Dagur móðurinnar.

Ég hef þá sýn á afmællsdag hverrar manneskju að hann eigi fyrst og fremst að vera hátíðisdagur móður afmælisbarnsins. 

Afmælisbarnið man sjálft ekki eftir þessum degi en öðru máli gegnir um móðurina sem nýtur upplifunar sem líkast til er ólýsanleg, - upplifun sem aðeins konum er gefið að öðlast. 

Hver maður ætti að óska móðurinni til hamingju með afmælisdag barns hennar, þegar hann rennur upp.

Þannig finnst mér afmælisdagar barna minna, þótt þeir séu mikils virði fyrir þau, fyrst og fremst afmælisdagar móður þeirra, Helgu Jóhannsdóttur.

Ég fæddist á afmælisdegi móður minnar, Jónínu Þorfinnsdóttur kennara, og hún er mér ævinlega efst í huga á afmælisdegi mínum.  

Að lokum hlýt ég á þessum vettvangi að þakka af hjarta öllum þeim sem gerðu mér gærdaginn ógleymanlegan. Lifið heil. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Rétt eins og móðirin man fæðingardag barnsins síns munt þú muna "fæðingardag" nýja barnsins, sem er Dagur íslenskrar náttúru.

Til hamingju með daginn ykkar þriggja og verðskuldaða viðurkenninguna.

Haraldur Hansson, 17.9.2010 kl. 00:54

2 identicon

Rétt segir þú heillakarl. Mér verður líka hugsað til móður minnar á hverjum afmælisdegi og reyni alltaf að taka mér hlé klukkan hálftvö eftir hádegi.

En ég leyfði mér að orða afmæliskveðju mína svona á fésbók:

"Dagur íslenskrar náttúru verður nú nákvæmlega 2 mánuðum á undan degi íslenskrar tungu. Fín dagsetning. Og Ómar eiginlega alveg sérstakt náttúruundur sjálfur. Full ástæða til að óska honum til hamingju með afmælið. Samt eiginlega enn meiri ástæða til að óska íslensku þjóðinni til hamingju með að eiga það náttúrulega sprengigos sem hann er."

Allra bestu kveðjur - Jón Dan.


Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 01:04

3 Smámynd: Björn Birgisson

Til hamingju með daginn ykkar, móður og sonar. Til hamingju með Ísland. Þú ert einn af  Íslands bestu sonum. Eiginlega sá langbesti.

Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 01:09

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ef hægt væri að persónugera sameiginlega auðlind Íslands,  þá ert þú hún!

Heill þér ávallt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.9.2010 kl. 01:20

5 identicon

Enginn Íslendingur nýtur jafnmikillar virðingar landa sinna og þú, Ómar. Það besta er þó að þú átt hana fullkomlega skilið fyrir allt þitt starf og löngun til að koma góðu til leiðar.

Stórkostlegt að afmælisdagur þinn og móður þinnar skuli hér eftir vera Dagur íslenskrar náttúru.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 01:44

6 identicon

Til hamingju Óma! Ps. varstu búin að sjá þessa fínu mynd af þér og læknanemunum?

http://www.facebook.com/home.php?#!/photo.php?pid=4972621&fbid=442369073543&id=726588543

Henrik (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 01:51

7 Smámynd: Dagný

Réttsýnn að venju Ómar. Mér finnst svo sannarlega afmælisdagar barnanna minna 5 vera mínir hátíðsdagar líka. Móður þinni er svo sannarlega sómi að syni sínum Ómari fyrir þann mann sem hann er. Til hamingju með afmælið ykkar beggja og dag íslenskrar náttúru. Þú ert vel að þeirri viðurkenningu kominn.

Dagný, 17.9.2010 kl. 08:52

8 Smámynd: Sævar Helgason

Árnaðaróskir með sjötugsafmælið,Ómar.

 Það er fagnaðarefni að kominn er nýr dagur-"Dagur íslenzkrar náttúru" tengdur nafni þínu og baráttu fyrir  náttúru Íslands.

 Gangan mikla frá Hlemmi niður á Austurvöll þar sem þú fórst fremstur fyrir 15 þúsund göngumönnum- til verndar náttúru Íslands-markaði tímamót.

Megi 16.september "Dagur íslenzkrar náttúru" verða okkur stöðug hvatning til virðingar fyrir okkar náttúruverðmætum.

Sævar Helgason, 17.9.2010 kl. 10:28

9 identicon

Ég myndi nú vilja að þú yrðir gerður að síðasta forseta íslands, hvorki meira né minna.
Held barasta að ég virði engan íslending eins mikið og þig.

Takk fyrir allt í gegnum árin!

doctore (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband