2.9.2010 | 22:37
Þrjú af tólf eru á Austurlandi.
Árið 2002 hófst þenslu- og gróðadansinn sem skóp Hrunið. Risavirkjun og álver átti að tryggja velsæld, hamingju og mikla fólksfjölgun á Austurlandi, sem byggð yrði á miklum fjárfestingum.
Nú blasa afleiðingarnar við. Þrjú af tólf skuldsettustu sveitarfélögum landins eru á Austurlandi, Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Djúpavogur.
Fólki fækkaði á síðasta ári á sama tíma og því fjölgaði á Norðurlandi eystra á svæði sem stóriðjudansinn var ekki stiginn.
Alvarleg staða sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hva..... er Gunnar ekki búinn að svara þessu?
VíR (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:41
Hér kemur viðtal við oddvita Reykjanesbæjarlitans fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2006 sem birtist í Morgunblaðinu þegar baráttan stóð sem hæst
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1084057&searchid=527e3-3380-03050
B.N. (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:21
Meirihluti kjósenda vill þessa flokka til valda á ný. Ef það er eitthvað sem við þurfum er það aðrir kjósendur, það er fullreynt.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 23:59
Einhvern tíma sá ég þig kvarta hér á blogginu, Ómar, yfir því að einhver hluti Austfirðinga teldi þig "Óvin Austfjarða" (eða landsbyggðarinnar ) númer eitt.
Miðað við þennan pistil þinn, ... og reyndar marga fleiri hér á blogginu, þá held ég að þeim fari nú heldur fjölgandi, fremur en hitt, sem telja þig halla réttu máli, varðandi ýmis mál um lífið á landsbyggðinni.
Fjarðabyggð er vissulega skuldum vafin eftir hið mikla þenslu og framfaraskeið sem átti sér stað í sveitarfélaginu eftir að álversframkvæmdir hófust. Sveitarfélagið þurfti að leggjast í kostnaðarsamar framkvæmdir sem fjármagnaðar voru að hluta til með lánum í erlendri mynt og allir vita hvernig sú lánaleið hefur reynst.
Sumar ákvörðunartökur sveitarfélagsins, sérstaklega í sambandi við skipulagsmál, hafa beinlínis reynst rangar og orðið sveitarsjóði dýrkeyptar. En jákvæðu hliðarnar eru að sjálfsögðu þær að tekjustofnar sveitarfélagsins eru öflugir og ekki síst stöðugir.
Samfélagslegu plúsarnir eru auðvitað þeir að fólkinu hefur fjölgað um 90% á Reyðarfirði og öll almenn þjónusta, s.s. í verslun, í heilbrigðismálum, í menntamálum, í íþrótta og tómstundamálum og mörgu fleiru, hefur stór eflst. Auk þess hefur Mið-Austurland breyst úr því að vera eitt helsta láglaunasvæði landsins, í það að vera fyrir ofan meðallag eftir að álverið kom.
Ég mæli með að lesendur þessarar athugasemdar minnar, hlusti á uptöku á RUV.is frá síðasta laugardegi, af þættinum "Prinsinn - Andri Freyr Viðarsson ": HÉR
Ef þið "skrollið" á slánni ca. 1/20 frá byrjun, þá heyrið þið hvernig Ómar virðist gjörsamlega misskilja lífið á landsbyggðinni, allt frá því hann talar við tælensku konurnar, Pólverjana á bryggjunni og Íslendinginn við löndunina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 01:26
.. þarna er Ómar að tala við verkafólk á aðal láglaunasvæði landsins. Ómar hélt að vegna þess að lítið atvinnuleysi mældist á Vestfjörðum, að þá væri bara "allt í gúddí".
Væntanlega hefur Ómar vonast eftir því að verkafólk þessa "stóriðjulausa landsfjórðungs" lýsti því yfir í beinni útsendingu, að þarna væri allt í lukkunnar velstandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 01:40
Svo virtist Ómar átta sig á því að "velstandið" á var ekki alveg eins útbreitt og hann hélt, og þá breytti hann snarlega um umræðuefni og fór að tala um vestfirskar konur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 01:46
Svo virtist Ómar átta sig á því að "velstandið" á [Vestfjörðum] .....
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 01:49
Hann Ómar er svo mikið krútt þegar hann finnur staðreyndir sem hann telur sig geta togað og teygt til að fitta við sýn sína á raunveruleikanum.
Hann rekur augun í að 3 af tólf skuldugustu sveitarfélögunum eru á austurlandi og ergo...það er stóriðjunni að kenna.
En má ég spyrja...hvað með hin 9? Eru þau kannski skuldug vegna þess að það hefur ekki verið nein stóriðjuuppbygging þar? Getur það verið að skuldsetning sveitarfélaga hafi ekkert með stóriðjuuppbyggingu að gera heldur skynsamlegar og/eða óskynsamlegar ákvarðanir sveitarstjórnarmanna?
Ef uppbygging á stóriðju leiðir óhjákvæmilega til skuldsetningar...hvernig er hægt að útskýra Hvalfjarðarstrandarhrepp ?
Og ef engin uppbygging á stóriðju leiðir til velfarnaðar og lítillar skuldsetningar...hvernig er hægt að útskýra Álftanes?
Getur ekki bara hreinlega verið að þetta tvennt hafi ekkert með hvort annað að gera ?
Nýlega viðurkenndi nýr stjórnarformaður OR að orkusala til stóriðju niðurgreiddi orkusölu til almennings. Þetta sagði hann eftir að Gnarrinn breytti um stefnu OR í þá átt að hér eftir skyldi "virkjað í þágu almennings en ekki stóriðju". Skömmu síðar er taxtinn hækkaður um 30%. Ef þetta er lesið saman má ekki draga þá ályktun að OR hafi einfaldlega ekki selt nóg til stóriðjunnar?
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:53
Hvað skyldu þau þá skulda ef ekki hefði verið virkjað?
Ní er miðað við % af heildartekjum, sem ættu að hafa snaraukist vegna framkvæmdanna, og svo fyrirtækjareksturs.
Og sé þetta allt blessaðri krónunni að kenna, þá má benda á að hún er á uppleið, - hef séð evruna í 185 eða svo, núna er hún ca 152.
Svo þessi:
"Nýlega viðurkenndi nýr stjórnarformaður OR að orkusala til stóriðju niðurgreiddi orkusölu til almennings."
Veit ekki með höfuðborgarbúa, en ég borga miklu miklu hærra á Kwst heldur en stóriðjan, og dreifingin er EKKI inni í því. Er ég þá ekki að niðurgreiða í hina. Er nú frekar ósáttur við það....
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:43
Að mínu mati þá hefur virkjun og álver á Austurlandi lítið að gera með "Hrunadansinn hinn nýja". Væri nær að upplýsa betur um þátt bankanna í hruninu, sem og botnlausar lántökur sveitarfélaga og margra fyrirtækja.
Tryggvi Helgason, 3.9.2010 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.