14.9.2010 | 19:24
Vegaxlir, áróður og fræðsla !
Eg er viss um að það má bæta íslenska vegakerfið mikið án þess að leggja út í stórfellda tvöföldun á sem lengstum vegarköflum.
Þar á ég sérstaklega við að gera vegaxlir miklu betur úr garði en nú er og breikka vegi á þann ódýra hátt.
Hins vegar er það svo að eins og nú háttar til koma þær vegaxlir, sem komnar eru, að litlum notum, því að sárafáir þeirra hægfara íslensku ökumanna, sem eru þar á ferli, nota þær, heldur haga sér eins og þeir séu einir á ferð.
Á stórum köflum, til dæmis á hinni fjölförnu leið austur fyrir fjall, eru vegaxlir í hörmulegu ástandi og yrði stórbót að því að gera þær vel úr garði.
En jafnframt þyrfti að gera tvennt: Efla stórllega fræðslu og áróður um notkun þeirra og einnig eftirlit með því að ökumenn noti þær.
Og þá byrjar venjulegi söngurinn: Þetta kostar fé. En þá skyldu menn hafa í huga að þetta er ekki mikið fé samanborið við þær tafir og óhagræði sem stafar af ófremdarástandi á þessu sviði og miðað við þá feiknarlegu fjármuni sem tvöföldun vega eða gerð 2+1 vega.
Vilja breiðari vegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var að lesa þennan pistil Ómars og mér er spurn; hvað liggur ykkur svona mikið á? Eru þið öll ofvirk eins og Ómar Ragnarsson? Þarf að setja allt heila liðið á Ritalin? Hvernig væri að slaka á, flýta sér minna. Festina lente. Með flottustu "vegaöxlum", myndu þið kannski vinna 5-10 mínútur. That is all.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 20:23
ég las þetta nú þannig og myndi vilja að almennt yrðu vegir "breikkaðir" það er að segja að þeir vegir sem núna eru til staðar verði breikkaðir en ekki tvöfaldaðir. vegir hér á landi eru almennt mjóir og varla hægt að segja að tveir stórir bílar, geti mæst án þess að annar eða báðir keyri út í kannt. það væri gott að fara úr þessum 1 og 1/2 breidd upp í tvíbreiðan veg. það er eina heila akgrein í sitthvora áttina.
Fannar frá Rifi, 14.9.2010 kl. 21:07
Tek undir með þér Ómar og Fannar svo sannarlega mætti fara leggja fullbreiðar akreinar í báðar áttir. Og vegaaxlir ættu að vera einnig og eftir þeim vil ég leggja reiðhjólástíg. það munar ekki mikið um það þegar nýr vegur er lagður að hafa reiðhjólastíg í kantinum, en það munar mikið um öryggið sem það skapar að færa reiðhjólin af örmjóum akreinum sem virðast vera ætlaðar bílum einum.
Haraldur Sigurðarson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 22:31
Það sem þarf sárlega að gera á þeim þjóðvegum sem næst eru höfuðborginni, fyrst ekki má banna borgarbúum að fara úr borginni, er einmitt að fræða fólk um það til hvers vegaxlir, vinstri akreinar á 2+1 vegum og baksýnisspeglar eru nytsamlegir.
Axel Þór Kolbeinsson, 14.9.2010 kl. 22:41
Og já, tek undir með Haraldri Sigurðssyni að það mætti endilega útbúa hjólreiðastíga í vegkantinum. Ég bíð bara eftir því að einhver vitleysingurinn keyri niður hóp af belgískum reiðhjólamönnum.
Axel Þór Kolbeinsson, 14.9.2010 kl. 22:43
Skyldu margir Vestfirðingar hafa tekið þátt í þessari skoðanakönnun?
Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 01:20
Heill og sæll Ómar Ragnarsson
Ég er sama sinnis og sumir hér að ofan, ég horfi nú bara á skagarstrandarveginn en þar geta vörubílar ekki mæst með góðu móti. Það kostar ekkert mikið meira að hafa auka 30 cm til viðbótar hvoru megin á veginum og það er ekkert af landi sem fer aukalega undir það.
Ég sá hvergi nein staðar nemt með tvíbeiða vegi eða 2+1 veg, heldur er fólk að tala um lélegu malarvegina sem eru sumstaðar(eins og á vestfjörðum og austfjörðum).
Þar fyrir utan myndi það borga sig sumstaðar að leggja bundið slitlag þar sem umferð er ekki "næg" fyrir lagningu slíkra vegar þar sem endalaus hefblun og íburður kostar sitt, svo ekki sé talað um bílana, það eru bara ekki fluttir inn bílar á þessa vegi(malarvegina)
Brynjar Þór Guðmundsson, 15.9.2010 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.