif á veðurfar.....

Og þá kemur að rúsínunni í pylsuendanum. Mannskepnan er búin að breyta yfirborði plánetunnar verulega mikið. Flest allt sem gert hefur verið hefur + áhrif á hlýnun.

Þá kemur að loftslaginu, þar sem okkar viðbót til þeirra breytingar er bara í átt að hlýnun.

Við höfum reyndar lengi ráðið yfir tólum til að snarbreyta loftslagi, en það er frekar gróf aðferð:

http://en.wikipedia.org/wiki/Nuclear_winter

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 10:31

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar: Loftslagsvísindamenn eru nú bara ósköp venjulegir vísindamenn sem rannsaka þessi fræði eins vel og þeim er unnt, þannig að hugmyndir um samsæri vísindamanna (um hvað, fastar vinnustundir?) eða einhverri "Al Gore" vitleysu (hann er ekki vísindamaður), hvað sem það er, eiga sér engar stoðir.

Ágúst: lang flestir loftslagsvísindamenn telja, út frá rannsóknum og mælingum, að núverandi hlýnun sé vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda. Þó svo að einhvern tíma hafi verið hlýrra þá útilokar það í sjálfu sér ekki að núverandi hlýnun sé einmitt vegna aukins styrks gróðurhúsalofftegunda eins og mælingar benda til. Nýliðin El Nino var ekkert sérstaklega sterkur og einnig hefur verið ládeyða í sólinni, en samt sem áður er hitinn í hæstu hæðum síðan mælingar hófust.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 10:46

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessir "ósköp venjulegu vísindamenn", þurfa væntanlega að borða eins og aðrir. Þeir þurfa vinnu, eins og aðrir. Og til þess að þessir tilteknu vísindamenn hafi vinnu, þá þarf að rannsaka eitthvað og mæla.

Ef niðurstöður rannsókna þeirra og mælinga sýna að ekkert sé að, þá missa þeir flestir vinnuna.

Ég er ekki að segja að þeir selji sig algjörlega, en þessir "ósköp venjulegu vísindamenn" hafa tilhneigingu til að leggjast á sveif með "worst-case scenario" spádómunum.  En ekki allir þó.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 16:01

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, þú ert s.s. að segja að vísindamenn reyni að búa til vandamál sem ekki eru til, aðeins til þess að hafa vinnu? Þetta eru nú hálf kjánaleg rök hjá þér... s.s. í þínum augum er um eitt stórt samsæri loftslagsvísindamanna að ræða... hefurðu spáð í hversu margir þurfa að vera með í plottinu til að þetta gagni upp? Það er nú ekki eins og það sé einhver gullnáma að verða vísindamaður.

Reyndar eru vísindamenn mjög iðnir við að benda á lausnir eins og t.d. að draga úr losun CO2 og ekki veit ég til þess að þeir hafi "tilhneigingu til að leggjast á sveif með "worst-case scenario" spádómunum" eins og þú hefur valið að orða það Gunnar.

Hitt er annað mál að vísindamenn hafa tilhneygingu til að benda á það sem mælingar og rannsóknir sýna fram á, sem er m.a. að hitastig á jörðinni er að hækka, það er talið vera af völdum aukins styrk gróðurhúsalofttegunda sem er til kominn vegna brennslu manna á jarðefnaeldsneytis, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna. Þetta virðist þó af sumum vera túlkað á einhvern hátt að um "worst-case scenario" sé að ræða...hvernig sem komist er að þeirri niðurstöðu...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 17:21

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Worst-case  scenario"  er það sem þessi stétt fræðimanna þrífst á. Ef ekki væri fyrir hana, væri þessi vísindagrein svelt fjárhagslega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 23:54

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, fullyrðingar eins og sú sem þú kemur með í athugasemd [2.9.2010 kl. 23:54] er kolröng og virðist einungis byggð á fordómum þínum á heilli stétt manna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 00:02

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég viðurkenni að alhæfing á ekki við ....

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband