Á spítalabolina með þetta?

Ég er einn þeirra sem vegna kvilla í meltingarvegi hef þurft að fara oftar en einu sinni í ristilspeglun.

Á undan henni fer maður í laxeringu og fær leiðbeiningar um það hvernig maður eigi að bera sig að. 

Það myndi létta lundina ef maður fengi bol til afnota þegar þetta er gert með áletrun sem létti lundina. 

Mér dettur í hug að áletranirnar gætu verið tvær, spakmæli Þórunnar og meðfylgjandi leiðbeiningarvísa sem ég gerði að tillögu við þarmalæknana að yrði bætt við textann í leiðbeiningarbæklingnum. 

Sá texti tiltók hvernig taka ætti laxerolíuna inn og að maður ætti síðan ganga um þangað til hún færi að virka. 

Mér þótti þetta ekki nógu nákvæmar leiðbeiningar og vildi hafa í "endann" eftirfarandi vísu, sem gæti verið á spítalabol: 

Laxeringin gengur glatt

ef gætir þú að orðum mínum: 

Þú átt að ganga, - ekki of hratt, -

og alls ekki í hægðum þínum. 


Ég vil af fagmennsku fræðin mín tjá þér.

Framkvæmdu og mundu nú heilræðin frá mér.

Í snarpri klósettferð hefst þetta hjá þér

og hoppaðu svo upp í rassgatið á þér ! 


mbl.is Ummæli Þórunnar á boli og bolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Eitt sinn strákur - ávallt strákur

Flosi Kristjánsson, 4.9.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 4.9.2010 kl. 22:47

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú hló ég upphátt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég myndi ganga í þessum bol

Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.9.2010 kl. 15:48

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Laxerolíu má líkja vid glussa,

líklega allra drykkjva verst.

Thá hringvödvinn ad endingu fer ad frussa,

thykir betra ad fólk sé sest.

Halldór Egill Guðnason, 5.9.2010 kl. 16:31

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ómar, þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.9.2010 kl. 19:50

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góður húmor, enda ekki við öðru að búast hjá þér. Það mætti svo í leiðinni benda á að laxerolía er alveg frábært hóstameðal fyrir fullorðna. Maður snarhættir alveg að hósta eftir að hafa tekið inn laxerolíu!

Sigurður Sigurðsson, 5.9.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband