Snilldin tæra.

Enn á ný kemur upp í hugann viðtalið við einn af "fjármálasnillingunum" miklu í tímaritinu Krónikunni snemma árs 2007 þar sem hann lýsir því hvernig hann fari að því að búa til milljarða tuga gróða í áður tapreknu og skuldugu fyrirtæki með því að stunda kaup og sölu og kennitöluflakk á fyrirtækjum þar sem í hvert skipti skapast tuga milljarða króna viðskiptavild sem er augljóslega tekin úr lausu lofti.

Þar að auki lýsir hann því hvernig hann geti, þrátt fyrir tuga milljarða gróða af þessum viðskiptum komist hjá því með nógu hröðum bellibrögðu að komast hjá því að borga nokkurn tíma skatt af þessum tekjum. 

Þessu er lýst eins og ekkert sé sjálfsagðara í viðtali sem blaðakona tekur við snillinginn á leið upp og niður landganga á einkaþotu sinni á meðan hann er í ferðum til þriggja landa! 

Þegar þetta er lesið gefur auga leið að það eru yfirgnæfandi líkur til að svona vinnubrögð og gróðakúnstir séu stundaðar með öllum tiltækum ráðum og það sem Vilhjálmur Bjarnason er að lýsa því mjög trúlegt. 


mbl.is Stálu frá og eyðilögðu FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband